Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 15
Keppnistímabilinu í sundi lokið Sundkonurnar Eva Margrét Falsdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir frá ÍRB hafa nú lokið keppni á stór- mótum erlendis og er því keppnistímabilinu formlega lokið hjá ÍRB. Eva Margrét keppti á Evrópumeistaramóti unglinga í Búkarest í Rúmeníu dagana 5.–10. júlí og þær Katla María og Sunneva Bergmann kepptu á Norður- landamóti æskunnar í Tallinn í Eistlandi dagana 9.–10. júlí. Ein bæting var í þessum verkefnum en það var Katla María Brynjarsdóttir í 200 metra skriðsundi. Besta árangrinum náði Sunneva Bergmann Ásbjörns- dóttir þegar hún hafnaði í fjórða sæti í 400 metra fjórsundi. Sundkonurnar Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, KatlaMaría Brynjarsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Helena Rafnsdóttir fór fyrir Íslandi í sigri á Slóvakíu Njarðvíkingurinn Helana Rafnsdóttir var atkvæðamest í sigri U20 kvenna- liðs Íslands á Slóvakíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Makedóníu, lokatölur 46:50 fyrir Ísland. Slóvakar byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með sex stigum (18:12) en Ísland minnkaði forystu þeirra fjögur stig í öðrum leikhluta (28:24). Þriðji leikhluti var jafn og enn leiddu Slóvakar með fjórum stigum þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst (38:34) en góður endasprettur hjá íslenska landsliðinu tryggði Íslandi fjögurra stiga sigur (46:50). Í liði Íslands var Helena með tíu stig og átta fráköst í leiknum og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir úr Grindavík bætti við níu stigum og tók fimm fráköst. Tap gegn Noregi Liðið mátti þola 57:71 tap fyrir Noregi á mánudag og hefur Ísland því unnið einn leik og tapað einum. Ísland byrjaði ágætlega og leiddi eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 17:15. Noregur snéri leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og hafði sex stiga forystu í hálfleik, 31:37. Eftir það sigldu þær norsku leiknum örugglega í höfn og unnu með fjórtán stigum að lokum. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik þeirra í riðlakeppni. Hulda Björk Ólafsdóttir úr Grindavík hér í baráttunni við Norðmenn en hún var með tíu stig, tók fjögur fráköst og átti fjórar stoðsendingar í leiknum. Helena Rafnsdóttir í leiknum gegn Slóvakíu. Myndir: www.fiba.basketball Stjarna Sveindísar Jane skín skært Sveindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins af UEFA eftir fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna á Englandi. Eftir leikinn var þessi magnaða knattspyrnukona hlaðin lofi á samfélagsmiðlum og mátti sjá marga gullhamra slegna um Keflvíkinginn knáa. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi verið sterkari aðilinn í leiknum þá lyktaði honum með 1:1 jafntefli. Ísland mis- notaði vítaspyrnu eftir um hálftíma leik en komst yfir með skallamarki Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir hornspyrnu snemma í seinni hálfleik (50’). Belgía jafnaði með marki úr víta- spyrnu (67’) og fleiri urðu mörkin ekki. Frekar svekkjandi fyrir Ísland að landa ekki sigri en engu síður góð frammistaða hjá liðinu. Keflvíkingurinn setti heldur betur mark sitt á leikinn í frum- raun sinni á stórmóti þótt ekki hafi henni tekist að skora. Hún sýndi hvers hún er megnug og kom vörn Belga ítrekað í vandræði með hraða sínum og sprengikrafti en auk þess að vera valin maður leiksins mældist Sveindís hröðust allra leikmanna í fyrstu umferð Evrópumótsins, hraði hennar náði 31,7 km/klst. Það er yfir hámarkshraða á flestum götum í heimabæ hennar, Reykjanesbæ. Á þeim stutta tíma sem er liðinn frá því að Sveindís hóf atvinnu- mennsku hefur sprungið út sem knattspyrnukona og virðist eflast dag frá degi, það er eins og henni séu engin takmörk sett. Hún hefur fest sig í sessi í einu besta félagsliði heims og spilar eins og hún sé einn leikreyndasti maður landsliðsins. Í viðtali við Hafliða Breiðfjörð, blaðamann á Fótbolti.net, eftir leikinn gegn Belgum spurði hann hvort hún væri sátt við frammistöðu sína. „Nei, eiginlega ekki. Mér finnst ég alltaf geta gert betur. Ég er ánægð með verðlaunin en við vildum vinna og því er ég ekki ánægð með niður- stöðuna. Það eru tveir leikir eftir og það er ennþá allt opið. Við erum já- kvæðar fyrir næsta leik. 1:1 er ekki svo slæmt, við förum í næsta leik til að taka þrjú stig og gera betur í næsta leik.“ Hafliði spurði Sveindísi að lokum út í færið sem hún bjó sér til eftir mikinn sprett frá eigin vallarhelm- ingi. Svekkjandi að það skildi ekki fara inn? „Ógeðslega svekkjandi auðvitað, hefði mátt nýta þetta betur því þá hefðum við komist í mjög góða stöðu. En svona er þetta bara og ég mun bara skora í næsta leik og bæta upp fyrir þetta.“ Ísland mætir Ítölum í næsta leik sem fer fram á fimmtudag. Það verður spennandi [og kæmi ekki á óvart] að sjá hvort Sveindís standi ekki við stóru orðin og skori í sigri Íslands. Sveindís var ekki sátt við jafnteflið þrátt fyrir að hafa verið valin maður leiksins. Mynd af Facebook-síðunni Icelandic Football League Berghólabraut 7 | Endurnýjun þakklæðningar Verkfræðistofa Suðurnesja ehf, fyrir hönd Kölku sorpeyðingarstöðvar sf., óskar eftir tilboðum í verkið: „Kalka Berghólabraut 7 - Þakklæðning“. Verkið felst í að endurnýja þakklæðningu á húsi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf., að Berghólabraut 7 Reykjanesbæ, ásamt tilheyrandi undirbúnings- og frágangsvinnu. Helstu magntölur og stærðir eru eftirfarandi: Rif á núverandi þakklæðningu 1.670 m2 Rif og förgun á flasningum 260 m Ný þakklæðning TP 46,0,65 1.670 m2 Nýjar flasningar 260 m Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2022. Útboðsgögn (rafræn eingöngu) verða send með tölvupósti á þá er senda ósk um afhendingu útboðsgagna með tölvupósti á vs@vss.is. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Suðurnesja, Víkurbraut 13 Reykjanesbæ, miðvikudaginn 25. júlí n. k., kl. 11:00, að viðstöddum þeim er þess óska. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.