Rökkur - 01.06.1935, Page 5

Rökkur - 01.06.1935, Page 5
R Ö Iv K U R 85 ,,Er nokkuð í fréttum ?“ Smásaga, eftir Staey Aumonier. -O— Engum, sem leit gamla Sam Gates augum, gat dottið í hug, að hann væri taugaveiklaður. Hann var orðinn 69 ára gamall Qg hafði erjað jörðina frá blautu barnsheini að lieita mátti. Og hann var traustur og' þéttur fyrir, eins og jörðin, sem hann erjaði. Menn veittu hon- Um litla eftirtekt, er hann var við dagleg störf á ökrum úti, við grisjun rófna hjá Mr. Hodge tildæmis, sem hann vann hjá. Það hefði vantað eittlivað til fullkonmunar þeirri mynd, sem þarna bar fyrir augu, ef Sam gamli hefði ekki verið þarna innan um rófnaraðirnar hans Mr. Hodge. En sannast að segja var það nú svo, að kunningjar Sams — og þá mátti telja á fingrum sér, vissu mæta vel, að hann átti það til að vera dálítið uppstökkur. Að morgní dagsins, er saga þessi liefst, var veður liið feg- Ursta. En þar fvrir var Sam ekki í sem bestu skapi. Það var hún Aggie, frænka hans, sem 1 mesta grandleysi sagði dá- htið, sem gerði lionum gramt í geði. Aggie var feitlagin nokk- úð, bláeyg og kringluleit og sviplítil og ekkert gat verið fjær henni en að spilla lmgarró karlsins lians frænda síns. Hún var að færa honum matinn, hæði morgunverðinn og hádeg- isverðinn, og nálgaðist hægt og letilega. Utan um matarílátin hafði hún vafið stórum, rauð- um vasaklút, og þegar hún kom til Sam lagði hún byrði sína niður milli rófnanna og sagði hægt og góðlátlega: „Jæja, frændi, er nokkuð að frétta?“ Þetta mun flestum þykja meinlaus spurning og ekki lík- leg til þess að koma skaps- munum nokkurs manns í æs- ingu, en Sam fanst þetta heimskuleg og óþörf spurning, En kannske var það hin eilífa endurtekning þessarar spurn- ingar, sem lionum gramdist. Hann hitti frænku sína tvisvar á dag. Klukkan sjö á morgnana, þegar hún færði honum matinn, og um klukkan fimm siðdegis, er hann fór heim til þess að fá sér tesopa. Leið hans lá þá ávalt fram hjá liúsi systur sinn- ar. Og alt af atvikaðist það svo, að Aggie var að slæpast þar við garðhliðið. Og alt af bar hún

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.