Rökkur - 01.09.1924, Blaðsíða 52
48
að ríkir, þektir menn höfðn hlaðið undir
hana. Og einnig, að sumir hefðu orðið
ólánssamir hennar vegna. Sagt var, að
ítalsknr aðalsmaður hefði fyrirfarið sjer
hennar vegna, og að þýskur hefðarmað-
ur hefði verið rekinn hnífi í gegn, fyrir
neðan glugga hennar.
Jeg formælti sjálfum mjer, að geta
ekki bælt niður viltar vonir, sem hún
vakti. Oft hugsaði jeg um grænleit, en
seiðandi augun hennar, sem virtustljóma
svo ónáttúrlega, en þó heillandi, er við
hittumst.
Hún talaði altaf hlýlega til mín, og
þess vegna uxu vonir mínar, þó jeg
hefði aldrei þorað að láta það í Ijós. Og
löngun mín til þess að hefna mín á
Múckenzáhler hvarf alveg, gleymdist
mjer alveg.
Dag nokkurn, er jeg hafði skotið
geithafur, gekk jeg fram á greifafrúna.
Hún var á götu, sem gætilega varð að
fara á, jafnvel fyrir vana göngumenn.
Gatan var kröpp og krókótt og lá f
halla. Fimm hundruð skref framundan
eða svo lá hún, lítið meira en lófa breið.