Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 8

Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 8
Karta af þessari stærðar gráðu étur allt sem passar í kjaftinn á henni. Ky lee Gray, þjóðgarðsvörður í Queensland Rússar hafa sakað Eista um að eyðileggja sam- skipti ríkjanna með því sem yfirvöld í Kreml kalla „Rússa fóbíu“. Hrund Gunn- steinsdóttir, framkvæmda- stýra Festu, segist trúa á það að mannkynið muni gera hlut- ina öðruvísi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Á fimmtudag fer fram janúar- ráðstefna Festu – miðstöðvar um sjálfbærni í tíunda sinn. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastýra sjóðsins, segist spennt fyrir því að geta loks boðið fólki að koma saman á ráðstefnuna eftir að hafa þurft að halda hana rafrænt síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs. lovisa@frettabladid.is Umhverfismál Janúarráðstefna Festu er haldin á Nordica næsta fimmtudag. Það er í tíunda sinn sem ráðstefnan er haldin en í ár er yfir- skrift hennar Lítum inn á við. Fram- kvæmdastýra Festu, Hrund Gunn- steinsdóttir, segir marga spennandi fyrirlesara vera á ráðstefnunni í ár. Meðal fyrirlesara eru Friðrik R. Jónsson, Johan Rockström, Kate Raworth, Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir ráðherra og Tinna Hallgríms- dóttir, forseti Ungra umhverfis- sinna. Ráðstefnan er stærsta ráðstefnan sem haldin er hér árlega á landi um sjálfbærni. „Sjálfbærni er í dag byggð á fjór- um stoðum. Jörð, náttúru, góðum stjórnarháttum og velsæld og það á við um allt samfélagið því allur heimurinn er að fara í gegnum umbreytingarferli. Ráðstefnan á því við um alla á vinnumarkaði og þá þróun sem á sér stað í samtímanum. Bæði þegar kemur að jöfnuði, rétt- látari umskiptum og því hvernig við framleiðum og ræktum og hvað við borðum,“ segir Hrund en þau sem sækja ráðstefnuna eru að miklu leyti frá um 180 aðildarfélögum Festu en einnig fólk frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem eru það ekki. „Svo er sérstakt tilboð fyrir háskólanem- endur,“ segir Hrund. Hún segir einnig mjög mikilvægt að huga að því að laga- og reglu- verk sé að breytast, einnig kröfur um upplýsingagjöf um sjálf bærni í rekstri og að fólk verði að kynna sér það og það verði eitt af því sem verður rætt á ráðstefnunni. Hrund tók við hlutverki fram- kvæmdastjóra árið 2019 og segir að á þessum stutta tíma hafi margt breyst. „Lítið dæmi er að við höfum þre- faldast að stærð á þessum stutta Undir mannkyninu sjálfu komið hvernig unnið er úr hlýnun jarðar tíma. Atvinnulífið er að átta sig betur á þessari þróun sem er orðin hraðari,“ segir Hrund og segir það eins eiga við opinberar stofnanir og fyrirtæki. Hún starfaði áður alþjóðlega og þekkir málaflokkinn vel. Hún segir að í heimsfaraldri hafi sjálf bærni komist á dagskrá af miklu meiri krafti og áður og nú séu meiri fjár- festingar. „En ef við tökum púlsinn á stöð- unni í heiminum í dag þá er hún ekkert sérstaklega góð. Covid setti heimsmarkmiðin langt aftur, inn- rásin í Úkraínu er að valda rosaleg- um hristingi þegar kemur að orku- málum og afturför til kola- og gass en á sama tíma er verið að gera meira í endur- nýjanlegri orku,“ segir Hrund og að hvað varð- ar til dæmis árangur þegar kemur að hringrásarhagkerfinu hafi hann dregist saman á síðasta ári alþjóðlega. „Það er ekki jákvætt,“ segir Hrund og nefnir sérstaklega slæmar fréttir af auknum krafti í notkun jarðefna- eldsneytis. „En við þurfum að fagna því hvað heimurinn er f lókinn og það er mikið undir mannkyninu komið hvert við stefnum. Við höfum það mikla stjórn á náttúru og vistkerf- um heimsins núna. Hlýnunin er af mannanna völdum og á sama hátt er það í okkar höndum hvernig er unnið úr þessu. Ég hef ekki öll svörin en það sem ég vel að gera á hverjum degi er að kynna mér það sem verið er að gera, hafa trú á mannkyninu og hugrekki þess til að gera hlutina öðruvísi.“ n En ef við tökum púls- inn á stöðunni í heim- inum í dag þá er hún ekkert sérstaklega góð. