Rökkur - 01.09.1922, Page 59

Rökkur - 01.09.1922, Page 59
169 Hann skildi ekkert annað en það, sem fram fór um- hverfis hann. Hann vann næstum óafvitandi. Og loks fanst honum himininn, hafið, kletturinn hans, vitaturninn, glitrandi fjörusandurinn, útþanin seglin, mávarnir, flóð og fjara — ein stórkostleg heild. Ein stórkostleg, leyndardómsfull sál. Og honum fanst hann vera að sökkva inn í þessa leyndardómslegu mynd og hann fann nærveru sálar þessarar myndar, sem lifði, vaggaðist, var í kringum hann. Hann sökk inn í hana, gleymdi sjálfum sér, og í þessu lífi, er hann iifði, þessari hálf-vöku, þessum hálf-svefni tilveru hans, uppgötvaði hann hvíld, svo mikla hvíld, að hún var næstum hálfur dauði. III. En svo vaknaði hann á ný. Dag einn, þegar hann fór niður að vör til þess að sækja mat sinn, leit hann þar pakka, sem hann átti ekki von á. Og á pakkann var skrifað: Herra Skavinski, vitavörður í Aspin- wall. Hann tók eftir því strax, að Bandaríkjafrí- merki var á pakkanum. Og gamli maðurinn gerð- ist forvitinn og opnaði hann. Hann leit bækur. Hann tók eina í hönd sér. Leit á hana og lagði frá sér aftur. Hendur hans skulfu skyndilega. Hann studdi hönd á enni og reyndi að safna hugsunum sínum. Dreymdi hann? Bókin var pólsk. Hvern- ig stóð á þessu? Hver gat hafa sent honum þessar bækur. Honum datt í hug þá í svip, að hann hafði lesið í New York blaðinu, að stofnað hefði verið

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.