Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 5

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 5
jristund án þess að vera truflaður, sagði við mig í sumar, að hann hefði hvergi aðra eins friðar- og frelsistilfinningu eins og þegar hann vœri kominn að veiði- á. Það vœri eins og allar áhyggjur hyrfu á sömu stundu — hann væri alfrjáls mað- ur. Þannig er reynsla allra, sem stunda stangaveiði með hinu rétta hugarfari — m. ö. o. þeirra, sem fara í veiðiferðir til þess að hvíla sig og vera í fallegu um- hverfi, með góðum félögum, en telja ekki aðalatriðið, hvað þeir fá marga fiska, þótt vitanlega sé ennþá skemmtilegra og fallegra þegar vel veiðist! Við neitum þvi ekki, að vonbrigði geta átt sér stað í veiðiferðum, en þau gleym- ast venjulega fljótt, og oftast eru heild- aráhrifin og endurminningarnar þann- ig, að við vildum ekki hafa misst af ferðinni, hversu litill sem aflinn hefur verið. Við erum öll meira og minna náttúru- börn, hvort sem við gerum okkur grein fyrir þvi eða ekki. Það er einhver streng- ur i sálum okkar, sem getur ekki hljóm- að nema þegar við erurn komin út i hina frjálsu „óskipulögðu“ náttúru. Það er eitthvað innra með okkur, sem gerir öðru hvoru uppreisn gegn allri skipulagningu, skólun og tœkni, og við viljum komast burt frá þessxi öllu við og við, þótt skyn- semin segi okkur að það sé nauðsynlegt og við gœtum eflaust ekki verið án þess til lengdar. Það getur farið um okkur einhver unaðskennd við það, að ganga þröngan, hlykkjóttan og ósléttan götu- troðning eftir árbakkanum, sem fcetur manna og dýra hafa mótað á liðnum öldum, og okkur finnst það yndisleg til- breyting frá eggsléttum gangstéttum borgarinnar eða bílveginum. Og ilmur- inn frá blóðberginu og lynginu er miklu scetari en af skrautblómum skipulagðra skrúðgarða. Við hlustum með hrifningu á lofsöng lóunnar og þykir hann þúsund sinnum fegurri en hálcerðar söngraddir i útvarpinu. Og vceri ekki löngu hcett að vaka yfir túnum eða færa frá, mynchim við labba út i kvöldkyrrðina áður en við fœrum að sofa og vita hvort við heyrðum ekki unga dalastúlku, raula fyrstu ástarljóðin sin úti á túngarðin- um eða við kviarnar. ★ Veiðiárinu 1954 er nú lokið, og lax- inn brást eins og sildin. Við heyrum stundum haldið fram að lax- og sild- veiði eigi að fylgjast að — ef annað sé gott sé hitt það lika. Ekki mun þó mik- ið mark að þessu. Þetta var niunda sild- arleysisárið í röð, en á þvi tímabili hafa komið nokkur sæmileg og tvö eða þrjú ágœt laxveiðiár. A góðviðristímabilinu í april og mai i vor spáðu margir að laxinn mundi ganga snemma og veiði verða mikil fyrri hluta sumarsins. Öll venjuleg skilyrði virtust vera til þess, að svo gæti orðið. En þetta fór þó m jög á annan veg. Lax- inn kom seint og litið af honum viðast hvar. Er þetta enn eitt dæmi þess, hve erfitt er að reikna út ferðir hans og háttu. Hann hefur löngum leikið sér að því, að gera þveröfugt við það, sem veiði- mennirnir búast við, og vonandi heldur hann því áfram, þvi að i óvissunni um allt hans ráð er helmingur töfranna fólginn. Til eru þó menn, sem þóttust sjá og vita það fyrir, að laxveiði mundi verða lítil i sumar. Byggðu þeir þá skoð- un á ýmsum athugunum á veðurfari og Veiðimaðurinn s

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.