Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 22
„Keflavík gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu,“ segir Sigurður þar sem við stöndum á skrif-
stofu félagsins við Sunnubraut og horfum yfir keppnissvæðið. „Hér er mikið og gott sjálfboðaliða-
starf unnið og það þarf til að láta hlutina ganga upp.
Mörgum sinnum hefur nánast verið
búið að knésetja félagið fjárhagslega,
eða það fallið með stæl eins og 2018.
Allskonar mistök hafa átt sér stað en
það má ekki drepa eldmóðinn og það
sem er verið að gera í sjálfboðaliða-
starfinu; það er ekki bara við stjórnin
heldur allir í félaginu og hjartað í
stuðningsmönnunum.
Stuðningsmenn ætlast til meira og
þessi spenna þarf að vera til staðar –
svo er annað mál hverju við höfum
ráð á. Okkar starf er að sníða stakk
eftir vexti eða biðja um að stækka
stakkinn.
Þeir sem styðja okkur fjárhagslega,
sveitarfélagið og stuðningsaðilar,
þeir þurfa að styðja betur við okkur
– stakkurinn þarf að vera stærri ef
við ætlum að komast lengra í efstu
deild.“
Finnst þér framlag bæjarins til
deildarinnar þurfi að vera meira?
„Það er svolítið erfitt að tala um
framlag bæjarins því þetta eru okkar
skattpeningar sem verið er að ráð-
stafa, þá finnst mér að framlag
bæjarins mætti vera meira í takt
við framlag íþróttafélagsins til sam-
félagsins. Það mætti vera meira sam-
ræmi í því sem íþróttafélögin veita
bænum og sem bærinn veitir íþrótta-
félögunum.
Að hverju stefnum við sem bæjar-
félag? Við stefnum að því að búa
til betri bæ og betri bær verður til
með betra fólki. Og hvernig verður
betra fólk til? Það verður til með
góðu uppeldi, menntun og að hafa
eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni.
Heilsuefling er annað sem íþrótta-
félögin standa fyrir,“ segir Sigurður
en honum finnst þáttur íþróttafélaga
í uppeldisstarfi vera of lítils metinn
til samanburðar við það sem er lagt
t.d. til fræðslumála sveitarfélagsins.
„Þegar ég tala um að það mætti
vera meira samræmi þá skal ég taka
dæmi um það. Fræðslusvið sveitar-
félagsins tekur langstærsta skerfinn
af þessu almannafé og ef þú berð það
saman við framlagið sem íþrótta-
félögin eru að fá þá eru hlutföllin
einn á móti tuttugu, þrjátíu. Allavega
er það gígantískur munur á því sem
sveitarfélagið leggur til fræðslumála
og því sem það leggur til íþróttamála.“
Sigurður ber saman skóla með
600 nemendur, og allan þann
rekstur sem því fylgir, annars vegar
og hins vegar íþróttafélag með sam-
bærilegan iðkendafjölda. Nemandi í
skóla fær um þrjátíu klukkustundir
á viku undir einhverskonar hand-
leiðslu kennara eða annars starfs-
fólks en barn sem stundar knatt-
spyrnu fær fimm stundir á viku í
skipulagt uppeldisstarf sem er að
mestu fjármagnað með sjálfboða-
liðastarfi.
„Það sem vantar er meira jafnvægi
á milli þeirra fimm tíma sem börnin
fá í íþróttastarfi á móti þeim þrjátíu
tímum sem þeir fá í grunnskóla. Þar
er hlutfallið einn á móti fimm, sex
í tíma mælt á meðan kostnaðarlið-
urinn er einn á móti tuttugu, þrjátíu.“
Erum að vinna í sömu átt
Sigurður heldur áfram: „Ef við lítum
hér út á skólalóðina þá eru átta
starfsmenn á launum við að horfa
á krakkana í frímínútum. Við erum
með einn menntaðan þjálfara á hver
tuttugu börn, þá erum við að tala
um þrjá þjálfara á launum á hverri
æfingu.
Í eðli sínu er þetta sambærilegt
uppeldisstarf sem vinnur að því að
gera betri borgara og betri bæ. Mér
finnst þetta hlutfall ekki sanngjarn,
ef við höfum raunverulega þennan
metnað þá þarf bærinn að koma
sterkari inn til að styðja við íþrótta-
starf með einhverjum hætti. Það
má samt ekki eingöngu setja þetta á
bæinn. Fyrirtækin í bænum, velunn-
ararnir. Þessir aðilar eiga að sjá hag
sinn í því að hér sé betra samfélag og
ættu þess vegna að gera það sama og
við erum að fara fram á við bæinn.
