Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767
| Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is,
s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Guðrúnu tókst ekki að tryggja sér
fullan keppnisrétt eftir að hún
hafnaði í 42. sæti á lokaúrtök-
umótinu sem fram fór á La Manga
á Spáni í síðasta mánuði. Hún hefði
þurft að enda á meðal 20 efstu á
mótinu til að halda keppnisrétti
sínum en þar sem henni tókst það
ekki verður hún með keppnisrétt
í styrkleikaflokki 16 á LET-Evr-
ópumótaröðinni ár. Hún kemur
til með að taka þátt í mörgum
mótum á mótaröðinni en ekki eins
mörgum og þeir kylfingar sem
náðu að enda í 20 efstu sætunum.
Guðrún varð fjórða íslenska konan
til að komast inn í LET-mótaröðina
á eftir Ólöfu Maríu Jónsdóttur,
Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og
Valdísi Þóru Jónsdóttur.
Guðrún tók þátt í 16 mótum
á LET-mótaröðinni á síðasta ári.
Besti árangur hennar var 27. sæti
á móti í Ástralíu og 10. sæti í liða-
keppni sem fram fór í Taílandi.
Fréttablaðið sló á þráðinn til
Guðrúnar þar sem hún var stödd
á Spáni að undirbúa heimferð
en Guðrún var þar ásamt öðrum
atvinnukylfingum frá Íslandi
og landsliðshópi Golfsambands
Íslands við æfingar á Hacienda Del
Alamo golfsvæðinu á Spáni.
Var svolítið upp og niður
„Í hreinskilni sagt þá segi ég nei,“
segir Guðrún þegar hún er spurð
hvort hún sé ánægð með árangur
sinn á síðasta tímabili. „Þetta var
svolítið mikið upp og niður hjá
mér. Það var margt gott sem ég
gerði en annað sem var lélegt á
móti. Það má því segja að þetta
hafi verið sveiflukennt ár hjá mér,“
segir Guðrún, sem hefur í þrígang
hampað Íslandsmeistaratitlinum í
höggleik, 2018, 2019 og 2020.
Guðrún segir að hún hafi ætlað
sér meira á tímabilinu en raun bar
vitni. „Ég neita því ekki að ég ætl-
aði mér meira. Ég átti ágætu gengi
að fagna til að byrja með en ég datt
svo aðeins niður. En ég var ánægð
með hvernig ég endaði tímabilið á
lokamótinu sem gefur mér ágætis
rétt fyrir þetta ár. Ég verð að sjá
til hvernig þetta tímabil þróast og
hvernig þetta kemur til með að
spilast fyrir mig. Það yrði frábært
að ná að vinna sig upp listann með
góðri frammistöðu í fyrstu mótum
ársins og eiga þannig möguleika á
að keppa á fleiri stærri mótum. Ég
mun mæta tvíefld til leiks,“ segir
Guðrún.
Þegar vel gengur opnast tækifæri
Guðrún stoppar stutt við á
Íslandi en hún heldur utan í lok
mánaðarins og tekur þátt í fyrsta
móti í mótaröðinni í Kenía 2. til
5. febrúar. Um markmið hennar á
þessu ári segir Guðrún:
„Já, já, ég er alveg búin að setja
mér markmið en þetta er svolítið
Guðmundur
Hilmarsson
gummih
@frettabladid.is
Guðrún ásamt
föður sínum
Björgvini Sigur-
bergssyni sem
er margfaldur
Íslandsmeistari
í golfi.
MYNDIR/LET
Guðrún að undirbúa sig undir að pútta á móti í Svíþjóð.
Guðrún var útnefnd íþróttakona Hafnarfjarðar og hér er hún á verðlauna-
hátíðinni ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og Antoni Sveini McKee,
sem var valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar. MYND/HAFNARFJARÐARBÆR
erfitt vegna óvissunnar um það
hvaða mótum ég fæ að taka þátt í.
