Rökkur - 01.09.1927, Page 17
Rökkur.
63
og vinsælli konungslijón í Evrópu. Snemma var Albert I.
ljóst í hverri hættu Belgía myndi verða stödd, ef ófriður
yrði milli Frakka og þjóðverja. þegar þýskaland svo
krafðist þess þ. 2. ágúst 1914, að stjórnin leyfði, að þýskir
herir fengju að fara yfir Belgíu, þá var þvi harðlega neit-
að. Vakti það fádæma athygli um allan heim, hve fást
þeir stóðu á rétti sínum og hve vasklega þeir vörðust gegn
ofureflinu, og mun fátt, sem í ófriðinum gerðist, hafa
vakið aðra eins samúðaröldu og hrifni í hlutlausu lönd-
unum og svar Belgíumanna. Konungurinn tók nú að sér
yfirstjórn hersins og var nú búist til varnar. Er sú vöm
heimsfræg og er álit fróðra manna, að ef þeim hefði eigi
tekist að tefja eins lengi og raun varð á fyrir þjóðverjum
við Liége og víðar, þá hefði þjóðverjar vaðið inn í Frakk-
land áður en Frakkar gátu búist til varnar svo trygt væri.
Sumir hernaðarsöguritarar halda því fram, að ef Belgíu-
menn hefðu ekki varist svo vasklega og tafið framsókn
þjóðverja, þá hefði þeir unnið á Frökkum innan 3—6 mán-
aða. A undanhaldinu stjórnaði Albert hernum vel og slapp
þ. 9. okt. úr Antwerpen, sem þjóðverjar þá sátu um, með
meiri hluta hersins. Herinn tók þá að sér vörn á þeim
hluta Belgíu, sem eigi var í hershöndum og hélt honum,
uns belgiski herinn hóf sókn sína haustið 1918. þ. 1. okt.
hélt Albert konungur innreið sína með hernum í Ostende.
þ. 20. nóv. í Antwerpen og þ. 23. í Bruxelles (Brussels eða
Brussel). Var honum allstaðar tekið með fádæma fögnuði.
Mátti svo heita, að hann og þjóð hans hefði samúð alls
heimsins í raunum sínum á styrjaldarárunum. Er Albert
I. talinn eitt af mikilmennum vorra daga.
A n d e n n e. Borg í Namur-héraði við Meuse, ib. á 9.
þúsund. Bærinn er við járnbrautina á milli Liége. og
Namur, 40 km. fyrir suðvestan Liége. Járnvinslu-, marm-
ara-, og pappírsverksmiðjur. Koparnámur. Leirvarnings-
gerð. þjóðverjar brendu borgina þ. 19. ágúst 1914.
Anderlecht, ein af útjaðraborgum Bruxelles, að suð-
vestan.
Anseele, Eduard, f. ’1856, kunnur jafnaðarmaður.
Lærði prentiðn, en varð siðar rithöfundur og ritstjóri.