Þeir sem hafa mesta hagsmuni af
því að hér sé gott samfélag eiga að
standa með okkur í þessum málum.“
Sigurður bendir á að aukist ekki
framlag til íþróttamála fylgi því sú
áhætta að það fjari smám saman
undan þessu starfi. Sjálfboðalið-
arnir þurfa hvatningu, þeir eru fólk
sem kann að meta það sem fyrir þá
er gert. „Það fæst með því að finna
að fyrirtækin styrki þau. Að bæjar-
félagið sýni þeim virðingu, að það
kunni að meta það sem sjálfboðalið-
arnir eru að gera fyrir bæjarfélagið
sitt. Þetta er samfélagslegt verkefni
sem fæstir þeirra fá nokkuð greitt
fyrir. Það er þessa viðurkenningu
sem vantar inn í þetta samhengi. Að
mínu mati eiga allir að vinna fyrir
samfélagið sitt.“
Nú hefur margoft komið til tals að
það borgi sig að sameina þessi tvö
félög, Keflavík og Njarðvík. Hvar
stendur þú í sameiningamálum?
„Í svona litlu samfélagi, svona
litlu hagkerfi eins og okkar, þá er ég
allur á því að vinna saman til að gera
hlutina betur – en það má aldrei vera
á kostnað þess að taka út hjartað
úr starfinu, sameina tvö hjörtu. Að
mínu mati er alveg pláss fyrir fjögur
knattspyrnufélög í bænum en þau
mættu alveg vera í betri vensla-
tengslum, vinna betur saman í því
sem þau eru að gera. Hins vegar
er mjög mikilvægt að passa upp á
að það sé hjarta í hverju félagi. Þú
heyrir alveg hvað þetta er okkur
Keflvíkingum og Njarðvíkingum
mikið hjartans mál. Þannig þarf
þetta að vera.“
Setja einn hatt yfir allan
íþróttarekstur sveitarfélagsins
Allar íþróttadeildir og íþróttafélög
bæjarins eru með einhvern rekstur.
Þær eru með starfsfólk, þjálfara á
launum, innheimtukerfi fyrir félags-
gjöld, þau eru með allskonar hluti
sem falla undir daglegan rekstur.
Sigurður er á því að hagkvæmast
væri að sameina það starf innan
félaganna og það ætti að vera einn
framkvæmdastjóri félagsins sem sæi
um þau mál. „Ég sé fyrir mér að dag-
legur rekstur allra deilda gæti fallið
undir einn og sama hattinn, þar gæti
sveitarfélagið komið að því máli með
okkur með því að segja að þetta væri
ákveðinn kjarni í starfsemi íþrótta-
félaganna sem verður að vera í lagi.
Við verðum að innheimta það sem
við eigum inni og við verðum að
borga það sem við skuldum. Þetta
eru hlutir sem ætti að vera haldið
utan um af einhverskonar reikni-
stofu. Það er ekki það skemmtileg-
asta sem sjálfboðaliðar gera og það
er ekki það sem þeir eru sterkastir í.
Að mínu mati er þessi hluti of stór til
að við sjálfboðaliðarnir getum ráðið
við hann.
Við sjálfboðaliðarnir ættum að
sinna fjármögnun á því sem snýr að
rekstri vegna þjálfunar og keppni, ef
það þarf að kaupa leikmenn þá sé
það á höndum okkar að fjármagna
þá.“
Metnaður fyrir öflugu starfi og
árangri þarf að vera til staðar svo
krakkarnir hafi eitthvað til að líta
upp til bendir Sigurður á. „Ef hann
er ekki til staðar þá er þetta eins og
göngutúr í garðinum, sem er svo sem
ágætur sem slíkur en þú fengir ekki
eins mörg börn með þér í göngutúr.
Það væri ekki sami drifkrafturinn,
það þarf að vera eitthvað spennandi.
Þess vegna er afreksstarfið svo
mikilvægt og sjálfboðaliðarnir
brenna mikið fyrir það. Þeir brenna
fyrir uppeldisstarfið, að hafa eitt-
hvað gott fyrir börnin sín að gera og
vinna þeim góðan farveg og að hafa
að einhverju að stefna. Svo hins
vegar afreksstarfið sem er fyrir-
myndin, árangurinn, fagna sigrum
og gráta töp.“
Aðstaða til íþróttaiðkunar
Í dag eru tveir fínir íþróttaleik-
vangar í Reykjanesbæ, annar þeirra
er í Njarðvík og hinn í Keflavík. Báðir
góðir þótt þeir gætu verið betri. Sig-
urður bendir á að uppbygging að-
stöðu sé mjög mikilvæg, „... en ekki
halda að hann sé aðalatriðið, það er
sjálfboðaliðastarfið og eldmóðurinn
sem er aðalatriðið. Sá þáttur vegur
miklu þyngra en aðstaðan mun
nokkurn tímann gera. Aðstaðan er
samt gríðarlega mikilvæg því að án
hennar eru okkur alltaf takmörk
sett, við komust aldrei lengra en að-
Keflavík er klúbburinn– segir Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, að yfirstöðnu góðu tímabili knattspyrnuliða deildarinnar. Þarf meira til ef Keflavík á að ná lengra.
þeir þurfa að
styðja betur við
okkur – stakkurinn
þarf að vera stærri ef
við ætlum að komast
lengra í efstu deild . . .
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Amelía Rún Fjeldsted átti gott
tímabil með Keflavík í sumar.
VF-mynd: JPK
sport