Víkurfréttir - 02.11.2022, Blaðsíða 21
Enskumælandi ráð
Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur
farið vaxandi undanfarin ár og
sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem
sækir Ísland heim. Í mörgum sveitar-
félögum eru erlendir íbúar nú orðnir
á bilinu 25–50% og ekkert bendir til
þess að þessar tölur muni lækka í
náinni framtíð, slík er þörfin fyrir
erlent vinnuafl.
Þessum nýju íbúum gengur misvel
að aðlagast samfélaginu. Mörgum
gengur illa að ná tökum á íslenskunni
og það getur gert það að verkum að
fólk einangri sig eða haldi sig bara
með þeim sem tala þeirra eigið
tungumál. Slík hópaskipting getur
hvorki verið þessum íbúum né
samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að
nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að
setjast hér að ná tökum á íslenskunni
þá er hægt að grípa til ýmissa annara
ráða til þess að hjálpa fólki að verða
virkir þátttakendur í samfélaginu.
Á ferðum mínum um Suðurkjör-
dæmi verður maður margs vísari og
m.a. því að sveitarfélögin er mörg
hver farin að bregðast við þessari
stöðu.
Í Mýrdalshreppi, þar sem helm-
ingur íbúa er með erlent ríkisfang,
hefur verið komið á fót enskumæl-
andi ráði sem í sitja sjö íbúar með er-
lent ríkisfang. Með þessu vilja Mýr-
dælingar koma til móts við þennan
h ó p o g skap a
íbúum með erlent
ríkisfang mögu-
leika á að koma
s í n u m s j ó n a r -
miðum á framfæri en ekki síður að
samfélagið fái að njóta þeirrar þekk-
ingar og hæfni sem þessi hópur býr
yfir. Frábært skref sem gerir þessum
hópi auðveldara með að aðlagast
sínu samfélagi.
Með þessu er verið að valdefla
þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku
en einnig að aðlaga okkur sem fyrir
eru að breyttum veruleika.
Væri það ekki góð hugmynd fyrir
önnur sveitarfélög að fara að for-
dæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra
ráða?
Guðbrandur Einarsson,
þingmaður Viðreisnar
í Suðurkjördæmi.
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslu-
stofnun sem hefur það hlutverk að
sinna löggæslu og eftirliti sem og leit
og björgun á hafsvæðinu umhverfis
Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig
framkvæmd á varnartengdum rekstrar-
verkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins
sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og
samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t.
er rekstur öryggissvæða, mannvirkja,
kerfa, og ratsjár- og fjarskiptastöðva
Atlantshafsbandalagsins.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega
200 manna samhentur hópur sem hefur að
leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks!
Gildi Landhelgisgæslunnar eru:
Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu
Íslands má finna á: www.lhg.is.
Öryggis- og umsjónarmaður
flugskýlis Atlantshafsbandalagsins
Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða áreiðanlegan öryggis- og umsjónarmann í flugskýli
Atlantshafsbandalagsins nr. 831 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um dagvinnu er að ræða en
vegna eðlis verkefna gæti viðkomandi þurft að vera til staðar utan hefðbundins vinnutíma.
• Reynsla og menntun sem nýtist í starfi, s.s.
vélvirkjun, flugvirkjun eða önnur iðnmenntun
• Reynsla af öryggisgæslu, eld- og slysavörnum er
kostur
• Aukin ökuréttindi og vinnuvélapróf
• Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Reglusemi, nákvæmni og snyrtimennska
• Góð enskukunnátta
• Líkamleg geta til að starfa við erfiðar aðstæður
• Búseta á Suðurnesjum er kostur
• Almenn umsjón, hússtjórn, öryggisgæsla og
öryggiseftirlit innan og við flugskýlið
• Umsjón með umhverfis-, slysa- og eldvörnum
• Þjálfun og samskipti við notendur flugskýlisins
• Þátttaka í móttöku og þjálfun starfsfólks, erlends
liðsafla og verktaka
• Minniháttar viðgerðir og viðhaldstilkynningar
• Rekstur og eftirlit þvottastöðvar fyrir flugvélar
• Þátttaka í gæðamálum
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla
skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan Landhelgisgæslunnar og
jafnréttisáætlunar stofnunarinnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
Á MÓÐINS HÁRSTOFU í Hólmgarði 2 í Reykjanesbæ
er hægt er að fá almenna hársnyrtingu og naglaásetningu.
Bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar.
Hægt er að nálgast tíma á www.noona.is/modins
eða í síma 790-7575.
Kær kveðja, stelpurnar á Móðins.
Við erum Móðins
vf is
vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 21