Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2023, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.02.2023, Qupperneq 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, waage@frettabladid.is, s. 550 5656, Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna var stofnað árið 2003 og fagnar því tuttugu ára afmæli í ár. Hjá Stefnu starfa um 40 starfsmenn en helstu afurðir fyrirtækisins eru vefum- sjónarkerfið Moya auk fjölda sér- lausna fyrir lítil og stór fyrirtæki segir Kristján Ævarsson, yfir- maður hugbúnaðarsviðs Stefnu. „Við höfum aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með ólíkar sérlausnir sem falla vel að þeim kerfum sem þar eru fyrir. Þar má meðal annars nefna að við settum upp IP sjónvarpið fyrir Vodafone á sínum tíma sem þau tóku svo áfram. Við höfum smíðað kerfi fyrir bændur sem eru í rekstri hjá matvælaráðuneytinu og Ráðgjafa- miðstöð landbúnaðarins. Einnig höfum við aðstoðað Gleðipinna og Te & kaffi í stafrænni vegferð þeirra en allir vefir Gleðipinna- veitingastaðanna eru með take- away-kerfi og bókunarkerfi frá okkur.“ Bílaumboðið Hekla er einn af fjölmörgum viðskiptavinum Stefnu að sögn Kristjáns en þau hafa smíðað marga skemmti- lega hluti fyrir þetta rótgróna og þekkta fyrirtæki. „Hekla var meðal annars fyrsta bílaumboðið til að selja bíla á netinu. Nú hefur það gert enn betur og bætt við lausn frá okkur sem gerir við- skiptavinum kleift að setja sinn eigin bíl saman.“ Öðruvísi en sambærileg fyrirtæki Kristján segir starfsfólk Stefnu hafa tekist á við fjölmargar spennandi sérlausnir undanfarin ár sem hafa gengið mjög vel. „Helsti munurinn á okkur og öðrum sambærilegum fyrirtækjum er sá að við smíðum sérkerfi og sjáum svo um að við- halda og reka þau í langan tíma. Það er eitt að smíða nýtt kerfi og segja svo bless. Síðan er annað að reka þau og bæta við kerfin einu, tveimur eða mörgum árum síðar.“ Stefna var stofnað á Akureyri en seinna meir var opnað útibú í Kópa- vogi til að sinna betur fjölmörgum viðskiptavinum sunnan heiða. Árið 2014 var einnig opnuð skrifstofa í Uppsala í Svíþjóð sem er stýrt af Birgi Haraldssyni, tæknistjóra Stefnu. Vel heppnuð sérlausn Ein af vel heppnuðum sérlausnum Stefnu að sögn Kristjáns er smíði umsjónarkerfis flugherma fyrir CAE Icelandair sem gjörbreytti nýtingarhlutfalli þeirra. „Icelandair rekur ekki bara flugfélag með til- heyrandi flugvélarekstri, áhöfnum, flugvirkjum og stærsta leiðakerfi landsins, heldur er félagið einn- ig með flugherma á Flugvöllum í Hafnarfirði sem eru reknir af dótturfyrirtæki þess, CAE Icel- andair.“ Flughermarnir eru leigðir út jafnt innanhúss til þjálfunar flugmanna og til annarra flugfélaga sem koma hingað til lands í þjálfun. „Eins og gefur að skilja eru flughermarnir sérhannaðir fyrir þjálfun á þær vélar sem Icelandair er með í rekstri hjá sér, sem eru Boeing 757- 200, 737-8 MAX og 767-300 ER.“ Margþættar áskoranir CAE Icelandair leitaði til Stefnu til að innleiða stafræna ferla og leysa margþættar áskoranir að sögn Kristjáns. „Meðal vandamála sem þau stóðu frammi fyrir var að margir ólíkir aðilar voru að bóka á sama tíma, víðs vegar um heiminn. Nýtingu flughermanna var því ábótavant vegna flókins utanum- halds og fyrirtækið var að nota bókunarkerfi sem ekki gat leyst sérhæfðar aðgerðir og viðmóts- kröfur. Þarfir viðskiptavina fyrir- tækisins voru líka ólíkar og þurfti að taka tillit til þess.“ Starfsfólk Stefnu greindi vinnu- lagið, hvernig æfingatímar voru stofnaðir og bókunarbeiðnir inn í slott. Í kjölfar greiningar var lögð til nálgun á endurbætta ferla og smíðað sérhæft bókunarkerfi sem nú hefur verið í rekstri í rúmt ár segir Kristján. Nýting og sjálfvirkni jókst „Ávinningurinn hefur heldur betur skilað sér og er óhætt að segja að bylting hafi orðið á nýtingu og allri umsjón með flug- hermunum. Við erum að sjá betri nýtingu á vinnustundum starfs- fólks í utanumhaldi, bætta nýtingu í bókunum og um leið engar tví- bókanir.“ Sjálfvirkni í f læði gagna úr kerfinu hefur aukist og mikill pappír sparast við færslu yfir í stafrænar skýrslur þjálfunar. „Við- mót kerfisins er mjög hraðvirkt og hefur verið lagað að mikilvægustu aðgerðum, sem spara tíma, tryggja bætta nýtingu og auka ánægju notenda kerfisins. Síðast en ekki síst hefur sér- lausnin skilað félaginu auknum tekjum.“ n Nánar á stefna.is. „Við höfum aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með ólíkar sérlausnir sem falla vel að þeim kerfum sem þar eru fyrir,“ segir Kristján Ævarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tæknilausnir sem bara virka Guðmundur Örn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá CAE Icelandair Flight Training, og Þórir Már Einarsson, ráðgjafi og verkefnastjóri CAE Icelandair í verkefninu, eru báðir mjög ánægðir með samstarfið við Stefnu. „Starfsmenn Stefnu reyndust mjög góðir í að taka við óskum okkar og varpa þeim yfir í tækni- lausnir sem bara virka,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson. Það hafi verið til fyrirmyndar hvernig staðið var að vinnu við þróun kerfisins hjá Stefnu. „Í upphafi lögðum við fram ná- kvæmar skilgreiningar á kerfinu sem við höfðum unnið með Þóri Má Einarssyni ráðgjafa. Stefna tók þær, lagði fram viðmóts- hönnun, fór yfir virknina með okkur, smíðaði svo kerfið og gangsetti í rekstrarumhverfi sem hefur reynst mjög stöðugt. Engin stórmál hafa komið í ljós og allir hnökrar hafa verið lagaðir hratt og örugglega.“ Hann segir kerfið þegar hafa vakið athygli. „Eftir að fyrsta útgáfa kerfisins var innleidd höfum við aukið við virkni þess. Þá hefur komið í ljós að hönnun þess ræður mjög vel við þessar breytingar og auð- velt hefur reynst bæta við nýrri virkni.“ Þórir Már Einarsson segir áreiðanleika hafa verið lykilat- riði í ferlinu. „Eins og kerfið er útfært tryggir það þann áreiðan- leika bókana sem nauðsynlegur er í starfseminni með því að veita okkur og viðskiptavinum okkar aðgang að bókunum í gegnum sama vefviðmót. Ómögulegt væri að ná fram sambærilegum áreiðanleika með að viðhalda bókunum í einhvers konar gagnagrunni og samskiptum gegnum tölvupóst, því breytingar á bókunum geta orðið mjög örar. Í framhaldinu hefur verkefnið verið stækkað enn frekar og inn- leiðing stafrænna ferla aukinn.“ 2 kynningarblað 24. febrúar 2023 FÖSTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.