Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 10
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl 15:00 verður sagnastund í safnahúsinu við Garðskagavita, á veitingahúsinu Röstinni á 2. hæð. Egill Þórðarson loftskeyta- maður segir frá varðskipinu Óðni. Hópur fyrrum áhafnarmanna og annarra áhugasamra hafa unnið ómælt við að halda skipinu sigl- ingahæfu og er því siglt við há- tíðleg tækifæri. Áhugasamir eru hvattir til að mæta, en mæting gæti verið mæling á hvort fleiri slíkar stundir verði í vetur. Veit- ingahúsið verður opið. Áhugahópur um sagnastund á Garðskaga Nemendur í 6. bekk ÞT í Gerðaskóla fengu frábæra heimsókn frá Magnúsi Orra, Magga klipp, sem er einn af þáttastjórnendum þáttanna Með okkar augum sem sýndir eru á RÚV. Bekkurinn hefur horft á alla þættina og unnið verkefni tengdum þeim. „Mesta spennan var svo að bjóða Magnúsi í heimsókn og spyrja hann spurninga sem börnin sömdu. Búið að vera frábært verkefni að vinna með þessa þætti sem hafa kennt okkur svo mikið,“ segir á vef Gerðaskóla í Garði, þar sem Magnúsi Orra eru færðar þakkir fyrir heim- sóknina. Miklar umræður sköpuðust um fyr- irhugaða lokun leikskóla í Suður- nesjabæ milli jóla og nýárs á síðasta fundi fræðsluráðs Suðurnesjabæjar. Þar lagði Úrsula María Guðjóns- dóttir, formaður fræðsluráðs, fram minnisblað frá Bryndísi Guðmunds- dóttur, deildarstjóra fræðsluþjón- ustu, um lokun leikskóla á milli jóla og nýárs. Málinu var vísað áfram til bæjarráðs. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn um Aðalskipulag Suðurnesjabæjar og gerir ekki at- hugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst. Þetta kom fram á síðasta fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar. Á sama fundi var lagt fram minnis- blað Verkís um uppfærslu á aðal- skipulagsgögnum eftir athugun Skipulagsstofnunar og uppfærð aðalskipulagstillaga. Lagt er til að bæjarstjórn sam- þykki að tillaga að aðalskipulagi og umhverfismatsskýrsla hennar verði auglýst. Eldvarnaeftirlit Brunavarna Suðurnesja hefur til skoðunar frágang á lóð fyrirtækis við Skála- reykjaveg í Garði. Jón Guðlaugsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Suðurnesja, staðfestir þetta í samtali við Víkurfréttir. Jón segir að við skoðun á aðstæðum hjá fyrir- tækinu hafi einnig komið í ljós að fólk hafi gistiað- stöðu í húsnæðinu. Íbúar í nálægu íbúðahverfi hafa í samtali við Víkurfréttir lýst áhyggjum af aðstæðum við Skál- areykjaveg. Þeir hafa áhyggjur af því að ef eldur verður laus við húsið sé þar mikill eldsmatur. Nokkur fyrirtæki virðast hafa þar starfsemi. Fjöldi bíla er geymdur í gerði við húsið. Þá eru stórar stæður af plastkerjum og vörubrettum við húsið. Meðal annars eru kör og bretti þétt upp við húsið á baklóð en það er illa séð með tilliti til eld- varna. Þar er aðgengi fyrir slökkvilið einnig erfitt. Þær upplýsingar hafa fengist frá Suðurnesjabæ að þar hafi framkvæmda- og skipulagsráð bæjarins tekið frágang á lóð fyrirtækisins til óformlegrar umræðu og skipulags- og byggingarfulltrúi Suður- nesjabæjar hefur verið beðinn um að skoða að- stæður. SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Horft yfir húsnæðið og umhverfi þess við Skálareykjaveg í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Nágrannar hafa áhyggjur og eld- varnaeftirlit kannar aðstæður Bæjarráð Suður- nesjabæjar afgreiði lokun leikskóla Sagnastund á Garðskaga Maggi klipp heimsótti sjöttubekkinga í Garði Magnús Orri ásamt nemendum í 6. ÞT í Gerðaskóla. Fjölskyldan í Árbæ við Garðbraut í Garði leggur mikinn metnað í skreytingar fyrir Halloween eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Fleiri myndir má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Í grunnskólum Suðurnesjabæjar eru 561 nemandi og í leikskólum eru 200 börn m.v. tölur í ágúst/ september 2022. Þetta kom fram í gögnum sem Bryndís Guðmunds- dóttir, deildarstjóri, kynnti á síð- asta fundi fræðsluráðs Suðurnesja- bæjar þegar hún fór yfir upphaf skólaárs í leik- og grunnskólum. Fjöldi kennara í báðum grunn- skólunum er 70 og þar af eru 48 með kennsluréttindi, eða 69%. Í leik- skólum eru 57 kennarar og þar af tíu með kennsluréttindi, eða um 18%. 69% með kennsluréttindi í grunnskólum en 18% í leikskólum Gera ekki athugasemd við að Aðalskipulag Suðurnesjabæjar verði auglýst Alvöru metnaður! 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.