Markmið mitt til að byrja með er
að nýta vel þau tækifæri sem ég fæ
án þess að setja einhverja pressu á
mig sjálfa. Þegar vel gengur opnast
alltaf einhver önnur tækifæri í
hverju sem þú gerir.“
Nú ert þú búin að vera atvinnu-
kylfingur frá árinu 2018. Hefur
þetta verið erfitt?
„Þetta er heilt yfir náttúrulega
algjört hark og stundum furðar
maður sig á því hvað maður er að
gera. Það góða sem stendur klár-
lega upp úr er að þetta er ótrúlega
gaman. Ég elska það að spila golf
og fá að gera það nánast á hverjum
degi á hreint ótrúlegum stöðum
með skemmtilegu fólki er algjör
draumur,“ segir Guðrún.
Spurð hvernig henni gangi að
ná endum saman fjárhagslega
segir hún: „Ég er með alveg frábært
bakland og það er fullt af fólki sem
sýnir mér stuðning. Það er alltaf
erfitt að fá pening og persónulega
finnst mér erfitt að spyrja fólk um
pening. Minn stærsti styrktaraðili
er Forskot sem er afrekssjóður
Golfsambands Íslands. Án hans
væri ég ekki á þeim stað sem ég
er í dag og gæti í raun ekki verið
að gera það sem ég er að gera. Ég
er mjög þakklát fólkinu sem er að
styrkja mig,“ segir Guðrún.
Getur þú einbeitt þér alfarið að
golfinu eða þarft þú að vinna með
því?
„Þegar ég er heima á Íslandi
þá tek ég vaktir inni á milli í
versluninni Kúnígúnd í Kringlunni
og vinn þar í jólavertíðinni. Mér
finnst frábært að gera allt annað en
að spila og æfa golf og gott að geta
fengið smá pening í vasann.“
Guðrún lauk stúdentsprófi við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og eftir það fór hún Bandaríkjanna
og kláraði BS í hreyfifræði. „Þetta
tengist mikið íþróttum og er
svona í áttina að sjúkraþjálfun. Ég
hafði mjög gaman af þessu námi
og ég get alveg séð það fyrir mér
einhvern daginn að halda áfram á
þessu sviði. Það hefur líka hjálpað
mér sem íþróttamanni að læra
þetta.“
Pabbinn ekki lengur að þjálfa
Guðrún byrjaði snemma að
munda golfkylfurnar en frá tíu
ára aldri hefur hún stundað golf-
íþróttina. Faðir hennar, Björgvin
Sigurbergsson, hefur verið hennar
helsti þjálfari í gegnum tíðina.
Björgvin var um árabil einn
fremsti kylfingur landsins og varð
fjórum sinnum Íslandsmeistari
og hefur í fjölda ára sinnt golf-
kennslu.
„Pabbi hefur verið minn aðal-
leiðbeinandi frá því ég var lítil.
Hann hætti í golf þjálfun fyrir um
þremur árum síðan en hann hélt
áfram að vinna með mér. Í haust
varð hins vegar breyting á og
núna er ég að vinna með Nökkva
Gunnarssyni.
Mér fannst kominn tími á
breytingu og fyrst pabbi var búinn
að draga sig út úr golf umhverfinu
þá fannst mér ég þurfa að breyta
til. Hann verður hins vegar alltaf
til staðar fyrir mig en þjálfari
minn í dag er Nökkvi.“
Guðrún var í síðasta mánuði
krýnd íþróttakona Hafnarfjarðar
og hreppti þann titil þriðja árið
í röð.
„Það var mikill heiður og gott
„pepp“ inn í nýja árið fyrir mig
að hljóta þessa viðurkenningu.
Ég vann í tvígang þessi verðlaun í
Covid. Þá var ekki hægt að halda
verðlaunahátíð en það tókst núna
og það var mjög skemmtilegt
að taka á móti verðlaununum í
hátíðarstemningu.“ n
Guðrún Brá
segist hafa ætl-
að sér meira á
síðasta tímabili
en raun bar vitni.
Hún segir að árið
í fyrra hafi verið
sveiflukennt hjá
sér.
2 kynningarblað A L LT 24. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR