Rökkur - 01.09.1927, Side 8

Rökkur - 01.09.1927, Side 8
54 Rökkur. hjartagæsku fólks vestra, en læt þetta nægja, þó mér sé kunnugt um, að á hverjum þeim stað, sem eg þekki, þar er margt fólk, sem æ er fúst til að greiða fyrir náunganum. Og eftirtektarvert fanst mér, að ef getið var t. d. í blöðum um einhvern, sem hjálpar var þurfi, þá var þess oft getið, að einhver væri að reyna að útvega hinum hjálparþurfa at- vinnu. Enda er það sannasta og skynsamlegasta hjálp hverjum manni eða konu, sem góða heilsu hefir. K. F. U. M. deildir eru í hverjum bæ vestra og er minna lagt stund á að troða í menn kristileg- um fróðleik, heldur er aðaláherslan lögð á að veita mönnum tækifæri á að iðka íþróttir og böð og að greiða fyrir mönnum að fá atvinnu. K. F. U. M. lætur kenna ýmislegt nytsamlegt í skólum sínum. Eg vík nú aftur sögunni að starfi mínu hjá Fred Smith, er var orðhákur talsverður, en prúðmenni að öðru leyti og drengur góður. Er á leið sumar varð hann að draga inn seglin og varð hann að segja mér og öðrum upp vinnunni, nema 'bróður sín- um, enda er lítið að gera í Pittsfield í þessari grein á vetrum, því þar er snjóþungt mjög og bifreiðar þá lítið notaðar og háveturinn alls ekki. Vetur var ekki langt undan og okkur óaði við vinnuleysisvetri, söfnun skulda o. s. frv. Var þá nær enga vinnu að fá í Pittsfield, sem víð- ar, enda hefir meginþorri íbúanna viðurværi sitt frá General Electric og þegar þar er alt í hálfgerðu dái, er ekki í önnur hús að venda. Leitaði þá fólk burt í hópum, það, sem ekki hafði ráð á að bíða vinnunnar heima. Okkur langaði ekki burt frá Pittsfield, en þó varð það úr að við fórum, vinnuleysis eins vegna,

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.