Skutull - 01.12.1995, Page 4
4
Skutull
Jóna Símonía Bjarnadóttir:
Bráðum koma blessuð jólin
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klœðin rauð
svo komist þau úr hólunum.
Vœnaflís affeitum sauð
semfjalla gekk á hólunum,
nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
segir í gömlum húsgangi. Nokk-
uð yngra er kvæði Ragnars
Jóhannessonar:
Nú er Gunna 'á nýju skónum,
nú eru að koma jól,
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað aðfást við mat,
indœla steik hún er aðfcera
upp á stœrðar fat.
Nokkur aldursmunur er á
þeim börnum sem fengu brauð-
ið og kertin og Gunnu á nýju
skónum sem fékk indæla steik.
Nokkuð víst er þó að tilhlökkun
jólanna hefur verið sú sama þó
undirbúningur og jólahald
þessara tveggja kynslóða hafi
annars verið með ólíkum hætti.
Vafalítið hefur fjölskylda
Gunnu eytt allnokkrum tíma í
jólagjafainnkaup og smáköku-
bakstur. Ekki er ólíklegt að
mamma hafi saumað jólafötin
en efnið verið keypt í næstu
vefnaðarvörubúð. A Þorláks-
messu hefur fjölskyldan svo
skreytt jólatréð með marglitum
kertum og glitrandi skrauti. I
minningum Eyjólfs Guðmunds-
sonar frá Hvoli (1870-1954) er
ekkert minnst á slíka hluti:
Vikan næsta fyrir jól er nefnd
sæluvika, og á það vel við.
Mikill undirbúningur var þá
viku og tilhlökkun jólanna. Þá
voru teygðar vökur, því mörgu
þurfti að koma af fyrir hátíðina.
Þar á meðal að mala rúg í
jólabrauðið, bankabygg í jóla-
grautinn og lummurnar og
steypa tólgarkertin.
A heimili Eyjólfs voru jóla-
kertin steypt þrem dögum fyrir
jól og var talsvert verk. Tólgin
var brædd og henni svo hellt í
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
strokk með sjóðandi vatni.
Þegar tólgin var orðin mátu-
lega heit var ljósagarninu dýft
í, tólgin látin storkna og þetta
svo endurtekið uns kertin voru
fullsköpuð.
Sásiðuraðgefabörnum kerti
á jólum og jafnvel heimilis-
fólkinu öllu var orðinn al-
mennur ekki síðar en í byrjun
19. aldar.
Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á,
kertin standa á
grænum greinum,
gul og rauð og blá.
segir í fyrrnefndu kvæði Ragn-
ars Jóhannessonar. Eyjólfur
minnist ekkert á jólatré enda
komu allrafyrstu jólatrén ekki
til landsins fyrr en um miðja
19. öld. Framan af voru þau
fyrst og fremst á heimilum
heldri borgara en um aldamótin
1900 taka menn að búa sjálfir
til jólatré enda ekki auðvelt að
verða sér úti um grenitré á
þessum tíma. Þessi heimagerðu
tré voru oftast úr mjóum staur
sem festur var á stöðugan fót
og á staurinn negldar álmur sem
voru lengstar neðst en styttust
uppeftir og stóðu á misvíxl.
Oftast voru trén máluð græn og
skreytt með lyngi. A þau voru
hengdir mislitir pokar og á
álmurnar fest kerti.
Fyrir u.þ.b. hundrað árum tók
almenningur á íslandi svo upp
þann sið að gefa jólagjafir. Það
hafði að vísu tíðkast að heimilis-
fólk fengi flík og sauðskinnskó
frá húsbændum sínum á jólum
eins og kemur fram í frásögn
Eyjólfs:
Eftirlíking af gömlu íslensku jólatré frá Þjóðminjasafninu,
í eigu höfundar.
Mamma gaf öllum einhverja
nýja flík, þegar að afloknum
jólalestri.
Karlmennirnir fengu nýjar
milliskyrtur eða nýjan jakka,
jólaskó bryddaða og nýja há-
leista. Stúlkurnar fengu milli-
pils eða svuntu og sjalhyrnu,
stunduin allt þetta hver, sauð-
skinnsjólaskó og sortulitaða
sokka. Börnin fengu ný föt,
rauða eða bláa sokka og jóla-
skó.
Ekki mun þó hafa verið litið
á þetta sem eiginlegar jóia-gjafir
heldur einskonar launauppbót
fyrir árið.
Lítil sem engin komyrkja var
stunduð á Islandi og innfluln-
ingur mjög takmarkaður allt
fram á 19. öld. Brauð og grautar
voru þvíhátíðarmatur. Erlendis
tíðkuðust matarmiklar jóla-
kökur s.s. enska ávaxtakakan
en Islendingar urðu að drýgja
hina verðmætu vöru og bökuðu
því næfurþunnar kökur sent þeir
skreyttu af mikilli list.
