Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 13

Rökkur - 01.06.1935, Blaðsíða 13
R Ö K K U R 93 yðar göfgi,“ sagði flugmaður- inn, „að vert væri að nota sér það hvað þeir eru líkir. Paul Jouperts hefir látið okkur i té mjög mikilvægar upplýsingar — mikilvægari en nokkur ann- ar njósnari, sem starfar fyrir okkur á þessum hluta vígstöðv- anna. Og enska lierstjórnin veit það. Sá, sem nær í Paul Jouperts, dauðan eða lifandi, fær 5000 franka. Tvisvar liafa þeir handtekið hann, en í bæði skiftin slapp hann. Allir deildar- foringjarnir hafa mynd af lion- um og nákvæma lýsingu. — Hann hefir gert þeim mikið ógagn.“ „Nú?“, spurði maðurinn með lieiðursmerkin. Flugmaðurinn fór að tala í hvíslingum: , „Ef þeir nú fyndi lík Paul Jouperts ?“ „Nú?“, sagði liinn aftur. „Tillaga mín er þessi: Á morgun, eins og þér vitið, ætla Bretar að gera árás á hæð nr. 701, sem við höfum dregið lið olckar frá, án þess þeir viti. Ef þeir — að árásinni lokinni — finna lík Paul Jouperts, 1 ann- ari skotgrafaröð til dæmis, þá munu þeir ekki rannsaka mál- ið frekara. Eg veit hve óná- kvæmir þeir eru. Eg þekki þá frá því eg var í Oxford — um tveggja ára skeið. Þar af leið- andi getnr sá rétti Paul Jouperts haldið áfram störfum sínum fyrir okkur óáreittur — ef til vill um langt skeið.“ Stóri maðurinn með heiðurs- merkin fór að snúa upp á skeggið og setti á sig spekings- svip. „Hvar er Paul núna?“, spurði hann svo. , „Hann er sem stendur garð- yrkjumaður í St. Elviseklaustri skamt frá Mailleton-en-haut, sem er, eins og þér vitið, í 100 metra fjarlægð frá aðalbæki- stöð breska herforingjaráðsins“. Yfirmaður flugmannsins fór að ganga um gólf. Er hann nam staðar sagði hann: „Tillagan er ágæt, Hause- mann. Það er að eins hængur á. Bretar gerðu árásina, sem þér mintust á, i dögun í morgun.“ „I morgun,“ sagði flugmað- urinn undrandi. „Já,“ svaraði hinn, „og það kom okkur mjög á óvart. Við höfum þegar hörfað úr fyrstu varnarlínu. Við hörfum úr annari varnarlínu kl. 11.50. Nú er klukkan 10.15. En kannske er enn tími til að framkvæma áform yðar.“ Hann snéri sér við snögglega að Sam, eins og slátrari, sem virðir fyrir sér verðlaunaskepnu á gripasýningu, og mælti: „Já, þcir eru nauðalíkir. Það

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.