Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 23
staðan leyfir okkur,“ segir hann og
heldur áfram.
„Knattspyrna er frekar plássfrek
íþróttagrein, það þarf marga fer-
metra undir hana, þess vegna er
íþróttaaðstaða skipulagsmál. Þú
verður að taka frá pláss fyrir þetta.
Árið 1956 tók Keflavíkurbær þetta
svæði sem við erum á núna frá fyrir
Keflavík. Hér höfum við átt heima
og eigum heima enn í dag og erum
að tala saman hér á okkar félags-
svæði. Það þjónar þessu nágrenni
hér, allir komast á æfingu á korteri
á hjóli. Svo eru Njarðvíkinga hér
skammt undan og um þeirra svæði
er svipaða sögu að segja, það þjónar
þeirra félagssvæði. Hvorki Keflavík
né Ytri-Njarðvík eru að fara að
stækka neitt að ráði í framtíðinni.
Hvaða svæði eru að stækka í dag?
Það eru bæjarhlutarnir Ásbrú, þar
sem er gríðarlegir uppbyggingar-
möguleikar, og Innri-Njarðvík sem
er að stækka og stækka. Hvar er
gert ráð fyrir íþróttaaðstöðu fyrir
iðkendur á þessu svæði? Hún er
ekki til staðar. Þau börn sem búa í
þessum bæjarhlutum og hafa áhuga
á að stunda knattspyrnu þurfa að
ferðast um á hjóli eða í strætó í um
hálftíma til þess að komast á knatt-
spyrnuæfingu. Það er hvergi gert ráð
fyrir æfingasvæðum til knattspyrnu-
iðkunar í þessum bæjarhlutum, þá er
ég að tala um að það þarf meira en
bara völl. Það þarf búningsaðstöðu,
salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir fólkið
sem vinnur þar og helst eitthvað
húsnæði fyrir félagsandann. Það
er eins og það hafi orðið útundan
í skipulagi Reykjanesbæjar og það
gagnrýni ég.“
Við gerð aðalskipulags Reykja-
nesbæjar, sem er mikilvægasta
skipulagsplaggið til að taka frá
pláss fyrir þá hluti samfélagsins
sem við viljum hafa í því, s.s. íbúa-
byggð, skóla, sundlaugar, verslanir,
þjónustu, vegi og íþróttasvæði.
Þar eru þær ákvarðanir teknar en
þar virðist hafa gleymst að gera
ráð fyrir íþróttastarfsemi í Innri-
Njarðvík og á Ásbrú.
„Þegar ég byrjaði í stjórn hér þá
var auglýst að verið væri að und-
irbúa endurskoðun skipulagsins.
Þá benti ég á þetta atriði en fékk
engin viðbrögð. Þegar koma að
næsta áfanga aðalskipulagsins var
aftur gefið tækifæri til að koma með
umsagnir og ég ég kom aftur með
þetta sama atriði, að það vantaði
að gera ráð fyrir íþróttasvæðum í
Innri-Njarðvík og á Ásbrú. Engin
viðbrögð. Ég held að ég hafi bent á
þetta í þriðja sinn við lokavinnslu
skipulagsins en án árangurs. Ég
talaði við bæjarstjórann, ég talaði
við formann skipulagsnefndar –
enginn áhugi á þessu og mér finnst
það bara vera alvarlegt mál. Það
veitti þessu enginn athygli, ekki
einu sinni stjórnarandstaðan, eða
minni hlutinn. Það er ekki gert ráð
fyrir neinu knattspyrnusvæði á
þessum stöðum og einu svörin sem
ég hef fengið er að það sé verið að
stefna á eitt aðalíþróttasvæði við
Reykjaneshöllina – en við erum
með íþróttasvæði þar. Til hvers að
byggja upp nýtt þegar við erum
með þetta? Þegar við erum að tala
um uppbyggingu eigum við að tala
um innri kjarna félaganna og getu
þeirra til að stunda starfið innan
frá. Til þess þarf aðstöðu úti í hverf-
unum en ekki eina sameiginlega að-
stöðu. Það getur endað með því að
við verðum með fjögur íþróttafélög
í bænum en hver er framtíðarsýnin í
uppbyggingu íþróttamannvirkja? Er
hún bara að búa til aðalleikvang við
Reykjaneshöllina og að allir þurfi að
ferðast þær vegalengdir sem þarf til
að fara á æfingar? Það er ekki góð
framtíðarsýn að mínu mati.“
Verum stolt af því sem við
leggjum til samfélagsins okkar
Við vendum nú okkar kvæði í kross
og ræðum árangur Keflavíkur í
sumar en Keflavík teflir fram liðum
í Bestu deildum karla og kvenna í
knattspyrnu. Sigurður hefur verið
við stjórnvölinn síðustu fimm ár
hjá knattspyrnudeild Keflavíkur
en hann mun láta af formennsku á
næsta aðalfundi.
