Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 28

Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 28
Ég er staðráðinn í að gefa bókstaflega allt mitt í flutninginn. Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Siggi Gunnars verða á sínum stað, stjórna veislunni, og halda stuðinu gangandi. Spennuþrunginn seinni hálfleikur Úlfar, Kristín Sesselja, Langi Seli og Skuggarnir, Silja Rós & Kjalar og Sigga Ózk eiga sviðið í Söngvakeppnishöll- inni í Gufunesi á laugardags- kvöld þegar seinni undanúr- slit Söngvakeppninnar 2023 fara fram. toti@frettabladid.is Keppendurnir eru allir í góðum gír og þrátt fyrir almenna og mikla spennu er auðheyrt að öll hafa þau notið undirbúningsins með öllum þeim ósköpum sem fylgja því að keppa um réttinn til þess að syngja fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor. Bragi og Diljá komust áfram í fyrri undanúrslitunum um síðustu helgi með lögunum Stundum snýst heim- urinn gegn þér og Lifandi inni í mér þar sem heimurinn snerist, þvert á söng Braga, með honum og hvergi fór milli mála að Diljá var sprelllif- andi inni í sér. Fyrir og eftir keppni. RÚV sýnir venju samkvæmt, vitaskuld og að sjálfsögðu beint frá keppninni og kynnatríóið Ragn- hildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Siggi Gunnars halda áfram að keyra stuðið áfram. Þau sem heima sitja geta síðan að sjálfsögðu tekið virkan þátt í síma- kosningunni og stutt við bakið á sínu fólki með því að hringja í 900- númer keppendanna. n Sækir jarðtengingu til ömmu 1 Betri Maður Úlfar (900 9901) „Ég er bara mjög vel stemmdur fyrir stóru stundinni. Mér finnst ég vera vel æfður og hreyf- ingarnar eru komnar í vöðva- minnið. Ég er búinn að setja mér það markmið að hafa gaman af þessu og njóta kvöldsins í botn alveg sama hvað úr verður,“ segir Úlfar Viktor Björnsson sem stígur fyrstur á svið á seinna undanúrslitakvöldi Söngva- keppninnar 2023 á laugardags- kvöld. „Mig dauðlangar að sjálf- sögðu í úrslitin en það eru fjögur önnur frábær atriði með mér annað kvöld þannig það er sko alls ekkert sjálfsagt. Ég er búinn að vera að púsla þessu saman með 100% vinnu þannig frítíminn minn í annað er ofboðslega dræmur,“ segir Úlfar sem reynir að heimsækja ömmu sína eins oft og hann getur til þess að halda sér á jörðinni þessa spennuþrungnu daga. „Ég finn að þar næ ég algerri núllstillingu enda er hún besta kona í heimi. Ég er svo lukku- legur að ég er með heilan her af fólki sem er búið að leggja á sig að búa til allskonar flottheit fyrir stóra kvöldið, bæði heima- búin og prentuð plaköt, boli og fleira. Ég er bara svo hrikalega meyr yfir hvað fólk er tilbúið að styðja þétt við bakið á mér í þessum rússíbana og það gerir þetta allt saman þess virði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli en ótrúlega skemmtilegt líka og lærdóms- ríkt og þetta stóra kvöld er svo auðvitað bara rúsínan í pylsu- endanum. Ég er staðráðinn í að gefa bókstaflega allt mitt í flutninginn. Það verða öll spilin lögð á borðið.“ Lag: Rob Price og Úlfar Viktor Björnsson. Íslenskur texti: Elín Sif Hall. Steikt að syngja í sundi 2 Óbyggðir Kristín Sesselja (900 9902) „Ég er mjög vel stemmd fyrir laugardeginum! Mér finnst svo ótrúlega gaman að vera á sviði og finnst sérstaklega gaman að spila þegar mér þykir vænt um lagið sem ég er að syngja,“ segir Kristín Sesselja og bætir við að það gildi svo sannarlega um lagið Óbyggðir. Hún segist einnig hafa haft mjög gaman af öllum undirbún- ingnum og að setja atriðið sitt saman. „Sædís Ýr fatahönnuður er til dæmis búin að vera í rúman mánuð að sauma kjólinn minn til að gera hann fullkominn. Svo er ég búin að vera að spila út um allt, í fyrirtækjum, leikskólum, grunnskólum og menntaskólum.“ Hún segist einnig hafa ákveðið að fara í sundlaugatúr. „Þar sem ég spilaði í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni og Laugardalslaug á einu kvöldi. Það var mjög steikt en skemmtilegt og öðruvísi gigg. Það er búið að vera mjög gaman og gott fyrir mig að æfa lagið fyrir framan fólk og mér finnst ég orðin mjög örugg í því. Ég hef fylgst með Söngvakeppn- inni frá því ég var mjög lítil þannig það er algjör heiður að fá að taka þátt og ég er ógeðslega spennt að sýna fólki atriðið,“ segir Kristín Sesselja þannig að eftirvæntingin leynir sér ekki. Lag: Kristín Sesselja Einars- dóttir, Tiril Beisland og Vetle Sigmundstad. Íslenskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir. Enskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Tiril Beisland. Söngvakeppnin fer fram í gömlu áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Undir- búningur. Það er algjör heiður að fá að taka þátt og ég er ógeðslega spennt. Bragi og Diljá komust í gegnum fyrri undanúrslitin í síðustu viku og fá á laugardagskvöld að vita hvaða keppendur bætast í hóp þeirra sem munu etja kappi um farmiðann á Eurovision í vor. MYND/KALLI LÚ 20 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.