Fréttablaðið - 24.02.2023, Síða 24

Fréttablaðið - 24.02.2023, Síða 24
Fólk tengir ekki alltaf við að söfn skuli vera meðal elstu stofnana landsins. Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | Elsku hjartans drengurinn okkar, Baldvin Snær Eiðsson Mörköre sjómaður, lést þann 16. febrúar. Útför fer fram föstudaginn 3. mars kl. 13 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Gunný Henrysdóttir Mörköre Eiður Eiríkur Baldvinsson Kristinn Henry Baldvinsson Mörköre Isabella Ósk Baldvinsdóttir Mörköre Arna Sóley Sigurðardóttir Henry Ásgeirsson Mörköre Ragnheiður Kristinsdóttir Aron Ingi Eiðsson Mörköre Jóhanna Sólberg Eggertsd. Brynjar Már Mörköre Bjarni Fannar Eiðsson Alexander Máni Eiðsson Ástkær móðir, amma, langamma og systir, Jóna Sveinsdóttir kennari, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést 15. febrúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 13.00. Edda Björk Sigurðardóttir Arndís Jóna Vigfúsdóttir Hafþór Már Hjartarson Steina Dögg Vigfúsdóttir Sigurður Jóel Vigfússon Halla Björk Vigfúsdóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún K. Jóhannsdóttir frá Háagerði, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 18. febrúar. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Víðihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Freygerður A. Geirsdóttir Örn Hansen Geir Ómar Arnarson Helga María Hermannsdóttir Jóhann Gunnar Hansen Hafdís Ólafsdóttir Haraldur Örn Hansen Hafdís Sigurðardóttir langömmu- og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig S. Sigurðardóttir handmenntakennari, áður til heimilis að Skólatröð 8, Kópavogi, lést fimmtudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 1. mars klukkan 13. Guðrún E. Gunnarsdóttir Heiðar Rafn Harðarson Sigurborg Gunnarsdóttir Guðmundur Sigurðsson Gunnar Rafn, Hörður Kristinn, Helgi Rúnar, Rannveig, Sigurður, Gunnar og fjölskyldur Núverandi húsakostur safnsins var byggður í kjölfar stofnunar lýðveldisins. MYND/AÐSEND Sigurður málari var einn af helstu hvata- mönnum að stofnun Forngripasafnsins. Þjóðminjasafn Íslands er 160 ára og verður stórafmælinu fagnað með fjölbreyttri dagskrá út árið. arnartomas@frettabladid.is Forngripasafnið var stofnað á þessum degi árið 1863 með það að markmiði að varðveita íslenska gripi hér á landi. Fram að þeim tíma höfðu íslenskir gripir eink- um verið varðveittir í dönskum söfnum. Einn helsti hvatamaðurinn að stofnun safnsins var Sigurður málari sem skrif- aði hugvekju í Þjóðólf árið áður þar sem hann ítrekaði mikilvægi slíks safns til að varðveita menningararf Íslendinga. „Fólk tengir ekki alltaf við að söfn skuli vera meðal elstu stofnana lands- ins,“ segir Harpa Þórsdóttir þjóðminja- vörður en Þjóðminjasafn Íslands er ein af fjórum elstu stofnunum landsins. „Þetta er á þeim tíma sem söfn eru að verða til á 19. öld almennt og Sigurður málari er yfirleitt nefndur í því sam- hengi sem helsti hvatamaður því hann horfði til okkar menningar og þess sem við áttum, því sem gerir okkur að þjóð.