Rökkur - 01.09.1924, Blaðsíða 80
76
og þjáð. Vegurinn liggur beinn og breið-
ur upp að hálöndunum. Frá bálöndunum
koma hinir fátæku og hrjáðu, koma í
flokkum og fara um hinn breiða veg
niður á sljetturnar, til þess að erfiða
fyrir ríku jarðeigendurna, sem útlendum
nöfnum heita.
En er upp á hálöndin kemur er veg-
urinn ekki breiður og beinn. par er ekki
blómlegt og búsældarlegt. par eru aðeins
smástígar, steinn við stein, ljelegir kofar
og kuldaleg fjöll. par er strjálbygt. Oft
er þar margra mílna ferð á milli bæja.
Og er menn horfa á þessi smákot úr
fjarlægð, virðist græni bletturinn kring-
um þau — ræktaða landið — hnefastór
aðeins. Frá lágsljettu þorpinu, sem næst
er hálöndunum, mjókkar vegurinn og
verður loks að illfærum götutroðningi,
sem liggur um gil og gljúfur, hæðir og
lióla og loks um eyðilega heiði, sem ber-
ir fjallgarðar umkringja. Ferðamaðurinn,
sem leggur leið sína um láglöndin ríku,
nægtaborðið, lítur í fjarskanum kulda-
legt, bert land, land fátæklinganna. 1
morðurátt virðist himinn og heiði renna