Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 8

Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 8
Við megum klappa okkur á bakið en þetta er á sama tíma hvatn- ing til þess að gera betur. Gylfi Þór Þor- steinsson, aðgerðastjóri vegna mótttöku flóttafólks Það er eitt ár núna og Rússar munu örugg- lega ráðast á okkur af meira afli. Waleria Mjagkowar Ég hef aldrei farið neitt og ætlaði mér ekki að gera það. Það var vinna, húsnæði og allt sem ég óskaði mér í Úkraínu Ivan Gordienko Við höfum aldrei upplifað svona hræði- legt ástand og það er ekki bara eldra fólk sem er í áfalli, heldur líka börn Lyudomila Vdovichenko Ivan Gordienko, Lyudomila Vdovichenko og Waleria Mjagkowa komu öll til Íslands í vikunni frá Úkraínu. Þau eru ekki tengd fjölskyldu- böndum en tóku þá ákvörðun á sama tíma, nærri ári eftir að innrásin hófst, að yfirgefa Úkraínu vegna ótta við það sem gæti gerst í dag. lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Í dag er ár frá því að inn- rás Rússa hófst í Úkraínu. Þau Ivan, Waleria og Lyudomila hittust á flug- vellinum á leið sinni til Íslands og ákváðu að ferðast hingað saman og halda saman. Þau komu af ólíkum ástæðum en öll eiga þau það sam- eiginlega að vilja, að þessu loknu, komast aftur heim. Waleria Mjagkowar segist hafa óttast tímamótin sem eru í dag og hvað Pútín geri. Þess vegna ákvað hún að flýja Úkraínu tímabundið og ætlar sér að snúa aftur þegar aðstæður eru aðeins öruggari. „Við hittumst á flugvellinum og þekkjumst ekkert fyrir. Það er auð- velt fyrir fólk frá Úkraínu að tengj- ast á ferðalagi og verða vinir,“ segir Waleria. „Það er eitt ár núna og Rússar munu örugglega ráðast á okkur af meira afli. Ég bý við landamæri Belarús og Rússlands. Það er hættu- legt þar og ég var hrædd og ákvað að fara,“ segir Waleria og að hún hafi viljað fara eitthvert þar sem hún er öruggari. „Ég trúi á Úkraínu og fer eflaust aftur innan mánaðar,“ segir hún og að Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna náttúrufegurðar. „Og svo dreymir mig um að sjá norðurljósin. Ég vona að ég verði heppin,“ segir hún að lokum. Lyudomila Vdovichenko hefur allt frá því að stríðið hófst sinnt ýmsum sjálfboðaliðastörfum í Úkraínu. Hún segir að allt frá því að innrásin hófst hafi hún safnað saman myndum frá börnum sem hún hafi svo gefið úkraínskum hermönnum til að veita þeim styrk til að halda áfram. Hún segir að hennar von sé að á meðan dvöl hennar stendur geti hún fengið að sýna myndirnar einhvers staðar en hún kom með 120 myndir með sér til Íslands. Á myndunum má sjá börnin teikna hvatningarorð til hermanna, að Úkraína sigri og ýmis tákn sem tengjast Úkraínu eins og gula blómið og fánalitirnir en blái liturinn merkir himininn og gula blómið merkir korn en Úkraína er stærsti fram- leiðandi korns í heiminum. Ástæðan fyrir því að Ísland varð fyrir valinu er vinkona hennar sem kom fyrir ári og hvatti hana til að koma. Auk þess segist Lyudomila vilja kynnast listum og menningu hér og taka eitthvað af því aftur með sér til Úkraínu. „Í Úkraínu elskum við friðinn eins og þið á Íslandi. Við höfum aldrei upplifað svona hræðilegt ástand og það eru ekki bara eldra fólk sem er í áfalli, heldur líka börn,“ segir hún og að þegar börn sjái svona mikinn hrylling breytist þau og loki það inni. „Við áttum allt, húsnæði og garða til að rækta grænmeti, en núna hefur fólk misst allt. Svo margir vita ekki hvernig morgundagurinn verður eða bara hvort þau eigi að fara til vinstri eða hægri og leita sér ekki hjálpar,“ segir hún og að þessi endalausa óvissa sé fólki erfið. „Ég er búin að vinna sem sjálf- boðaliði frá því að stríðið byrjaði og suma daga koma allt að 500 manns í leit að aðstoð. Ég held að allir í Úkra- ínu sé með áfallastreituröskun. Fólk vill oft vita hvað við ætlum að gera en fyrir okkur er svo erfitt að búa til plan eða vita hvað við eigum að gera næst. Við höfum upplifað ótrú- legustu hlyti frá því að stríðið hófst. Það hafa verið stanslausar árásir og þú veist aldrei á hvaða húsi loft- skeytin lenda,“ segir hún og að fólk upplifi minni bjartsýni eftir því sem líður á innrásina. „Við viljum búa í okkar landi. Við þurfum ekkert að fara annað. Það er allt í Úkraínu, strönd, fjöll og allt sem maður gæti viljað. Við viljum að þessu stríði ljúki sem fyrst svo við getum boðið ykkur að koma í heimsókn svo við getum sýnt ykkur landið og hversu fallegt það er. Ég er svo stolt af því að vera úkraínsk.