„Knattspyrna á Íslandi er á
mörkum þess að vera fjárhagslega
rekstrarhæf. Hún er rekstrarhæf
með framlagi frá sveitarfélagi, fyrir-
tækjum og einstaklingum. Það þarf
meira til en einungis vinnuframlag
sjálfboðaliða. Það verða allir miklir
Keflvíkingar þegar vel gengur ... og
þeim fjölgar þegar þannig er.“
Árangur Keflvíkinga í ár fór fram
úr björtustu vonum og spádómum
flestra en báðum liðum hafði verið
spáð falli. Keflavík hafnaði í átt-
unda sæti Bestu deildar kvenna
og svo má leika sér að því í hvaða
sæti liðið endaði í Bestu deild karla.
Ef stigin eru talin varð Keflavík í
fimmta sæti – eða hafnaði Keflavík
í sjöunda sæti fyrir að vinna neðri
hlutann.
„Allra stærst er að Keflavík er
klúbburinn,“ segir Sigurður að
lokum. „Keflavík er klúbburinn
sem hjálpar ungu fólki að búa sér
til drauma, vinna að þeim og láta
þá rætast. Í ár urðu leikmenn frá
okkur atvinnumenn, aðrir komust í
landslið, þar á meðal A-landslið, eða
unnu aðra sigra. Við eigum að líta
keik á okkur og vera stolt af því sem
við erum að leggja til samfélagsins
okkar.“
Ég skil fullkomlega þegar leik-
mennirnir okkar vilja taka skref upp
á við og fara í atvinnumennsku til
útlanda. Ég skil líka vel ef leikmenn
vilja stíga niður fyrir sig, minnka við
sig og fara til neðrideildarliða. Það
er mikið álag sem fylgir því að spila
í efstu deild. Ég á hins vegar mjög
erfitt með að skilja þegar leikmenn
vilja stíga til hliðar og fara að leika
með öðrum liðum í sömu deild, sem
ekki er víst að gangi jafn vel og okkur
né heldur hvort þeir fái sömu tæki-
færi þar og þeir hafa fengið með
okkar liði.
SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR STARF
SÉRFRÆÐINGS Í BARNAVERND
Suðurnesjabær auglýsir eftir sérfræðing í barnavernd í 100% stöðu mála-
stjóra. Suðurnesjabær er næststærsta sveitafélagið á Suðurnesjum
með rúmlega 3900 íbúa. Þjónustusvæði félagsþjónustunnar telur um
5.000 íbúa en félagsþjónustan sinnir einnig sveitarfélaginu Vogum.
Barnavernd Suðurnesjabæjar sinnir þjónustu við fylgdarlaus börn og
öðrum verkefnum er tengjast alþjóðaflugvellinum í Leifsstöð.
Helstu verkefni og ábyrgð
■ Vinnsla barnaverndarmála
■ Vinnsla við málaflokk fylgdarlausra
barna
■ Ráðgjöf við foreldra og börn
■ Teymisvinna og málastjórn í
samþættingu þjónustu
■ Samtarf við leik- og grunnskóla og
aðrar stofnanir er tengjast börnum
■ Sinna bakvöktum
Menntunar- og hæfniskröfur
■ Félagsráðgjöf eða sambærileg
háskólamenntun sem nýtist í starfi
■ Reynsla af starfi barnaverndar
■ Mjög góð tölvufærni
■ Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
■ Lipurð í mannlegum samskiptum,
jákvætt viðhorf og geta til að vinna
undir álagi
■ Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti,
á ensku og íslensku
■ Bílpróf er skilyrði
■ Hreint sakavottorð
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi.
Umsjón með starfinu hefur María Rós Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu.
Netfang mariaros@sudurnesjabaer.is
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Umsóknarfrestur er til og með 14.11.2022
Keflavík er
klúbburinn sem
hjálpar ungu fólki að
búa sér ti l drauma,
vinna að þeim og
láta þá rætast . . .
Magnús Þór Magnússon, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, lyftir hér Forsetabikarnum sem
Keflavík vann fyrst liða eftir sigur í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Viðurkenningar á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur
Viðurkenningar fyrir 50 leiki:
Adam Ægir Pálsson, Helgi Þór Jónsson, Ígnacio Heras
Anglada, Josep Arthur Gibbs, Kian Paul James Williams,
Rúnar Þór Sigurgeirsson og Sindri Snær Magnússon.
Viðurkenningar fyrir 100 leiki
Magnús Þór Magnússon
Viðurkenningar fyrir 150 leiki
Kristrún Ýr Hólm
Sindri Kristinn Ólafsson
Gullskór meistaraflokks kvenna:
Ana Paula Santos, fimm mörk
Gullskór meistaraflokks karla:
Patrik Johannesen
tíu mörk í deild og eitt í bikar
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna:
Samantha Leshnak Murphy
Besti leikmaður meistaraflokks karla:
Ígnacio Heras Anglada
vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 23