Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 13
Árleg Skötumessa í Gerðaskóla Árleg Skötumessa verður haldin miðvikudaginn 20. júlí kl. 19:00 í Gerðaskóla. Að venju verður boðið upp á skötu, saltfisk, plokkfisk og tilheyrandi meðlæti. Þá verður einnig skemmtidag- skrá fyrir viðstadda. Markmið Skötumessunnar er að senda út stuðning til samfélags þeirra sem lifa við heilsubresti eða fötlun. Fram koma Dói og Baldur með harmonikkutónlist, Páll Rúnar Pálsson mun syngja ættjarðarlög og Óskar Ívarsson og Davíð Guð- mundsson setja alla í gírinn með Jarli Sigurgeirssyni sem síðar stjórnar brekkusöng á Skötumessu. Auk þess munu ungt tónlistarfólk koma fram, þar á meðal Jón Arnór og Baldur, Sísí og Kristján. Ræðu- maður kvöldsins mun svo bætast við í hópinn á næstu dögum. Verð á viðburðinn er 5.000 krónur og hvetja skipuleggjendur alla þá sem sjá sér fært að mæta að leggja inn á reikning Skötumessunnar: rn. 0142-05-70506, kt. 580711-0650. Tímamót í heil- brigðisþjónustu á Suðurnesjum Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Efling heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Hugsjónir mínar í stjórnmálastarfi miða meðal annars að því að auka lífsgæði íbúa út frá heilsueflingu, forvörnum og auknu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Góð andleg, líkamleg og félagsleg heilsa okkar er drifkraftur framsækis samfélags. Nú hafa stór skref verið stigin á Suðurnesjum á þeirri vegferð með dyggum stuðningi frá stórum hópi fólks. Samtakamátturinn og sam- vinnan skilar okkur árangri þegar allir leggjast á eitt. Heilsugæslan er samkvæmt lögum fyrsti viðkomu- staður okkar í heilbrigðiskerfinu og er þungamiðjan í heilbrigðisþjónustu í hverju samfélagi. Heilsugæsluþjónusta á Suður- nesjum hefur setið eftir undanfarna áratugi og ekki fylgt gríðarlegri íbúa- fjölgun á svæðinu. Það er því afar ánægjulegt og mikilvægt fyrir íbúa Suðurnesja að sjá raunverulegar að- gerðir raungerast. Þjónustusvæði HSS á Suður- nesjum telur um 27.000 íbúa og býr við ansi þröngan húsnæðiskost. Stefnt er á að reisa nýja 1.350 fm2 heilsugæslu á næstu árum í Reykja- nesbæ og hefur lóð undir þá starf- semi verið skilgreind í skipulagi í Innri-Njarðvík. Gert er ráð fyrir því að hún þjóni, sem fyrsti viðkomu- staður, allt að 15.000 íbúum svæð- isins. Fyrsta sjálfstætt starfandi heilsu- gæslustöðin utan höfuðborgar- svæðisins Í síðustu viku voru stigin afar ánægjuleg skref þegar Sjúkratrygg- ingar Íslands auglýstu eftir rek- staraðila fyrir nýja heilsugæslustöð við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Rekstur stöðvarinnar byggir á sambærilegu rekstrarfyrirkomulagi og þekkist á höfuðborgarsvæðinu en fjármögn- unarlíkanið er aðlagað heilsugæslu- þjónustu á landsbyggðinni. Hin nýja heilsugæslustöð mun gefa íbúum svæðisins valkosti sem hingað til hafa aðeins staðið til boða á höfuð- borgarsvæðinu. Heilsugæslustöðin á að geta þjónað allt að 11.000 íbúum og þar með létt undir með HSS sem mun áfram vinna að sínum metn- aðarfullu áformum. Framtíðarsýn sem borgar sig Mikil fólksfjölgun og aukin um- ferð um alþjóðaflugvöllinn