Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 16
Mundi Það er engin lognmolla í Grindavík þessa dagana! Æfingabúðir Siglingasambands Íslands 2022 voru haldnar á dögunum í samstarfi við Siglingafélagið Knörr í Reykjanesbæ. Flottur hópur efnilegra kænusiglara tók þátt í búðunum til að æfa sig og bæta siglingafærnina við strendur Reykjanesbæjar. Var m.a. haldin siglingakeppni úti fyrir smábáta- höfninni í Gróf og vöktu kænurnar athygli vegfarenda þar sem þær sigldu meðfram ströndinni. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að var reyndar stafalogn og spegilsléttur hafflöturinn en það eru ekki bestu aðstæður þegar sigla á seglum þöndum. „Siglingafélagið Knörr hóf aftur starfsemi nú í sumar eftir langt hlé og hefur starf þess farið vel af stað,“ segir Ögmundur Erlendsson, formaður Knarrar, og bætti við: „Fullbókað hefur verið á öll siglinganámskeið sem af er sumri og Knörr vill nota tækifærið og þakka Reykjanesbæ fyrir frábæran stuðning við að endurvekja félagið.“ VF-myndir: JPK Kænusiglingar í Keflavík AUGLÝSENDUR TAKIÐ EFTIR! SÍÐASTA BLAÐ FYRIR VERSLUNARMANNAHELGI KEMUR ÚT MIÐVIKU- DAGINN 27. JÚLÍ TRYGGIÐ YKKUR AUGLÝS- INGAPLÁSS TÍMANLEGA! 27. JÚLÍ Miðvikudagur Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP K a p a l v æ ð i n g • H a f n a r g a t a 2 1 • 4 2 1 4 6 8 8 w w w . k v . i s • k v @ k v . i s Fyllsta öryggis er ávallt gætt og hefur Knörr haft gæslubát á láni hjá Brokey (Siglingafélagi Reykjavíkur) til að geta haldið siglinganámskeið í Reykjanesbæ síðastliðinn mánuð. Beðið eftir blænum: Kænusiglarar bíða og vona að hann fari að blása aðeins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.