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastýra Festu Séð yfir Hellu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA gar@frettabladid.is hella Byggðarráð Rangárþings ytra hefur frestað því að taka afstöðu til skipulagsbreytinga á flugvellinum við Hellu. Bíða á þar til kynning meðal íbúa um framtíð flugvallar- ins hefur farið fram fyrir miðjan febrúar. „Eru í skipulaginu skilgreindar þrjár lóðir kringum núverandi byggingar, ein lóð fyrir aðstöðu- gám og 15 lóðir fyrir f lugskýli og flugtengda starfsemi. Svæðið liggur að þéttbýli Hellu og mun tengjast Helluvangi,“ segir meðal annars í lýsingu á verkefninu. n Ákvörðun um flugvöll frestað Risakartan „Toadzilla“ kynnt til sögunnar Risastór og eitruð sykurreyrskarta sem landverðir í Ástralíu hafa geð nafnið „Toadzilla“ er talin vera sú stærsta sinna tegundar sem fundist hefur. Toadzilla vegur 2,7 kílógrömm sem er sexföld þyngd meðal-körtu af þessari tegund. Áður var karta sem fannst í Svíþjóð árið 1991 skráð sú stærsta. Hún vó 2,65 kílógrömm. Conway- þjóðgarð- urinn Upprunnin í Mið- og Suður-Ameríku. Fyrst “utt til Ástralíu árið 1935 til að halda sykurreyrsbjöllum í ske–um og er þar nú í hundraða milljóna tali. Sykurreyrskarta (Rhinella marina) Eitruð tegund sem er skaðvaldur með enga náttúrulega óvini. Veldur óskunda meðal upprunalegra tegunda. Heimild og mynd: Umhvers- og vísindaráðuneyti Queensland. © GRAPHIC NEWS Útbreiðsla Ástralía Núverandi útbreiðsla Möguleg útbreiðsla 3.000 mílur 5.000 km. Grafið sýnir sykurreyrskörtuna og útbreiðslu hennar í Ástralíu. gar@frettabladid.is ástralía Risavaxna sykurreyrs- kartan Todzilla sem fannst nýlega í fylkinu Queensland í Ástralíu og reyndist vera sú þyngsta sinnar tegundar til þessa var svæfð og send á safn. Sykurreyrskörtur voru upphaf- lega fluttar til Ástralíu frá Ameríku árið 1935. Var þeim ætlað að halda skaðlegum bjöllum í skefjum. Síðan þá eru körturnar búnar að gera stór- an hluta af norðurhluta landsins að búsvæði sínu og eru hvergi nærri hættar heldur halda áfram fjöru- tíu til sextíu kílómetra í vesturátt á hverju ári. Um er að ræða sérdeilis harð- skeytt og illskeytt kvikindi sem éta allt sem fyrir verður og kemst fyrir í kjafti þeirra. Talið er að fjöldi kartanna í Ástralíu skipti nú hund- ruðum milljóna. Toadzilla heitin vó 2,7 kílógrömm og sló þar með út körtu sem fannst í Svíþjóð árið 1991 og var 2,65 kíló- grömm. Eins og venjan er með slíka skaðræðisgripi var Toadzilla aflífuð og var kartan send á Queensland- safnið til varðveislu. Eins og fram kom á frettabladid.is á laugardag var það þjóðgarðsvörð- urinn Ky lee Gray sem fann körtuna hrikalegu þegar hún var á eftir lits- ferð. Ky lee segist skiljanlega aldrei hafa séð jafn stóra körtu. Hún hafi litið út eins og „fót bolti með lappir“. Þótt slíkar körtur lifi aðallega á skor dýrum éta þær líka skrið dýr og jafn vel smá spen dýr. „Karta af þess- ari stærðar gráðu étur allt sem pass- ar í kjaftinn á henni,“ segir Ky lee. n Óvelkomin aðskotadýr í hundraða milljóna vís helgisteinar@frettabladid.is rússland Rússneska ríkisstjórnin hefur ákveðið að reka Margus Laidre, sendiherra Eistlands, úr landi og er honum skipað að yfir- gefa landið fyrir 7. febrúar. Að sama skapi hafa Eistar beðið sendiherra Rússlands í Eistlandi um að yfirgefa landið fyrir sömu dagsetningu. Rússar hafa sakað Eista um að eyðileggja samskipti ríkjanna með því sem yfirvöld í Kreml kalla „Rússa fóbíu“. Margus er fyrsti sendi- herrann sem Rússar reka úr landi eftir innrás þeirra í Úkraínu. Ákvörðun Rússa kemur í kjölfar beiðni eistnesku ríkisstjórnarinnar um að fækka starfsfólki rússneska sendiráðsins frá sautján niður í átta. Samkvæmt tilkynningu frá eistneskum stjórnvöldum hefur starfsfólk rússneska sendiráðsins ekki leitast við að ef la samskipti ríkjanna alveg frá því að stríðið braust út. Margus Laidre hefur verið sendi- herra Eistlands í Moskvu frá 2018, en hann hefur einnig verið sendi- herra í Bretlandi og Finnlandi. Honum verður nú skipt út fyrir diplómata í lægri stöðu eftir að hann yfirgefur landið. n Sendiherra Eista rekinn úr landi Fyrir framan sendiráð Eistlands í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.