Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.07.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Sjávarútvegur stórefldur eftir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík Samkomulag hefur náðst um að Síldarvinnslan hf. kaupi allt hlutafé í Vísi hf. í Grindavík sem verður greitt með hlutabréfum í Síldar- vinnslunni hf. Með viðskiptunum verður Vísisfjölskyldan meðal kjöl- festufjárfesta í Síldarvinnslunni hf. og stefnt er að því að stórefla sjáv- arútveg á svæðinu. Kaupverð hluta- fjár er 20 milljarðar króna, vaxta- berandi skuldir um 11 milljarðar og samtals nema því viðskiptin um 31 milljarði króna. Í kjölfar viðskiptanna verða höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. hjá Vísi hf. í Grindavík og Pétur Hafsteinn Pálsson verður áfram framkvæmdastjóri Vísis. Kaupin eru háð samþykki hluthafafundar Síldarvinnslunnar hf. og Sam- keppniseftirlitsins. Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf., segir: „Við hjá Vísi sjáum mikil tækifæri í þessum viðskiptum fyrir Grindavík og Reykjanes í heild og erum þess fullviss að forsendur þess að byggja upp bolfiskvinnsluna í Grindavík eru réttar og munu standast tímans tönn. Við höfum alltaf verið og erum afar stolt af starfsfólki Vísis sem fær með þessu frekari tækifæri til þess að takast á við enn öflugri atvinnu- sköpun í Grindavík. Þessi atriði gera þessa stóru ákvörðun okkar léttari.“ Styrkari stoðir og tækifæri til framtíðar Seljendur og kaupendur eru sam- mála um að með þessum viðskiptum sé verið að styrkja stöðu beggja fé- laga til framtíðar og Vísir hf. verður rekið sem dótturfélag og mun starf- semin í Grindavík verða öflugri og ýta undir samkeppnishæfni og sjálf- bærni til lengri tíma í sátt við um- hverfið. Þá mun alþjóðlegt sölu- og markaðsstarf félaganna eflast. Vísir hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi og starfsfólk og stjórn- endur félagsins búa yfir mikilli þekk- ingu og reynslu á bolfiskvinnslu. þar sem áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Á fisk- veiðiárinu 2022–2023 eru væntar aflaheimildir félagsins um 15 þúsund þorskígildistonn. Ársverk á síðasta ári voru um 250. Ársveltan var rúm- lega 10 milljarðar króna og hagnaður ársins liðlega 800 milljónir króna. Síldarvinnslan hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og er helsti framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og eru hlut- hafar hátt í fimm þúsund talsins. Á síðasta ári voru ársverk samtals um 360. Á fiskveiðiárinu 2022-2023 eru væntar aflaheimildir samstæð- unnar liðlega 36 þúsund þorskígildis- tonn. Ársveltan 2021 var rúmlega 30 milljarðar króna og hagnaður um 11 milljarðar króna. Síldarvinnslan hf., líkt og Vísir hf., leggur áherslu á hagkvæma og sjálf- bæra nýtingu sjávarauðlindarinnar, þar sem leitast er við að nota nýj- ustu tækni sem völ er á til veiða og vinnslu í sátt við umhverfið. Með kaupunum mun Síldarvinnslan hf. styrkja bolfiskhluta félagsins veru- lega. Uppbygging í sjávarútvegi á svæðinu Aðspurður segir Pétur að „það er ekki bara bolfiskvinnslan sem mun aukast, fiskeldi hafi stóreflst á Ís- landi undanfarin ár og allar spár sýna að framtíðin liggi í auknu fisk- eldi. Á komandi árum er fyrirhuguð mikil uppbygging fiskeldis á landi á svæðinu og munu þau áform skapa margvísleg tækifæri í rekstri fyrir- tækisins í Grindavík. Þar mun sam- einuð þekking og reynsla nýtast afar vel til þess að sækja fram og skapa ný störf í samfélaginu. Þá munu við- skiptin styðja enn frekar við hraðari uppbyggingu tækni-og iðnfyrirtækja í Grindavík, sem þjónusta veiðar, vinnslu og eldi“. Þá bendir Pétur einnig á að „nauð- synlegt sé að innviðir byggist hratt upp svo hægt sé að þjónusta sívax- andi sjávarútveg á svæðinu, þar með talið hafnarmannvirki. Þar þurfi að bregðast hratt við svo Grindavík geti leikið þar lykilhlutverk fyrir Suður- land“. Nýjasta skipið í flota Vísis hf. í Grindavík er Jóhanna Gísladóttir GK 357 sem kom til hafnar í Grindavík í október síðastliðnum. Jóhanna var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og er 36 metrar að lengd og breiddin er 10,5 metrar. Við hjá Vísi sjáum mikil tækifæri í þessum viðskiptum fyrir Grindavík og Reykjanes í heild og erum þess fullviss að forsendur þess að byggja upp bolfiskvinnsluna í Grindavík eru réttar og munu standast tímans tönn ... Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson „Við viljum halda starfseminni áfram hér í Grindavík.“ – segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Eflaust brá mörgum Grindvíkingnum í brún þegar það spurðist út að Vísisfjölskyldan hafi skipt á hluta- bréfum Vísis, á hlutabréfum í Síldarvinnslunni á Nes- kaupsstað. Margir horfðu eflaust á Verbúðina í vetur og þar sást hvernig byggð var skilin eftir í rústum eftir að sjávarútvegsfyrirtæki bæjarins var selt norður á Akureyri. Víkurfréttir settust niður með framkvæmdastjóra Vísis, Pétri Hafsteini Pálssyni, og eftir það spjall er deginum ljósara að Grindvíkingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Pétur: „Við höfum farið í tvær sameiningarpælingar sem gengu ekki upp en tími fjölskyldufyrirtækja er bara viss langur og við vorum komin á þann tímapunkt að þurfa huga að næstu skrefum. Þá eru ýmsar leiðir færar; skrá félagið á markað, sameinast, selja allan kvótann og eignir o.s.frv., en okkar stærsta mál var að tryggja að starfsemin myndi halda áfram hér í Grindavík. Við hefðum getað fengið miklu hærra kaupverð en eins og ég segi, okkur var mjög mikilvægt að halda starfseminni áfram hér í Grindavík.“ Svo kom óvænt tilboð „Fyrir tveimur vikum barst okkur svo tilboð sem var þannig að við ákváðum að skoða það. Tilboðið var mjög sanngjarnt en það byggði á rekstrarvirði og þ.a.l. gátum við gert þá kröfu að starfsemin myndi ekki raskast í okkar heimabyggð. Þarna reynir auðvitað á trúverðugleika en við þekkjum vel til stjórnenda Síldar- vinnslunnar og ríkir algert traust á milli aðila. Stjórn- endur þess fyrirtækis hafa séð uppganginn í okkar landvinnslu en frystihúsið okkar er með því betra sem gerist hér á landi í þeim efnum, þeir sáu sér leik á borði og nálguðust okkur. Það eru ekki nema tvær vikur síðan þetta kom upp, sem sýnir kannski samstarfsviljann hjá báðum aðilum.“ Eflaust eru margir smeykir um svona loforð um að halda starfseminni gangandi í viðkomandi bæjar- félagi. „Það tryggir auðvitað ekkert svona rekstur nema varanlegar forsendur til hans. Þá kemur þrennt til en staðsetning Vísis er einkar hagkvæm þegar horft er til útflutnings, við erum stutt frá löndunarhöfn og al- þjóðlegum flugvelli, númer tvö að við höfum nú þegar fjárfest mjög vel í tækjakosti við landvinnsluna og síðast en ekki síst búum við yfir gífurlegum mann- auði. Sú breyting hefur orðið á undanförnum árum að fyrirtækið er ekki að útvega þessu frábæra starfsfólki vinnu, heldur er starfsfólkið að skapa fyrirtækinu afl með reynslu sinni og þekkingu. Þarna hefur orðið mikil breyting á síðustu árum.“ Stækkunarmöguleikar eru miklir með þessari sam- einingu. „Kvótastaða samstæðu Síldarvinnslunnar verður gríð- arlega sterk en bæði á Síldarvinnslan mikinn bolfisk- kvóta en einnig uppsjávarkvóta. Þar höfum við hvergi komið nálægt og því er þetta spennandi fyrir okkur líka. Eins hefur Síldarvinnslan verið að hasla sér völl í fisk- eldi og það er sömuleiðis nýtt fyrir okkur en við getum afkastað miklu meiru í vinnsluhúsunum okkar og lítum þessa breytingu því mjög björtum augum.“ Verða einhverjar breytingar? „Nei, það mun nákvæmlega ekkert breytast við þessi viðskipti nema við munum bara styrkjast og eflast. Allt okkar starfsfólk heldur áfram, ég mun áfram gegna stöðu framkvæmdastjóra hér í Grindavík og eini munurinn að Vísir hf. verður dótturfélag Síldar- vinnslunnar. Vísir hf. hefur alltaf stutt myndarlega við bakið á íþróttalífinu í Grindavík og menningunni og það verður engin breyting á því.“ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.