Fréttablaðið - 24.01.2023, Side 14
PMTO er í boði í öllum
borgarhlutum og hjá
Barnavernd Reykja-
víkur.
Mörg þessara heimila
trúðu fagurgala og
kosningaloforðum
stærsta flokks landsins
um að runnið væri
upp á Íslandi sérstakt
lágvaxtaskeið.
„Öflug mannréttindavakt Vinstri
grænna“ er titill greinar eftir Jódísi
Skúladóttur, þingkonu Vinstri
grænna, sem birtist í Fréttablaðinu
þann 13. janúar síðastliðinn. Þar
segir Jódís frá því hvernig VG hefur
flutt mannréttindamálin úr dóms-
málaráðuneytinu og inn í forsætis-
ráðuneytið – og að nú sé unnið að
stofnun sjálfstæðrar mannréttinda-
stofnunar.
Þegar þetta er athugað í abstrakt
tómarúmi er ekkert út á þetta að
setja, og það er sjálfsagt að við
fögnum hverju framfaraskrefi sem
stigið er. Greinin verður aftur á móti
pínu ankannaleg þegar við setjum
hana í samhengi við það sem er í
rauninni að eiga sér stað á meðan
„öflugri mannréttindavakt“ Vinstri
grænna á vera að standa yfir – því
það er eins og að í mörgum mála-
f lokkum sé þingf lokkurinn allur
steinsofandi á vaktinni.
Nú er alræmt útlendingafrum-
varp dómsmálaráðherra nefnilega
á leiðinni í aðra umræðu. Óhætt er
að fullyrða að það sé alls ekki unnið
á nokkurs konar mannréttindavakt.
Þvert á móti hafa aðilar á borð við
Mannréttindaskrifstofu Íslands,
Mannréttindastofnun Háskóla
Íslands, Mannréttinda- og lýð-
ræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar,
Íslandsdeild Amnesty Interna-
tional, Kvenréttindafélag Íslands,
Landssamtökin Þroskahjálp, UNI-
CEF, Barnaheill og Rauði krossinn
á Íslandi skilað inn neikvæðum
umsögnum um frumvarpið þar sem
varað er við mögulegum mannrétt-
indabrotum í frumvarpinu.
Mjög sennilega myndi sjálfstæð
mannréttindastofnun, ef hún væri
til staðar, taka svipaða afstöðu til
frumvarpsins. Þingmenn yrðu samt
sem áður að taka afstöðu til málsins.
Þeirri vakt verður ekki útvistað til
mannréttindastofnunar. Að rekja
og rökræða þær réttmætu áhyggjur
sem vakna við möguleg mannrétt-
indabrot, yrði frumvarpið að lögum,
er verkefni sem á betur heima inni á
Alþingi en hér – en í stuttu máli þá
lúta áhyggjurnar f lestar að því að
frumvarpið snúist að mestu leyti
um að svipta fólk réttindum sem
það hefur nú.
Þar sem frumvarpið er þetta langt
komið, afgreitt úr nefnd og tilbúið
til annarrar umræðu, verður ekki
hjá því komist að hvetja alla þing-
menn til dáða – og sérstaklega þá
sem berja sér á brjóst fyrir að standa
mannréttindavaktina. Telji þing-
menn að frumvarpið samrýmist
sinni sýn á mannréttindi er eðlilegt
að gera kröfu til þess að þeir standi
fyrir því máli sínu og verji afstöðu
sína með röksemdum í umræðu á
þingi.
Telji þingmenn hins vegar að
frumvarpið samrýmist ekki sinni
sýn á mannréttindi væntir þing-
flokkur Pírata þess að njóta stuðn-
ings þeirra við að draga fram ágalla
þess – sem og við ákall um að farin
sé önnur leið við að breyta útlend-
ingalögum sem byggist á meira
samráði og sátt, en fyrst og fremst
á meiri virðingu fyrir mannrétt-
indunum sem þjóðkjörnum þing-
mönnum ber að vakta vel. n
Steinsofandi á
mannréttindavaktinni
Halldór Auðar
Svansson
varaþingmaður
Pírata
Það er ljóst að landsmenn klóra sér
nokkuð í kollinum með áhyggju-
svip þegar farið er yfir kvittunina
úr matvörukaupum þessa dagana.
Það er nánast sama hvaða vörur eru
keyptar, allt hefur hækkað og sumt
umtalsvert. Það er dýrara að versla í
matinn, dýrara að keyra og heilt yfir
kostar miklu meira að vera til í dag
en fyrir fáeinum mánuðum. Sumt af
þessu er óumflýjanlegt vegna þess
að klikkaður einræðisherra í einu
stærsta ríki heims ákvað að ráðast
inn í annað ríki með tilheyrandi
bresti og óvissu í heimsmarkaðs-
búskapnum. Ýmislegt annað sem
fyrirsjáanlega fylgir þessum verð-
hækkunum ætti að kalla á háværari
umræður í samfélaginu.
Það er auðvitað einstaklega blóð-
ugt fyrir fjölskyldur og einstaklinga,
sem velta því fyrir sér hvernig bregð-
ast eigi við verðhækkunum, að skoða
stöðuna á húsnæðislánunum um
hver mánaðamót. Verðtryggðu lánin
hækka skarpt þrátt fyrir afborganir.
Óverðtryggð lán með breytilegum
vöxtum hafa hækkað um 100 til
150 þúsund á mánuði. Og þúsundir
heimila bíða þess með ótta að tíma-
bil hinna föstu vaxta á húsnæðis-
lánunum renni út á þessu og næsta
ári með tilheyrandi vaxtarothöggi
sem gerbyltir heimilisbókhaldinu
til hins verra. Mörg þessara heimila
trúðu fagurgala og kosningalof-
orðum stærsta flokks landsins um
að runnið væri upp á Íslandi sér-
stakt lágvaxtaskeið. Að runninn
væri upp einhver hliðarveruleiki
krónuhagkerfisins þar sem óhætt
væri að skuldsetja sig í trausti þess að
vextir yrðu lágir um langa framtíð.
En auðvitað er reyndin sú að heims-
hagkerfið þurfti að stöðvast vegna
heimsfaraldurs til að vextir lækk-
uðu hér að ráði. Lágvaxtaskeiðið,
„lægstu vextir í sögunni“, eins og
það hét á flettiskiltum XD stóð yfir
í heila fimm mánuði. Það er um það
bil jafn langt og meðgöngutími sauð-
fjár, svona til að setja það í samhengi.
Verðbólgan núna er ekki sérís-
lenskt fyrirbrigði, þetta er veruleik-
inn víða um lönd. Hún er meira að
segja ögn lægri, aldrei þessu vant,
en í sumum nágrannalöndunum. En
vextirnir eru að sjálfsögðu margfalt
hærri hér. Þetta er harður íslenskur
veruleiki, jafn óumflýjanlegur og
harðneskjulegur veturinn.
Þessu íslenska samspili krón-
unnar, vaxta og verðbólgu fylgja
svo óhjákvæmilega ýmis bjarg-
ráð eins og verðtrygging og óverð-
tryggðir fastir vextir, sem vissulega
lina þjáningarnar, en draga um leið
tennurnar úr vaxtahækkunum sem
ætlað er að slá á verðbólguna. Fresta
verkjunum. Eins og íbúfen gerir.
Hagstjórnin á Íslandi gengur
nákvæmlega út á þetta. Að gefa
þjóðinni íbúfen gegn viðvarandi,
krónískum vaxtabólgum sem hrjáir
þjóðarlíkamann og hefur gert í ára-
tugi. Ekkert er gert til að ráðast að rót
vandans sem er íslenska örmyntin.
Þess í stað er fólki talin trú um að
þessar svæsnu krónubólgur séu
eftirsóknarverður eiginleiki og til
marks um sveigjanlegan efnahag.
En er það boðlegur málflutningur
þegar verkjalausu tímabilin eru
ekki lengri en meðgöngutími hús-
dýranna okkar? n
Fáðu þér íbúfen ef þú skuldar pening
Tíðrætt hefur verið um hegðunar-
vanda barna og ákall um sam-
félagslega ábyrgð til að sporna
gegn vandanum. Snemmtækur
stuðningur borgar sig ávallt, því
rannsóknir sýna m.a. auknar líkur
þess að barnið leiðist út í af brot
og notkun áfengis og vímuefna á
unglingsárum ef ekki er brugðist við
vandanum snemma á lífsleiðinni. Í
nýjum lögum um samþættingu
þjónustu í þágu farsældar barna er
einmitt kveðið á um að brugðist
skuli við með skilvirkum hætti um
leið og þörf krefur, sem á við um for-
eldra/forráðamenn, skóla og aðra
sem koma að uppeldi barna.