Hér er að sjálfsögðu átt við
laufabrauðið sem enn nýtur
mikilla vinsælda. Þegar korn-
innflutningur jókst tóku ís-
Iendingar að baka kleinur,
lummur og pönnukökur til
jólanna. Síðar koma smákökur
og hnallþórur sem um tíma
skipuðu heiðurssess á jóla-
borðinu.
Víðast hvar var slátrað kind
rétt fyrir jólin og nefndist hún
jólaær.
Úr henni var m.a. gerð kjöt-
súpa sem snædd var að kvöldi
aðfangadags. Sumstaðar var
ungkálfi slátrað í stað kindarog
þeir sem áttu engan grip til að
slátra létu sér nægja rjúpu. Hún
var því upphaflega fátækra-
matur.
Aðal hátíðarmaturinn var þó
hangiketið en það var ekki
borðað fyrren ájóladag eins og
enn tíðkast. Að öðru leyti var
jólamaturinn hefðbundinn ís-
Ienskur matur s.s. magáll,
riklingur, rúgkökur og smjör.
Á jóladag fékk hver maður sinn
skammt af þessum hátíðarmat
og nefndist hann jólarefur.
Ein af fyrstu jólaminningunum. Jón skraddari ásamt jólasveininum í garðinum við
Fjarðarstræti 29.
Sumstaðar var svo ríflega
skammtað að maturinn entist
fram yfir nýjár.
Eitt er það í undirbúningi
jólanna sem tíðkaðist á tímum
Eyjólfs og Gunnu og tíðkast
enn.þaðerujólahreingerningar.
Allt varð að vera hreint um jólin.
Stúikurnar höfðu raðað öskun-
um nýþvegnum á búrbekkinn,
sópað undan öllum rúmum og
þvegið rúmstokkana. Öll gólf
voru táhrein, og helzt máttu
börnin ekki koma inn allan
daginn. Fátækraþerririnn brást
ekki, og engin flík var óhrein
innan bæjar. í kýrkláfunum var
bezta taða. og öl I verkfæri lirein.
Rokkarnirallir, kembukassar og
hesputré voru sett út á miðloft
og raðað þar, og blöðin, sem
alltaf voru geymd uppundir í
sperrukverk, horfin. Segirífyrr-
nefndum minningum Eyjólfs
Ljósm: Bjarni L. Gestsson.
inænsnæænætiæKið
® Darna - jólagjaíir!
æ
æ
m
m
æ
æ
æ
«l
m
æ
Eitlhvað við allra hæfi.
Dúkkur — Bilar — Hestar Töskur — Bangsar
— Kaffi- Malar- Þvoltastell — Mcbíur — Kubbar *—
Luðrar — TeJefönar/— Straujárn — Saumavélar —
Saumakassar — Saumaselt — Burstasett — Manicure
— Eldavélar — Flugvélar —■ Skip — Grammófónar
— Pianó — Spiladóstr — Fiðlur — Mandólín —
Gítarar — Munnhörpur — Myndabækur Fiautur
— Fislcar — Fuglar — Skopparakringltir — Smíða*
tól — Úr — Htinglur — Hntfapör — Diskar —
Bollar — Könnur — )ó!atréskraut — Spil — Kerti
— Silfurpleít í 6 gerðum og margt, margt fleira. —
Langmesta úrval bæjarins af 73ARNA-
LEIKFÖNGUM og einnig ódprast.
€B
91
m
æ
æ
æ
æ
æ
m
m
æ
» K. Einarsson & Björnsson, M
rx—t—.—.. Reykjavík. S
Ðankastræli 11.
ðn$næn$$nænæn$
Auglýsing í Æskunni árið 1931.
Guðmundssonar.
Ekki var óalgengt að bærinn
væri einungis þveginn fyrir
jólin og sumir létu sér nægja að
þvo askinn sinn þá. Sama átti
við um flíkur. Til var að fólk
færi einungis í bað um jól og
léti þá þvo föt sín. Þekkt er
sagan af kerlingunni sem hafði
gengið með sama faldin allt árið
en tók sig til og þvoði hann úr
hangiketssoði á þorláksmessu.
Heldur þótti karli kerling sín
vera farin að hafa sig til! Sumir
áttu reyndar ekki föt til skiftanna
og urðu því að treysta á þurk á
Þorláksmessu og aðfangadag,
var það kallað fátækraþerrir.
Það var víðast hvar regla að
allir skyldu hafa þvegið sér og
kembt hár sitt fyrir dagsetur á
aðfangadag.
Og loks gekk hátíðin helga í
garð.
Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri Ijósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Heimildir:
Árni Björnsson: Saga daaanna.
Reykjavík 1993.
Barnanna hátfð hlíð Sögur,
söngvar og fróðleikur um jólin.
Reykjavík 1993.
Eyjólfur Guðmundsson: Vöku-
nætur II Vetrarnætur. Reykja-
vík 1947.
Jólavaka Safnrit úr íslenzkum
bókmenntum. Reykjavík 1945.
Harðfiskur
frá Isafírði
Fiskverkun Finnboga J. Jónassonar
Túngötu 7 • 400 ísafirði • S456 3250,456 3705 & 854 2432