Rökkur - 01.03.1940, Page 11

Rökkur - 01.03.1940, Page 11
RÖKKUR 43 þess, með skírskotun til heið- urstilfinninga hans, að liann standi við loforð sitt?“ „Vitanlega. Við erum trúlof- uð“. „Trúlofanir fara stundum út um þúfur“. Reiðiglömpum brá fyrir í augum hennar. „Menn svíkja ekki loforð sín, hver sem þau eru, við Dolores di Ravolglini“. Það var eins erfitt að festa hendur á henni og fiðrildi og Peter skildist, að honum hafði ekkert orðið ágengt. Hún var ekki undir það búin að taka til- lit til óska hans. Og að lokum greip hann, hik- andi þó, til úrslitaráðsins, sem svo oft er gripið til undir kring- umstæðum sem þessum. „Eg er auðugur maður. Það veistu að sjálfsögðu. Eg er reiðubúinn til þess að kaupa frelsi Toby“. Hún spratt á fætur. „En eg hefi ekki í hug að versla með það“, sagði hún og er hún hélt áfram, brosti hún, — „eg vil giftast aftur — eg vil lifa lífi enskrar aðalskonu og njóta sömu virðingar. Það er tími til kominn, að eg breyti um stefnu og „setjist í helgan stein“, ef eg má orða það svo.“ Hún varð alt í einu ertnisleg á svip. „Og þó, ef Toby bæði mig um frelsi sitt, þá mundi eg .... en alls ekki undir öðrum lcring- umstæðum. Þarna sérðu — eg er ekki eins ósanngjörn og þú hélst. Eg hefi enga löngun til þess að halda i liann, ef lion- um er það þvert um geð“. Hún hafði nefnt það eina, sem aldrei gat komið til mála. Hann mundi aídrei fara fram á neitt slíkt. Peter Rettington komst að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að viðurkenna, að hann hefði beðið ósigur. Þegar hann gekk frá Villa Violetta var hann þungbúinn og niðurlútur. 3. Það var einskonar tilviljun, að Peter Rettington heyrði á tal manna um Dolores Ravoglini og áform liennar. Þetta var í „Enslca klúbbnum“ og menn voru að spjalla saman í lesstof- unni, skamt frá þar sem Peter sat, og talið barst að Dolores, og einn þeirra, sem tók þátt í viðræðunni, sagði háðslega mjög: „Dolores Ravoglini. Nei, hún lítur ekki á neinn um þessar mundir. Hún liugsar hátt —- ætlar sér að komast í hjúskap- arhöfn og losna við allar á- hyggjur — því að auður er hin- um megin — hún ætlar sér

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.