Árið 2015 hóf velferðarsvið
Reykjavíkurborgar markvissa inn-
leiðingu PMTO foreldrafærni sem
miðar að því að efla foreldra barna
á aldrinum 4-12 ára sem glíma við
hegðunarvanda. Aðferðin, sem
er gagnreynd, er byggð á sterkum
rannsóknargrunni og þróuð af Ger-
ald Patterson og Marion Forgatch og
samstarfsfólki við OSLC í Oregon
í Bandaríkjunum. Rannsóknar-
niðurstöður hérlendis og erlendis
sýna að aðferðin dregur verulega úr
hegðunarvanda barnanna og félags-
færni og námsárangur eykst. Líðan
og samskiptamynstur innan fjöl-
skyldunnar styrkist auk fleiri þátta
sem sýna bætta aðlögun og vel-
gengni hjá barninu. Í PMTO ríkir sú
sýn að foreldrar séu mikilvægustu
kennarar barna sinna. Aðferðin er
aðlöguð að íslenskum aðstæðum og
þjónustan veitt af meðferðaraðilum
borgarinnar af mikilli alúð og fag-
mennsku. Úrræðið er þrepaskipt
allt eftir eðli og umfangi vandans.
Boðið er upp á einstaklingsmeðferð
sem fer fram á heimili fjölskyldunn-
ar eða skrifstofu. Auk þess er veitt
12-14 vikna hópmeðferð þar sem
unnið er með foreldrum í hópum.
Sé vandinn vægur eða hætta á
að barn þrói með sér hegðunar-
vanda er í boði átta vikna hópnám-
skeið. Í öllum tilvikum fá foreldrar
heimavinnu milli tímanna þar
sem þeir æfa styðjandi uppeldisað-
ferðir í gegnum PMTO verkfærin;
fyrirmæli, hvatningu, mörk, lausn
vanda, tengsl heimilis og skóla og
eftirlit. Auk þess er unnið með leiðir
til að ef la tilfinningastjórn, virk
samskipti og jákvæða samveru og
afskipti af barninu. Foreldrar fá sím-
töl milli funda sem veita stuðning.
PMTO er í boði í öllum borgar-
hlutum og hjá Barnavernd Reykja-
víkur. Við þjónustulok fylla foreldr-
ar út viðhorfsmat þar sem einnig
er boðið upp á opinn svarmögu-
leika. Þar eru svör foreldra m.a.
eftirfarandi: „Barnið fylgir betur
fyrirmælum“, „ég næ nánari og
dýpri tengslum við hana“, „rólegra
heimilislíf“, „betri samskipti“, „fjöl-
skyldufundur virkar vel“, „barnið
nær sér fljótar niður úr reiðiköstum
þegar mörk eru sett“, „börnunum
líður betur og ég hef betri tilfinn-
ingastjórn“, „barnið virðist örugg-
ara“, „hann sýnir meiri hjálpsemi“,
„kemur núna heim á réttum tíma“,
Hegðunarvandi barna, snemmtæk íhlutun
Arndís Þor-
steinsdóttir
sérfræðingur í
klínískri sálfræði
og starfsmaður hjá
Reykjavíkurborg
„heimanám gengur mun betur“,
„eigum f leiri og betri samveru-
stundir sem skapa minningar“,
„morgnar og kvöld ganga miklu
betur“, „færri árekstrar“, „aukin
samvinna og hamingja“, „frábærir
kennarar sem sýna skilning“, „allir
foreldrar þyrftu að kynnast þessum
verkfærum“.
Frá 2015 hefur Reykjavíkurborg
veitt foreldrum 320 barna ein-
staklingsmeðferð og foreldrum 328
barna hópmeðferð. Að auki hafa
foreldrar 747 barna sótt foreldra-
námskeið. Þetta hefur stuðlað að
bættum lífsgæðum fjölskyldnanna,
sem er það mikilvægasta. Að auki
sparast almannafé til framtíðar
með inngripi sem þessu, en fyrir um
áratug gerðu dönsk félagsmálayfir-
völd úttekt á fjárhagslegum ávinn-
ingi yfir lífshlaup barns ef PMTO
einstaklings- eða hópmeðferð er
veitt fyrir 12 ára aldur. Með því að
núvirða þær tölur í íslenskum krón-
um má sjá að nettó fjárhagslegur
ávinningur þess að veita foreldrum
eins barns einstaklingsmeðferð er
um 6,4 milljónir íslenskra króna og
nettó ávinningur sérhvers barns
sem fær hópmeðferð er um 5,8 millj-
ónir króna. Sparnaður er því um 3,3
milljarðar króna á þessum árum,
sem yrði væntanlega enn hærri ef
ávinningur þess að sækja foreldra-
námskeið vegna vægs vanda hjá
yngstu börnunum yrði tekinn með í
reikningsdæmið. Snemmtæk í hlut-
un borgar sig því svo sannarlega.
Keðjan sem er þjónusta fyrir börn
og fjölskyldur hjá Reykjavíkurborg
heldur utan um úrræðið. Frekari
upplýsingar má finna á heimasíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykja-
vik.is. n
Sigmar
Guðmundsson,
þingmaður
Viðreisnar
14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞRIðJuDAGuR