Fréttablaðið - 24.01.2023, Qupperneq 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
halldór
Frá degi til dags
Orð ráð-
herrans um
stjórnleysi
eru lýs-
andi fyrir
ástandið
á ríkis-
stjórninni í
heild.
ser@frettabladid.is
Hefði
Íslandsmótið í orðhengilshætti
var haldið á sunnudag, eftir að
strákarnir okkar luku leik á HM.
Að þessu sinni var bæði keppt í
viðtengingarhætti og lýsingar-
orðum, með og án atrennu – og
sú nýlunda var í boði í ár að geta
keppt í báðum flokkum sam-
tímis. Þannig gátu þátttakendur
lýst því í löngu og litríku máli
hvernig hefði farið ef þessi og
hinn leikmaðurinn hefði fengið
að spila fyrr eða seinna, alls ekki
eða oftar, í vinstra horni eða
hægra, á línunni eða langt fyrir
utan – og var áberandi á meðal
fjölmargra keppenda að þeir
sem blótuðu hvað hressilegast í
upptalningunni komust oftast
á pall.
Pirraður
Hafi einhver Frónverji verið í
sæmilegu jafnvægi á þessum
fyrsta sunnudegi í þorra, sem
er ekki útilokað, hefur sá hinn
sami væntanlega fundið lítið eitt
til með landsliðsþjálfaranum
Guðmundi Þórði Guðmunds-
syni í leikslok. Lítið eitt hokinn
og þrútinn til augnanna reyndi
hann að útskýra fyrir áhorf-
endum að enda þótt þeir hefðu
upplifað heimsmeistaratitilinn
á eigin skinni, fyrir mót, væri
tilfinningin ekki alltaf sú sama,
eftir mót. Keppnir af þessu tagi
eru nefnilega spilaðar í raun-
tíma, hvorki fyrir fram né eftir á,
þótt það sé nú raunar ekki auð-
skilið í hita leiksins. n
Lokanir á Reykjanesbraut, farþegar fast-
ir í flugvélum, asahláka, rok og hálka,
er á meðal þess sem fjallað hefur verið
um í fréttum undanfarið. Veðrið hefur
verið vont og áhrif þess mikil.
Á sunnudaginn gekk vonskuveður yfir
landið. Flugsamgöngur stöðvuðust með öllu og
hund ruð farþega sátu föst í flugvélum í Kefla-
vík þar sem ekki var hægt að ferja þau inn í
flugstöðina.
Bandarískur ferðamaður sem sat fastur inni í
flugvél klukkutímum saman sagði í sjónvarps-
fréttum frá sinni upplifun. Hann var þreyttur
og svangur og örlítið pirraður en sagðist vera
of gamall til þess að vera reiður. Annar benti á
að veður líkt og varð um helgina ætti ekki að
koma Íslendingum á óvart og slá okkur út af
laginu, við erum jú á Íslandi.
Er það ekki akkúrat málið? Við erum of
gömul til að láta veður og afleiðingar þess koma
okkur á óvart. Við erum á Íslandi og vont veður,
snjór, vindur og hálka ætti ekki að slá okkur út
af laginu.
Á síðasta ári var slegið hvert metið á fætur
öðru þegar kom að fjölda veðurviðvarana. Í
febrúar í fyrra gaf Veðurstofan út 137 viðvaranir
vegna veðurs, aldrei hafa fleiri viðvaranir verið
gefnar út í febrúar frá því að viðvörunarkerfið
sem nú er notað var tekið upp fyrir fimm árum.
Síðasta sumar var annað met slegið þegar aldr-
ei höfðu verið gefnar út fleiri veðurviðvaranir
að sumarlagi. Alls voru gefnar út 50 við varanir
sumarið 2022, þar af 32 vegna vind hraða. Fimm-
tán viðvaranir voru gefnar út vegna mikillar
rigningar og þrjár vegna snjókomu.
Þá var viðvarandi kuldatíð á landinu frá 7.
desember í fyrra til 19. janúar og er tímabilið það
kaldasta frá árinu 1918. Veturinn það árið hefur
verið kallaður frostaveturinn mikli, svo kaldur
var hann.
Þetta á ekki bara við á Íslandi. Afleiðingar
hlýnunar jarðar eru að verða sýnilegar. Það, sem
við héldum að myndi einungis verða sýnilegt
barnabörnum okkar eða barnabarnabörnum,
sjáum við gerast.
Aukin úrkoma á sumum stöðum og þurrkar
á öðrum, hækkun á hitastigi sums staðar og
lækkun annars staðar og auknar líkur á ofsa-
kenndu veðri. Allt eru þetta afleiðingar hlýn-
unar jarðar, afleiðingar sem við héldum mörg að
við myndum ekki upplifa.
Því lengra sem líður þar til við tökum í
taumana, því erfiðara verður að afstýra afleið-
ingunum. Því fleiri verða veðurviðvaranirnar,
því fleiri sitja fastir í flugvélum og því erfiðara
verður að lifa mannsæmandi lífi á jörðinni. n
Sýnilegar
afleiðingar
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
Því lengra
sem líður
þar til við
tökum í
taumana,
því erfiðara
verður að
afstýra
afleiðing-
unum.
Dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnleysi ríki í
veigamiklum málum sem hann ber ábyrgð á, til að
mynda útlendingamálum. Slíkar yfirlýsingar dóms-
málaráðherra eru til þess eins fallnar að ala á ótta.
Sá er einmitt áttundi ráðherra dómsmála á einum
áratug og verður væntanlega skipt út núna í vor. Ekki
er stöðugleikinn nú meiri en svo á þeim bænum.
En ríkir ef til vill stjórnleysi í öðrum mikilvægum
málaflokkum? Bankasalan síðasta vor var stjórn-
laus eins og komið hefur á daginn. Og hvað með
heilbrigðismálin? Húsnæðismálin? Baráttuna við
verðbólguna? Í öllum þessum málaflokkum skortir
pólitíska stjórn og stefnu.
Breytt mynd
Orð ráðherrans um stjórnleysi eru lýsandi fyrir
ástandið á ríkisstjórninni í heild, en hún hefur nú
setið í fimm ár, var mynduð árið 2017 utan um það
markmið að koma á pólitískum stöðugleika og sitja
sem fastast á stólunum. Það gekk vel í góðærinu og
reyndar líka í glímunni við heimsfaraldurinn, þrátt
fyrir alvarleg hagstjórnarmistök, en nú blasir við
breytt mynd.
Við sjáum að ríkisstjórnin er orðin þreytt. Það sést
best á máttlausum viðbrögðum hennar við stöðunni í
heilbrigðiskerfinu, í húsnæðismálum og í baráttunni
við verðbólguna. Þjóðin þarf breytingar, nú er kominn
tími á sterka forystu sem hefur kjark til að hrista upp í
hlutunum og það höfum við í Samfylkingunni.
Ónýtt frumvarp
Fyrsta málið á dagskrá Alþingis í gær var ónýtt og
ómannúðlegt útlendingafrumvarp sem ríkisstjórnin
reynir að ná í gegnum Alþingi eftir fjórar árangurs-
lausar tilraunir. Nú hafa Vinstri græn ákveðið að
leggjast f löt og samþykkja málið án fyrirvara. Það
er dapurlegt að ríkisstjórnin sjái ekki þau tækifæri
sem felast í því að hefja þverpólitíska og þverfaglega
vinnu við endurskoðun útlendingalaga og stefnu-
mótun í málefnum útlendinga. Frumvarpið leysir
engan vanda við mótttöku f lóttafólks, eykur heldur
á vandann með tillögum sem m.a. fela í sér aukið
heimilisleysi, örbirgð og synjun á lífsnauðsynlegri
heilbrigðisþjónustu. n
Stjórn eða stjórnleysi
Logi Einarsson
þingflokksfor-
maður Samfylk-
ingarinnar
12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞRIðJuDAGuR