Rökkur - 01.03.1938, Blaðsíða 8
40
R Ö K K U R
Belgiska skólaskipið ,Mercator
heimsækir ísland
öðru sinni.
Viðtal við José Gers.
\
Hið fagra, belgiska skólaskip „Mercator“ kom hingað fyrir
skemstu og var hér nokkura daga. — Skip þetta kom
hingað í fyrrasumar og vakti mikla athygli, enda er skipið nýtt
og fagurt. Það er smíðað í Leith 1932. Héðan fer skipið til Norð-
ur-Noregs. — Útg. Rökkurs hefir fundið að máii belgiska
rithöfundinn og íslandsvininn José Gers, sem nú er fastur
starfsmaður á skipinu, skipsfulltrúi og skrifari skipstjórans.
José Gers, sem lætur í Ijós mikla gleði yfir að vera kominn til
íslands enn einu sinni, segir svo frá ferðum skipsins:
„Við komum hingað frá Ant-
werpen í Belgíu, þar sem aðset-
ur skips okkar er. Höfðum við
áður verið í fjögurra mánaða
leiðangri um Suður-Atlantshaf
— heimsóttum nýlendur Frakka
og Portúgalsmanna í Vestur-
Afríku og Belgiska Kongo, enn-
fremur ætluðum við til St. Hel-
ena, en oss til mikilla leiðinda
gat ekki orðið af þvi, þar sem
skipið varð að snúa við vegna
alvarlegra veikinda eins skip-
verja, er varð að flytja til lands
til uppskurðar. — Mercator er
skólaskip, sem kunnugt er, og
þess vegna er lögð á hersla á
að fara sem víðast. Tilgangur-
JOSÉ GERS.