Rökkur - 01.09.1924, Blaðsíða 88
84
„Við getum verið hjer í tvo tíma.
Kanske leyfir húsmóðirin, að við hvíltun
okkur þangað til“.
„Troðið í pípur ykkar, piltar“, sagði
Marcus og rjetti þeim tóbaksdollu sína.
„Kanske húsbóndinn vilji segja okkur
sögu“, sagði Faragal. „Svo líst mjer á
manninn, að hann muni margar góðar
sögur kunna“.
,Ni’l focal ’mo phiob“, sagði Marcus4,
„en einhver ykkar ætti að: taka lagið“.
„Stattu á fætur, Dan“, hrópuðu hinir
einum munni og Dan Donnell, írskur
Lundúnabúi, reis hægt á fætur, og litli
Jem ýtti honum svo út á mitt gólf.
„Hægan, hægan“, sagði Dan. „Jeg er
ekki upplagður, einhver annar verður
byrja“.
En þá klöppuðu þeir svo, að Dan varð
undan að láta.
„1 öllum bænum hlæið ekki að hon-
um“, sagði Faragal við Marcus, „því
hvað sem hann syngur, geðjast honum
ekki að því, ef hlegið er“.
Dan ræskti sig og hóf sönginn um
„Daunie Boy“.