Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 8
T A R A M A R Ætla að breyta iðnaðinum með húðvörum úr sjávarfangi og lækningajurtum Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, og Kristberg Krist- bergsson, prófessor í matvælafræði, eru hjón sem jafnframt hafa unnið að rannsóknum tengdum fjölbreyti- leika íslenskrar náttúru og lífvirkum efnum í matvælum sem síðar varð undirstaðan af TARAMAR ehf. Þau fóru í upphafi af stað með það hugarfar að skapa eiturefnalausa húðvöru til eigin nota en nú eru vörurnar til sölu á alþjóðamarkaði og segir Guðrún að það hafi gengið vel. „Við eigum hundruð umsagna sem segja frá hve fólk er ánægt og að það hafi ekki getað flutt sig til baka í vörur sem það notaði áður. Það passar við það sem við vitum um vörurnar en við höfum lagt höfuð- áherslu á að viðhalda náttúrulegri tíðni íslensku innihaldsefnanna og bæta engum eitrandi eða hormón- aruglandi efnum í formúlurnar. Það er það sem fólk finnur og finnur hvað húðin breytist og verður góð með þessum hreinu, náttúrulega gefandi efnum,“ segir Guðrún. Nýsköpun í Sandgerði Þangið sem TARAMAR vinnur með kemur frá Símoni í Bláskel úr Breiðafirði og jurtirnar frá Móðir jörð, Hæðarenda í Grímsnesi og Hraundísi í Borgarfirði en flest af þessum svæðum hafa lífræna vottun. Þá er fyrirtækið einnig með mikla nýsköpun í Sandgerði – en hvers vegna þar? „Í starfi mínu á Hafrannsókna- stofnun þá sendi ég oft verkefni inn á þróunarsetrið í Sandgerði fyrir tilstilli Jörundar Svavarssonar, pró- fessors. Þessi verkefni voru undan- tekningarlaust mjög vel unnin. Þegar ég stóð svo frammi fyrir því að finna fólk til að vinna í TARAMAR þá vissi ég af þessum konum sem höfðu unnið á þekkingarsetrinu og vissi að þær væru kjörnar í vinnuna. Í framhaldi af því þá átti ég fund með Sigrúnu Árnadóttur, bæjar- stjóra, hún útvegaði okkur húsnæði og hjálpaði okkur á svo margan hátt. Það má næstum segja að hún sé guð- móðir TARAMAR,“ segir Guðrún og bætir við: „Í framhaldi af þessu kom Eignarhaldsfélag Suðurnesja inn með fyrstu kaup á hlutum og margir þar hafa hjálpað okkur mikið og nefni ég t.d. Friðjón Einarsson sem, á sama hátt og Sigrún, tók okkur upp á sína arma og mætti því segja að hann sé guðfaðir TARAMAR. Síðan þegar Magnús tók við sem bæjarstjóri héldum við áfram mjög góðum tengslum og hann og bæjar- stjórnin hafa hjálpað okkur óendan- lega mikið.“ Guðrún segir að notkun á hráefni frá Suðurnesjum séu í kort- unum hjá TARAMAR en þau verða notuð í nýja vörulínu þeirra sem ber nafnið ICEBLU og er unnin í sam- starfi við VAXA life á Hellisheiði. Ætla sér stóra hluti á erlendum markaði TARMAR er að safna fyrir markaðs- kostnaði til að koma sér á erlendan markað og er með hlutafjárútboð vegna þessa. „Við ætlum okkur mjög stóra hluti á erlenda mark- aðnum enda erum við með vörur sem finnast ekki á þessum mark- aðssvæðum og miðað við mótttök- urnar hér heima þá eru góðar líkur á að okkur verði tekið mjög vel er- lendis. Í raun er eitt af markmiðum okkar að breyta þessum iðnaði sem í dag einkennist af mikilli notkun á ódýrum, manngerðum efnum sem eru slæm fyrir okkur og sum hrein- lega hættuleg,“ segir Guðrún. Til þess að láta það verða að veruleika ætlar fyrirtækið að ráðast í markaðs- herferðir til að ná til erlendu við- skiptavinanna. „Þetta kostar mikla peninga og nú hvetjum við Reykja- ness- og Suðurnesjabúa til að koma í þetta verkefni með okkur og eignast um leið hlut í félaginu okkar en vonir standa til að það muni vaxa hratt í verðmæti á næstu þremur árum. Við stefnum á að TARAMAR vaxi og dafni og veiti stigvaxandi fjölda vinnu á þessu svæði,“ segir Guðrún og bætir við: „Fyrir þá sem vilja skoða þetta þá bendum við á heima- síðuna www.taramar.is/hluthafar. Einnig má bæta við að hluthafar hafa sérstök vildarkjör í netverslun TARAMAR, eða 40–80% afslátt.“ Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Guðrún og Kristberg ásamt starfsfólki TARAMAR. Myndir: Ernir Eyjólfsson, Fréttablaðið Líftæknifyrirtækið TARAMAR sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum og er með nýsköpunarvinnu í Sandgerði. Þá er fyrirtækið með hlutafjárútboð í gangi til að efla þá starfsemi. Húðvörur TARAMAR eiga sér engar líkar en þær byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og lækningajurtum og hafa þann eiginleika að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar. við höfum lagt höfuðáherslu á að viðhalda náttúrulegri tíðni íslensku innihaldsefnanna og bæta engum eitrandi eða hormónaruglandi efnum í formúlurnar ... 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.