Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 3
SVFR
VEIÐIMAÐURINN
MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI
NR. 29
SEPT.
1954
Ritstjóri: Viglundur Möller, Útgefandi: StangaveiÖifélag Reykjavikur
Ægissíðu 92. — Simi 3755. AfgreiÖsla i Veiðimanninum, Lcekjartorgi
PrentaÖ i Ingólfsprenti
T vertfðarlok.
VIÐ höfum sjálfsagt allir orðið fyrir
þvi, að einhver kunningi okkar, sem
ekki fœst sjálfur við stangaveiði, gerði
góðlátlegt gys að okkur þegar við komum
heim lír misheppnaðri veiðiför. En að
þeirra clómi er ferðin misheppnuð, ef
lítið veiðist. Við segjum hins vegar flest-
ir: Ferðin getur verið ágœt þótt litið
veiðist. Þar kemur svo ótal margt ann-
að til greina, sem hinir „innvigðu“ skilja.
Og það var þetta svar, eða eitthvað á
sömu leið, sem varð til þess, að einn
kunningi minn, sem var að reyna að
skopast eitthvað að mér fyrir veiðiáhug-
ann og öngulsárin, sagði við mig núna
i vertiðarlokin: „Þið eruð undarlegar
mannverur, þessir veiðimenn, en það
undarlegasta við ykkur er þó ekki það,
að þið skuluð hafa gaman af að reyna
að krækja i fisk og hanga yfir þvi dög-
um og vikum saman, þótt ekkert sé að
Veiðimaðurinn
hafa. Það furðulegasta er, að ykkur skuli
takast að telja sjálfum ykkur trú um
það eftir á, að veiðileysið og vonbrigðin
hafi verið einhver óviðjafnanleg sœla.“
En hann sagðist, þrátt fyrir allt, verða
að viðurkenna, að það vœri nokkurs
virði, að geta breytt biturri reynslu i
Ijúfar minningar.
Þetta samtal varð til þess, að ég fór
að hugsa um grein, sem ég las einhvern
tima eftir norskan veiðimann. Hann var
að isegja frá veiðiferð, sem hann fór
frá Hammerfest inn á Finnmörk. Hann
segir að ferðin hafi byrjað þegar þeir
félagar settust. upp í bílinn i Hammer-
fest, hráslaglegan júlimorgunn, og óku
af slað inn á auðnir Finnmerkur. En
svo segir hann: „En raunar byrjaði þó
ferðin alls ekki þá. Engin veiðiferð byrj-
ar þannig. Veiðiferðin byrjar á hinum
löngu og dimmu vetrarkvöldum, þegar
1