kallar á hraðari uppbyggingu á sviði heil- brigðismála á Suðurnesjum. Það er mín framtíðarsýn að á Suðurnesjum verði starfræktar þrjár heilsugæslur auk heilsugæslunnar í Grindavík og að heilsugæslusel verði staðsett bæði í Suðurnesjabæ og Vogum. Með því að auka aðgengi að heilbrigðis- þjónustu á fyrsta stigi dregur úr lík- unum á alvarlegum heilsubresti sem aftur dregur úr kostnaði til lengri tíma. Er ekki bara best að kjósa heil- brigðisþjónustu í heimabyggð? Flóttafólk frá Úkraínu þakkar fyrir sig Miðvikudaginn 13. júlí verður vin- áttudagur Úkraínu/Íslands haldinn að Blikabraut 2 í Reykjanesbæ. Þar mun úkraínskt flóttafólk sem er hér á svæðinu halda smá viðburð og tónleika til að sýna okkur þeirra menningu og þakka Íslendingum fyrir góðvild sína. Sjálfboðaliðar eru búnir að útvega á hoppukastala og unnið er í að út- vega veitingar. Þetta er opinn viðburður en nánari upplýsingar er að finna á Face book-síðu Vina Úkraínu á Suðurnesjum. Mynd frá fjölskyldudegi fyrir flóttafólk sem haldinn var hjá Hjálpræðishernum á Ásbrú fyrir skemmstu. FIMMTUDAGURINN 28. JÚLÍ KL. 19:30 LOGI GUNNARSSON KÖRFUTNATTLEIKSMAÐUR FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST KL. 19:30 HALLA OG HRANNAR Í KAUPMANNAHÖFN FIMMTUDAGURINN 11. ÁGÚST KL. 19:30 HELGI OG GRÉTAR Í RAFHOLTI FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ KL. 19:30 SIGRÚN SÆVARSDÓTTIR-GRIFFITHS TÓNLISTARKONA BROT AF ÞVÍ ALLRA BESTA FRÁ SJÓNVARPI VÍKUR FRÉTTA FRÁ NÝLIÐNUM VETRI OG VORI Algalíf og HS Orka undirrita fimmtán ára samning um raforkukaup Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur undirritað nýjan fimmtán ára samning um kaup á umhverfis- vænni raforku af HS Orku. Með samningnum tryggir Algalíf sér næga, hreina orku vegna yfir- standandi stækkunar fyrirtæk- isins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Algalíf ræktar örþörunga og vinnur úr þeim fæðubótaefnið as- taxanthín. Græn raforka er meðal mikilvægustu aðfanga Algalífs. Sá fyrirsjáanlegi stöðugleiki í orku- verði sem bundinn er í samninginn styrkir því alþjóðlega samkeppnis- stöðu fyrirtækisins til langs tíma. HS Orka er þekkt fyrir afhend- ingaröryggi og umhverfisvæna framleiðslu á raforku úr jarð- varma. Það fellur því einkar vel að umhverfisstefnu Algalífs að gera langtímasamning við HS Orku, en Algalíf leggur mikla áherslu á sjálf- bærni, hreinleika afurða og lág- marks vistspor framleiðsluferla. Framkvæmdir við stækkun verk- smiðjunnar á Ásbrú ganga vel en framleiðslugetan mun þrefaldast og starfsmannafjöldi tvöfaldast úr 40 í 80 þegar framkvæmdum lýkur 2023. Áætlað er að árleg velta fari yfir fimm milljarða króna eftir stækkun og með tryggum að- gangi að raforku er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið verði það stærsta á heimsvísu í framleiðslu á sjálfbæru, náttúrulegu astaxanthíni. Algalíf hefur verið í viðskiptum við HS orku frá því fyrirtækið var stofnað fyrir áratug. Stjórnendur beggja fyrirtækja eru ánægðir með samstarfið hingað til og vænta mikils af samstarfinu næstu árin. Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.