Rökkur - 01.03.1940, Blaðsíða 10
42
RÖKKUR
Það kendi nú sársauka í rödd
hennar — það var engu líkara
en út væri að brjótast eitthvað,
sem hún hafði hælt niður, en
hafði kvalið hana, valdið henni
sársauka árum saman — og
nú yrði að brjóta sér leið upp á
yfirborðið. Hún starði á hann
og það var ásökun í augum
hennar og hann fölnaði, því að
honum varð ljóst þegar, að
hann varð að horfast í augu við
beiskan, óþægilegan sannleika.
„Dolores“, sagði hann. —
„Veistu hvað þú ert að fara?“
En andartakið, sem hún hafði
freistast til þess að segja alt af
létta, var liðið.
Hún lokaði augunum andar-
tak, og þegar hún opnaði aug-
un aftur, var svipur hennar all-
ur annar.
„Ó, eg sé, að þú ert alveg eins
ímyndunargjarn og flestir karl-
menn, vinur minn — svo fljót-
ur til að álykta að konumar
syrgi þá árum saman ef þeir
bregðast þeim. En þú þarft
ekki að ásaka þig um neitt
gagnvart mér. Eg hefi verið
þátttakandi í svo mörgum æf-
intýrum, elskað svo oft — síð-
an er við vorum saman i Corn-
wall.“
Hún hló eins og lienni væri
skemt — eins og til þess að
skopast að honum fyrir að ótt-
ast einhverjar hræðilegar ásak-
anir, sem hún mundi bera fram
á hendur honum.
En hlátur hennar fór i taug-
arnar á honum.
„Eg efast ekki um, að þú haf-
ir átt marga elskhuga“, sagði
hann reiðilega. „En það fer
fjarri því, að eg vilji, að Tony
verði einn í þeirra tölu. Eg kom
hingað til þess að fara fram á,
að þú sleptir tilkalli til hans.“
„En hvers vegna?“ spurði
hún og var undrunarhreimur í
röddinni.“
„Þú veist hvers vegna. Ástæð-
urnar eru margar og veiga-
miklar.“
Hún hristi höfuðið.
„Við elskum hvort annað.
Hér á Ítalíu eru menn slyngari
í þeirri list en í úrkomu- og
þokulandinu ykkar, Englandi.“
„Ef þú elskar hann, sleppirðu
tilkalli til hans“, sagði Peter á-
kafur. „Gefðu honum frelsi sitt,
Dolores“.
„Hefir liann beðið um það?“
spurði hún rólega.
Hann varð að viðurkenna, að
svo var ekki.
„Nei. Hann lítur svo á, að
hann sé bundinn þér.“
Hún varð einkennileg á svip-
inn.
„Hann er eftir þessu heiðar-
legri maður en faði r hans“,
sagði hún.
„Og ætlarðu þér að krefjast