“ Forngripasafnið var upphaf lega til húsa á lofti Dómkirkjunnar en færðist oft um set þar til það fékk inni í risi Landsbókasafnsins við Hverfisgötu, þar sem nú er Safnahúsið, árið 1908. Eftir að lýðveldið Ísland var stofnað árið 1944 var ákveðið að reisa þjóðinni safnhús við Suðurgötu og var f lutt þar inn sex árum síðar. Skyggnst í helg vé Í dag geymir Þjóðminjasafnið um eða yfir 350 þúsund muni, yfir 8 milljónir ljósmynda og hefur í umsjá sinni 82 hús sem eru staðsett víðs vegar um landið. Harpa segir að á 160 árum hafi safnið sankað að sér og bjargað ýmsum munum úr fórum alþýðunnar sem veita ómetanlega innsýn í íslenska menningu og efnivið til rannsókna um ókomna tíð. „Á síðustu tveimur til þremur ára- tugum hefur Þjóðminjasafnið stækkað og nú er kjarnastarfsemi okkar á þremur stöðum þar sem starfa sérfræðingar á ólíkum sviðum,“ segir Harpa. „Ég tala oft um varðveislurýmin sem okkar helgasta vé, þetta eru mjög lokaðir staðir en á þessu afmælisári langar okkur til að bjóða almenningi að skyggnast bak við tjöldin og heimsækja þessi rými.“ Afmælisfögnuðurinn hefst í dag undir yfirskriftinni Skál í boðinu! Af því tilefni verður ókeypis inn á safnið til sunnu- dags auk þess sem gestum verður boðið upp á köku og lifandi tónlist. Afmælis- dagskráin verður þó gegnumgangandi allt árið. Torfbæir á heimsminjaskrá Harpa nýtir tækifærið til þess að hvetja fólk til að ná í skottið á merkilegri sýn- ingu safnsins sem lýkur um helgina. „Þetta er síðasta sýningarhelgi sýn- ingarinnar Á elleftu stundu sem segir frá rannsóknum dansks fræðafólks sem kom hingað til lands að skrásetja íslensk torfhús,“ segir Harpa. „Þetta er hluti af þessum tíma þegar torfhúsin okkar eru í rauninni að hverfa.“ Harpa segir sýninguna staðfesta mikilvægi þess að varðveita slíkan arf. „Okkur þótti ekki eins vænt um hann og við kölluðum húsin moldarkofa, en í dag er torfhúsaarfurinn okkur mjög mikilvægur,“ útskýrir hún. „Við höfum ákveðnar væntingar um að við getum lagt hann fram og fengið hann sam- þykktan á heimsminjaskrá, það er stórt verkefni.“ Afmælisdagskrá safnsins má finna í heild á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. n Þjóðminjasafn Íslands fagnar hundrað og sextíu ára afmæli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Stefánsdóttir Hvassaleiti 56, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 1. mars kl. 13.00. Streymt verður frá útför: https://youtube.com/live/IpwMU3FQBps?feature=share Stefán Bergsson Jenný G. Magnúsdóttir Tómas Bergsson Nína V. Magnúsdóttir Bergljót Bergsdóttir Birna H. Bergsdóttir Ólafur N. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn 1630 Skálholtsstaður brennur. Þrettán hús og mikil veraldleg verðmæti fara forgörðum. 1918 Eistland lýsir yfir sjálfstæði frá Rússum. 1920 Stjórnmálahreyfing nasista verður til í Þýskalandi. 1924 Íhaldsflokkurinn stofnaður í Reykjavík. Hann sam- einast síðar Frjálslynda flokknum og tekur upp nafnið Sjálfstæðisflokkurinn. 1924 Styttan af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð á Arnarhóli. 1946 Juan Perón kosinn for- seti Argentínu. 1957 Sjómannasamband Íslands stofnað. 1981 Buckingham-höll lýsir opinberlega yfir trú- lofun Karls Bretaprins og lafði Díönu Spencer. 1991 Minnisvarði er afhjúpaður í Innri-Njarðvík um Svein- björn Egilsson, rektor og skáld. 2006 Íslensk kvikmynd, Blóðbönd, frumsýnd. 2011 Geimskutlan Discovery leggur upp í sína hinstu geimferð. 16 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.