“ Ivan Gordienko hefur aldrei farið frá Úkraínu áður en sá sér ekki annað fært en að yfirgefa landið núna og fara á f lótta. „Ég hef aldrei farið neitt og ætlaði mér ekki að gera það. Það var vinna, húsnæði og allt sem ég óskaði mér í Úkraínu en ég er búinn að upplifa þetta ástand mjög lengi. Það var ekki hægt að opna glugga eða hurð án þess að heyra sprengingu,“ segir Ivan en hann býr við landamæri Moldóvu þar sem Rússar eru með stöðugar árásir þessa dagana. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að fara aftur segir hann að hann ætli aftur þegar það sé orðið öruggt. n Búast við harkalegri árás Rússa í dag Myndir sem teiknaðar voru af úkraínskum börnum fyrir úkraínska her- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Í fyrra komu til landsins 2.345 flóttamenn frá Úkraínu. Það sem af er ári hefur 281 komið til landsins og eru því alls 2.626 flótta- menn á landinu frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um flóttafólk frá Úkraínu, segir að fólkið sé dreift um landið. „Við megum klappa okkur á bakið en þetta er á sama tíma hvatning til þess að gera betur,“ segir Gylfi sem þó viðurkennir að verkefnið hafi ekki gengið hnökralaust en fjöldinn var auðvitað miklu meiri en hefur nokkurn tímann verið. „Sem dæmi er heilsugæslan að afgreiða 400 manns á mánuði sem er nálægt því sem var á ári áður,“ segir Gylfi og nefnir einnig húsnæð- ismálin en vel hefur tekist að finna húsnæði fyrir fólk með stuttum fyrirvara. „Miðað við spár gerum við ráð fyrir í það minnsta jafnmörgum og í fyrra, eða að þau séu nær sex þúsund í heildina,“ segir Gylfi en sá fjöldi inniheldur alla f lóttamenn sem hingað koma. Gylfi Þór tók við stöðu aðgerða- stjóra í mars í fyrra og segir að samningur sinn renni út við lok næsta mánaðar. Framhaldið hafi ekki verið rætt en að hann hafi hug á að sinna verkefninu áfram. n Jafnmargir eða fleiri koma í ár lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Í nýrri skýrslu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF, 365 dagar af stríði og f lótta úkraínskra barna, kemur fram að 7,8 milljónir barna í Úkraínu lifi við stríð og afleiðingar þess. Alls hafa 438 börn látið lífið vegna átakanna og nærri þúsund eru særð. Þúsundir skóla og yfir 782 heilbrigðisstofn- anir hafa eyðilagst í árásum síðast- liðið árið. „Eitt ár af stríði hefur rænt börn Úkraínu nánast öllu: heimili, ást- vinum, skólum, leikvöllum, vinum, sálarró, lífi og limum. Von og þraut- seigja verða þó aldrei af þeim tekin og UNICEF hefur staðið sleitulausa vakt við að tryggja þrautseigjuna og halda í vonina,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, en neyðarsöfnun samtakanna á Íslandi í kjölfar árás- arinnar hefur gengið afar vel. n Börn rænd öllu Birna Þórarins- dóttir er framkvæmda- stýra UNICEF á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, utanríkis- ráðherra lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA  Ísland, ásamt kjarnahópi ríkja, styður stofnun sérstaks dóm- stóls vegna glæpa gegn friði í Úkra- ínu. Utanríkisráðherra segir að með stofnun slíks dómstóls verði hægt að aflétta friðhelgi helstu leiðtoga og draga þá til ábyrgðar fyrir glæpina í Úkraínu. Hún er stödd í Strassborg í dag á sérstökum fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins sem tileinkaður er málefnum Úkraínu. Þar leggur hún til að sett verði á stofn  alþjóðleg tjónaskrá á eignaskemmdum, mann- tjóni og alvarlegum meiðslum sem innrás Rússlands í Úkraínu hefur leitt af sér. „Evrópuráðið er reiðubúið til að halda utan um slíka tjónaskrá og á fundinum í dag samþykkja aðildar- ríki Evrópuráðsins að vinna næstu skref að stofnsetningu sérstakrar tjónaskrár vegna Úkraínu. Hér er um stórt skref að ræða,“ segir Þórdís Kolbrún um skrána en fundur ráð- herranefndarinnar í dag er tileink- aður málefnum Úkraínu. Í maí á þessu ári verður haldinn leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík en sú staða sem komin er upp í álfunni í kjölfar innrásar Rúss- lands í Úkraínu verður þar í brenni- depli. „Við erum staðföst í því markmiði að niðurstaða leiðtogafundarins skipti raunverulegu máli fyrir Úkra- ínu og ábyrgðarskyldu vegna þeirra brota sem Rússland hefur framið þar í landi,“ segir Þórdís Kolbrún og að hluti af því að innleiða slíka ábyrgð- arskyldu sé stofnun tjónaskrárinnar og dómstólsins. Nú þegar ár er liðið frá upphafi stríðsins segir Þórdís Kolbrún að ljóst sé að Rússar virði að vettugi alþjóðalög í hernaði sínum í Úkraínu „Ísland hefur talað fyrir mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið geri allt sem í valdi þess stendur til að rann- saka og saksækja fyrir þau voðaverk sem framin hafa verið í Úkraínu og við vinnum að því að tryggja ábyrgð- arskyldu vegna þeirra.“ n Tryggja að Rússar svari fyrir voðaverk sín 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.