Rökkur - 01.03.1940, Side 3
K 0 K Iv U R
35
eldíi hefði viljað svo til, að Bar-
bara Grey hefði ekki orðið á
vegi hans þá. Hún var látlaus í
framkomu og aðlaðandi, bláeyg
og ljóshærð, drengileg i fram-
komu, frjiálsmannleg og félags-
leg, eins og títt er um ungar,
enskar stúlkur. Og hann fann
til skyldleika með henni, sem
hann hafði aldrei orðið var við,
er hann hugsaði um Dolores.
Þessi skyldleiki dró þau saman,
hann og Barböru. Ósjálfrátt
hneigðist hugur Bettington
svo fljótlega til hennar, að áSur
langt var liðið, þegar hann hafði
gerhugsaS þetta alt og sá það alt
í skýru ljósi, var hann farinn
að furða sig á því, að hann
skyldi nokkuru sinni hafa getað
orðið svo ástfanginn í hinni
suðrænu ,skapheitu, örvandi
konu, Dolores, að hann hafði
ætlað sér að kvongast henni.
Hann sannfærðist um, að þau
voru óskyld, að illa mundi fara.
Hann hafði töfrast í svip — en
nú var ljóminn horfinn — hann
hafði vaknað af draumi. Það
var alt og sumt.
Þegar þau höfðu opinberað
trúlofun sína Peter Bettington
og Barbara Grey hafði Dolores
verið fyrst til þess að óska þeim
til hamingju — af svo miklum
innileik og kæti, að engum
hefði getað dottið í húg, að hún
hefði tekið nærri sér, að Peter
hafði trúlofast Barböru. —
Menn liéldu því, að lienni hefði
ekki verið meiri alvara en
Peter. Og næstu árin — en Pe-
ter var mjög hamingjusamur í
hjónabandi sínu, gleymdi hann
Dolores að mestu. Hann hugs-
aði sjaldan um hana — og nú
rámaði hann að eins í, að hann
hefði einhverntíma heyrt eitt-
hvað um, að hún liefði gifst, og
enn síðar, að hún hefði skilið
við manninn — eða hann við
hana — og hvorugt hafði haft
nein áhrif á hann. Þetta var ait
orðið svo fjarlægt og ókunnugt,
fanst lionum.
Og nú kom þessi alvarlega að-
vörun frá Jim Burnaby, og i
því var nefnd kona, sem Dolo-
res hét, og nafnið minti hann á
það, sem móða áranna hafði
lagst yfir og hulið sjónum hans,
að minsta kosti að mestu leyti.
Vitanlega var það tilviljun ein,
að konan, sem hafði son hans
að leiksoppi hét Dolores. —
Hann mintist yndislegra daga,
við strendur Cornwall, þar sem
hrikalegir en sérkennilegir og
fagrir klettar rísa sem veggur
frá bláum, glitrandi sæ. Þar
höfðu þau unað saman, hann
og Dolores, á dögum ævintýr-
isins.
Hann strauk sér um enni —
lagði hönd á augun sem snöggv-
ast — eins og til þess að sjá
ekki þessa mynd, sem kom