Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Kvikmyndaleikkonan Jodie Foster
verður með annan fótinn í upp-
hafi aðventu í Keflavík við tökur á
fjórðu þáttaröð lögregluþáttanna
True Detective.
Tökur verða á kránni Paddy’s við
Hafnargötu í Keflavík og einnig í
heimahúsi við Sunnubraut. Þætt-
irnir eiga að gerast í Alaska en tökur
stóðu yfir á Vatnsleysuströnd í síð-
ustu viku. Þar var mikill floti, tæki og
mannskapur, en íslenska kvikmynda-
fyrirtækinu True North er meðfram-
leiðandi með stórfyrirtækinu HBO.
Tökur fara fram í Reykjanesbæ
28. nóvember til 2. desember. Sam-
kvæmt heimildum Víkurfrétta hefur
kráin Paddy’s verið leigð til verk-
efnisins í nokkrar vikur. Staðnum
verður breytt að einhverju leyti, m.a.
verður hann allur málaður gulur að
innan. Tökurnar munu hafa áhrif á
opnunartíma verslana og fyrirtækja
í næsta nágrenni og munu einhverjar
verslanir þurfa að hafa lokað á töku-
degi. Þá mun þetta hafa áhrif á langa
jólaopnun verslana við Hafnargötu
og henni frestað um nokkra daga.
Kvikmyndatökur á Sunnubraut
verða í þrjá daga og myndað frá kl.
14 og fram á kvöld. Lagður verður líf-
rænn gervisnjór yfir hluta götunnar,
aðallega fyrir framan húsið sem
leigt hefur verið til verkefnisins. Þar
mun risavaxið grenitré í næsta garði
ásamt heitum potti í bakgarðinum
hafa uppfyllt allar helstu óskir fram-
leiðenda fyrir tökurnar en þeir hafa
einnig leigt meira húsnæði í götunni.
Þá fá næstu hús og umhverfi skreyt-
ingu eða „andlitslyftingu“, m.a. verða
loftlínur settar á milli ljósastaura,
allt til að líkjast umhverfi svipaðrar
götu í Alaska. Leikmunadeild True
North hefur verið í sambandi við
íbúa götunnar við undirbúning en
hluti skrauts verða jólaljós á trjám
og í gluggum.
Leifur Dagfinnsson, framkvæda-
stjóri True North segist ekki geta
tjáð sig um verkefnið að svo stöddu
en er afar þakklátur fyrir velvilja,
skilning og samstarfsvilja sem íbúar
hafa sýnt verkefninu.
Þetta er stærsta kvikmyndaverk-
efni sem samið hefur verið um á Ís-
landi. Vinnsla og tökur munu taka
níu mánuði
og er talið
að það muni
skila um níu
milljörðum
k ró n a t i l
samfélagsins hér á landi
Þetta er fjórða þáttaröð True De-
tective og ber undirtitilinn Night
Country. Hin heimsþekkta Jodie
Foster ásamt leikkonunni Kali Reis
fara með aðalhlutverkin en þær leika
rannsóknarlögreglumenn. Þætt-
irnir eiga að gerast í Ennis í Alaska
í Bandaríkjunum. Foster og Reis fá
það verkefni að rannsaka dularfullt
hvarf sex manna frá norðurskauts-
rannsóknarstöð.
Fyrsta þáttaröðin var frumsýnd
árið 2014 og þar voru Matthew
McConaughey og Woody Harrelson
í aðalhlutverkum. Þættirnir vöktu
mikla athygli og fengu jákvæða
umfjöllun á sínum tíma. Höfundur
þeirra Nic Pizzolatto fékk afar góða
dóma.
Rúv greindi frá því í sumar að
hann verði einn aðalframleiðenda
nýju raðarinnar ásamt leikstjóranum
Cary Fukunaga, framleiðandanum
Barry Jenkins og þeim Foster, Har-
relson og McConaughey.
Jodie Foster í keflavík á aðventu
Hluti af tökum á fjórðu sjónvarpsþáttaröð lögregluþáttanna True Detective verða í Keflavík. Hafa
leigt krá á Hafnargötu og hús við Sunnubraut fyrir tökurnar. Lokanir í verslunum á tökudögum.
Alicia Christian „Jodie“ Foster er
bandarísk leikkona, leikstjóri og
kvikmyndaframleiðandi. Hún hefur
hlotið tvenn Óskarsverðlaun, þrenn
BAFTA-kvikmyndaverðlaun, tvenn
Golden Globe-verðlaun og Golden
Globe Cecil B. DeMille-verðlaunin.
Foster vakti fyrst mikla athygli eftir
leik sinn í The Taxi driver 1976, að-
eins fjórtán ára gömul. Frægðarsól
hennar náði hæstu hæðum eftir
leik hennar í The Silence of the
Lambs árið 1991 þar sem hún lék
aðalhlutverkið í mögnuðum kvik-
myndum á móti Anthony Hopkins.
Foster verður 60 ára 19. nóvember
og mun því fagna stórafmælinu
sínu á Íslandi
Fagnar stórafmæli á Íslandi
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Séð yfir tökusvæðið á Hafnargötu í Keflavík.
Paddy's kráin fyrir miðri mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi
Tökur á True Detective voru á Vatnsleysuströnd. Séð yfir hluta Sunnubrautar í Keflavík þar sem tökur
verða í þrjá daga í desember. VF-mynd: Hilmar Bragi
Paddy's kráin á Hafnargötu fær
andlitslyftingu en þar verða tökur
um mánaðarmótin. VF-myndir/pket
2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM