Rökkur - 01.09.1924, Blaðsíða 114
110
ingar Steingríms. Brot og allur frágangur er
svipaður og á Ijóðmælum hans. Sennilega
verða heftin 4 alls (tvö 14 arka hindi.) Er
hægast að eignast safnið með því, að kaupa
hvert hefti jafnóðum og út kemur.
porsteinn Gíslason ritstjóri segir í Lög-
rjettu, að þetta sje safn, sem hver einasti
Ijóðelskandi íslendingur ætti að eignast.
J. J. Smári, mag. art., bendir á það í Vísi,
hve mikið og þarft verk Steingrímur hafi
unnið með ljóðaþýðingum sínum, og einnig á
það, hve vel og nákvæmlega hann hafi þýtt.
Kveðst hann eiga von á því, að þessi bók
verði vinsæl á meðal alþýðu manna, enda eigi
hún það fyllilega skilið.
Jón Björnsson rithöf. segir í Morgunblað-
inu, að þessi útgáfa sje þarft verk og vinsælt,
og sje það gott, þegar þetta tvent fari saman.
Kveður hann mörg hin þýddu Ijóð Stein-
gríms engu síðri hinum frumsömdu. Kveður
hann þau orðin almenningseign, þátt í bók-
menta-auði alþýðu, „á sama hátt og hin, sem
ort eru af íslenskum skáldum“. Bendir hann
og á, að í 1. hefti hitti menn „kunningja, sem
gamlir menn hafa lifað með síðan þeir voru