Rökkur - 01.09.1922, Síða 25
135
handa mér. Það datt í mig að fara heim. En eg
vildi ekki láta hana móður mína vita um það. Mér
fanst, að hún hefði nógu þunga sorg að bera, þó
þ>að bættist ekki við, að vita af mér einum á ferð
á mér ókunnum slóðum. Skipaferðir voru engar
suður um það leyti. Og eg hafði engin önnur ráð en
að fara fótgangandi mestan hluta leiðarinnar. Eg
ætla ekki að segja frá skipsför frá Húsavík til Ak~
ureyrar eða frá gönguför frá Akureyri til Borgar-
ness. Ekki í þetta sinn. En löng var gangan um
Langadal og sárfættur og lúinn var eg orðinn, er eg
kom niður í Borgarfjarðarhéraðið. Er eg kom á
þær fornu stöðvar, sem voru æskustöðvar mínar,
ekki síður en Reykjavík og nágrenni. En það, sem
knúði mig áfram dag hvern, frá því snemma á
morgm og á nótt fram, var unghngsleg löngun, von
um, að fá enn einu sinm að sjá silfurhærurnar hans
pabba míns. Það átti ekki að vera svo. Eg kom
hálfum öðrum degi of seint. Og eg get eða gat að
nokkru leyti sjálfum mér um kent, því eg eyddi
meira en degi á Akureyri, áður eg komst af stað.
En það var samt gott að koma heim, heim til henn-
ar, sem em skildi; heim, þó þar væri nú meiri auðn
fyrir en nokkru sinni áður.
Kæru tilhevrendur! Efnið er ótæmandi fyrir mig.
Eg gæti haldið áfram svo lengi, því það er svo margt
annað, sem væri ljúft að minnast á. Eg vona, að eg
hafi ef til vill varpað einhverri skímu á hann sem
mann, að þið þekkið hann öll lítið eitt betur; vona,