Rökkur - 01.09.1927, Qupperneq 9

Rökkur - 01.09.1927, Qupperneq 9
Rökkur. 55 því þar hafði okkur liðið vel, og þar ætlaði eg að vera, þangað til eg ef til vill færi heim til íslands. En ekki greip mig veruleg heimþrá fyr en í Winni- peg seinna. Til Winnipeg hafði mig oft langað og hafði eg það í huga, er við fórum frá Pittsfield, að fara þangað síðar. Seldum við því húsgögn okkar og héldum til New York. Vann eg nú í N. Y. C. að inn- anhússmálningu og málaði m. a. prentsmiðju og skrifstofur fjármálablaðs eins í Wall St.hlutanum og gekk vel, því eg notaði eingöngu lagaðan farfa, en eg var farfablöndun óvanur. Bjargaði það mér kannske, en annars er það mín reynsla vestra, að menn séu einkar liprir að segja til óvönum mönnum. Ritstjóri blaðsins var breskur að ætt og var yfirfor- ingi í canadiska hernum í stríðinu, en vinnuna fékk eg með aðstoð skrifara félags, sem eg er í og heitir „British Great War Veterans of America“. Er það félag hermanna þeirra úr Bandaríkjunum, sem vóru í canadiskahemum og öðrum breskum herjum. At- vinnuleysi var þá afskaplegt í New York City sem víðar, og sá maður afleiðingar þess fljótlega. T. d. var það alment að sjá menn á besta aldri bíða í löng- um röðum við staði, þar sem úthlutað var frítt súpu- gutli og brauðsneið. í New York City eru afar marg- ir staðir, þar sem fólk, er bágt á, getur fengið húsa- skjól og mat fyrir fáein cent eða dálitla vinnu. En í öllum slíkum stöðum var nú troðfult, stóð í dagblöð- unum. Bak við bókasafnið mikla við 42. götuna og Fifth Avenue er lítill, en snotur skemtigarður. Þessi garður var ávalt vel hirtur áður, en þenna vetur varð vart um hann gengið vegna dagblaðamsls. Hreinsunarmenn garðsins höfðu ekki við að hreinsa

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.