Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 1
PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA
studlaberg.is // 420-4000
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
HÁMARKAÐU
VIRÐI ÞINNAR
FASTEIGNAR
F Á Ð U T I L B O Ð
Í S Ö L U F E R L I Ð
F R Í L J Ó S M Y N D U N
O G F A S T E I G N A S A L I
S Ý N I R A L LA R E I G N I R
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
Nýverið fannst mygla í tveimur rýmum í Öspinni við Njarðvíkurskóla.
Rýmunum var lokað og unnið var að viðgerð á meðan vetrarfrí skólanna
stóð yfir undir lok október. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ
var unnið eftir þekktu verklagi sem gefið er út af verkfræðistofu og verk-
fræðistofa var ráðgjafi bæjarins við viðgerðir á húsnæðinu en m.a. þurfti
að fjarlægja skemmt byggingarefni.
Þremur rýmum í Holtaskóla var
lokað vegna myglu. Kjarnasýni hafa
verið tekin og niðurstöður þeirra
eru til skoðunar hjá Reykjanesbæ
og framhaldið verður ákveðið út frá
þeim niðurstöðum. Verkefnastjóri
frá verkfræðistofu heldur utan um
málið en eins og í Öspinni er unnið
eftir þekktu verklagi við úrvinnslu.
Í Háaleitisskóla á Ásbrú er verið
að skoða rými með tilliti til myglu.
Þegar skoðun Reykjanesbæjar er
lokið verður kallað eftir sýnatöku frá
viðurkenndum aðilum ef þurfa þykir.
Í svari Reykjanesbæjar við fyrir-
spurn Víkurfrétta segir að brugðist
er við þegar ábendingar um slæma
innivist berast. Farið er á staðinn
og rýmið og/eða húsnæðið skoðað.
Ef eitthvað bendir til frávika þá er
verkfræðistofa kölluð til. Þeir sem
sérfræðingar leiða svo bæjaryfirvöld
svo áfram. Tekin eru sýni, hvort sem
um ryk- eða kjarnasýni er að ræða.
Framhaldið er unnið eftir að niður-
stöður úr sýnum liggja fyrir og alltaf
unnið í samráði við skólastjórnendur
og/eða forstöðumenn.
– í Öspinni og Holtaskóla. Skoða rými í Háaleitisskóla á Ásbrú með tilliti til myglu.
BRUGÐIST VIÐ MYGLU
SKÓLASLIT 2: DAUÐ VIÐVÖRUN er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrar-
upplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Verkefninu lauk nú á mánudaginn
en á meðan því stóð hafa nemendur í þeim skólum sem þátt tóku unnið að ýmsum verkefnum tengdum sögunni. Nemendur Myllubakkaskóla gáfu meðal annars
út fréttablaðið FRÉTTASLIT. Nánar um Skólaslit og hrollvekjandi október í blaðinu í dag. VF-MYND: THELMA HRUND HERMANNSDÓTTIR
Risastór frétt!
Opnunartími
Hringbraut:
Allan sólarhringinn
Opnunartími
Tjarnabraut:
08.00 - 23.30 Virka daga
09.00 - 23.30 Helgar
FLJÓTLEGT OG GOTT!
Doritos
Double Pepperóní
og Triple Cheese Pizza
170 g
Barebells próteinstykki
Saltkaramellu
Monster
Ultra White og Ultra Gold
500 ml
279
kr/stk
áður
399 kr
43%
30%
53%
NÝTT
198
kr/pk
áður
429 kr
199
kr/stk
áður
349 kr
Kvikmyndaleikkonan Jodie Foster verður með annan fótinn í upphafi
aðventu í Keflavík við tökur á fjórðu þáttaröð lögregluþáttanna True
Detective. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkani sögunnar hér á landi.
Tökur verða á kránni Paddy’s á Hafnargötu í Keflavík og einnig í heimahúsi
við Sunnubraut þar sem risastórt grenitré og heitur pottur smellpössuðu inn
í handritið. Við bætast loftlínur í ljósastaura, jólaljós og fleira. Þættirnir eiga að
gerast í Alaska en tökur stóðu yfir á Vatnsleysuströnd í síðustu viku. Meira á bls. 2.
Foster á Paddy's og í heitum potti í Keflavík
Miðvikudagur 2. nóveMber 2022 // 41. tbl. // 43. árg.