Rökkur - 01.03.1938, Blaðsíða 2

Rökkur - 01.03.1938, Blaðsíða 2
34 RÖKKUR AFKOMA VESTUR-ÍSLENDING A. „Hver er afkoma landa vestra um þessar mundir?“ „Afkoma almennings vestra hefir yfirleitt verið heldur slæm og eiga erfiðleikarnir rót sina að rekja til kreppunnar miklu, sem skall á árið 1929, en nokk- uð hefir úr ræst s.l. ár. Afkoma íslendinga vestra er þó síst verri en manna af öðrum þjóðum, enda hafa þeir öll skilyrði til að standast samkepni annara. Þeir voru aldir upp við fremur þröngan kost og erfið lífsbar- átta vestra stælti þá og jók þol þeirra og þeir eru vanir þvi að móti blási. Siðastliðið ár var hagstætt mörgum í Manitoba, einkum bændum og fiskimönn- um. Kornuppskera varð ágæt í fylkinu og verðlag hátt á hveiti, alt að einn dollar og 35 cents mælirinn (60 pund), og flest- ir seldu meðan verðið var hæst og höfðu fyrsta flokks hveiti til þess að senda á markaðinn. Heyskapur gekk líka ágætlega í Manitoba og varð nýting hin besta. Fiskveiðar eru mjög stundaðar í Winnipegvatni og Manitobavatni, nálega eingöngu af íslendingum, og var aflinn óvanalega góður og verðlag hátt, en það fer sjaldan saman. En í Saskatchewan-fylki og Al- berta-fylki, þar sem íslendingar eru einnig allfjölmennir, eink- anlega í Saskatchewan, varð nærri alger uppskeruhrestur> vegna þurka. Gátu bændur 1 Manitoha selt þangað mikið af heyi, sem kevpt var góðu verði með aðstoð hins opinbera. HÁTT VERÐLAG. ATVINNULEYSISSTYRKIR- „Verðlag á nauðsynjum hefn' h.ækkað og fer enn hækkand1 og hefir það vitanlega bitnað a þeim, sem í borgunum búa og eiga við atvinnuleysi að stríða- Stjórnir fylkjanna og saiö' handsstjórnin eru að verða & tregari til þess að veita atvinnU' leysisstyrki. Samhandsstjórni11 hefir viljað færa þá niður, e° geta fylkisstjórnanna og borS' anna er takmörkuð, ef stuðn' ings sambandsstjórnarinnar nýtur ekki í þessum efnum • WINNIPEG. „Er mikið aðstreymi fólks h Winnipeg?" „Vestra sem víða annarsstá ar er þá sömu sögu að segja> a fólk streymir til bæjanna. Ihua tala Winnipegborgar er nú ha á þriðja hundrað þúsund mun íhúatalan standa nokku i stað, enda reynt að sternn11 stigu við innflutningi fólks borgina“.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.