Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 10

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 10
ist fiskurinn ekki nema við illan leik upp á hrygningarsvæðin, getur hann ekki lirygnt eðlilega. Stigarnir þurfa því að vera þannig úr garði gerðir, að sem flestir fiskar komist upp án of mikillar áreynslu. Þetta hefur oftast nokkru meiri kostnað í för með sér, en hins ber að gæta, að fé sem varið er í ófullnægjandi stiga er að mestu leyti kastað á glæ. Veiðimálastjóri telur allt benda til að verk þetta hafi tekist með ágætum og árangurinn verði sá sem við vonum allir, að fiskurinn eigi hér eftir að jafn- aði greiðan gang upp á efri svæði árinn- ar. En hann kvaðst þó vilja leggja áherzlu á það, að aldrei væri hægt að fullyrða fyrirfram að engu þyrfti að hagga. Reynslan ein gæti skorið tir því, livað fiskinum líkaði bezt, og mönnum mætti því ekki koma á óvart, þótt einhverjar smábreytingar reyndust nauðsynlegar síð- ar meir. Við veiðimennirnir vonum hið bezta, og það er í samræmi við okkar alkunnu bjartsýni, að fara nú strax að hlakka til að veiða nýgenginn fisk „upp á milli fossa“, eða jafnvel fyrir ofan Glanna, í júnímánuði næsta sumar, ef eittlivað sleppur þá upp gegnum nylonnetin í Hvítá. Ný eldisstöð. NOKKRIR menn í Hafnarfirði hafa fyrir nokkru ráðizt í framkvæmdir til þess að reisa nýja eldisstöð. Er ætlunin að rækta þar fisk til útflutnings, bæði regnbogasilung og íslenzku silungsteg- undirnar. Hafa þegar verið gerðar 7 tjarnir — þrjár 7X-'0 m- °g fjórar 8x40 m. Ennfremur er langt komið að reisa klakhús. Keypti sinn eigin lax. LÁVARÐUR nokkur átti veiðiá. Hann var gleðimaður mikill og liélt oft fjölmennar veizlur. Við eitt slíkt tækifæri stóð mikið til og lávarðurinn þurfti á talsverðu magni af laxi að halda. En eins og við vitum, er ekkert eins ótryggt og laxveiði. Hann getur átt til að taka hjá þér eins og þorskur, þegar þtt átt sízt von á, en snertir ekki fluguna þína þegar þti kem- ur að ánni sannfærður um að þtt fáir mikla veiði. Jæja, hinn ágæti lávarður sendi nú alla vini sína út af örkinni og bað þá að veiða sem niest þeir mættu, en enginn þeirra fékk ris, hvað þá meira. Hann sneri sér þá til netamannanna, sem áttu lagnir niður við árósinn, en þeir kváðust heldur ekki fá bein, og nú voru góð ráð dýr. Þrautalendingin var því að leita á náðir fisksalans, og hann hringdi síðan til Billingsgate og bað að senda sér tólf laxa og þar með voru vandræðin leyst. En nú er að segja nánar frá neta- mönnunum. Nóttina áður en lávarður- inn talaði við þá, liöfðu þeir flutt net sín upp á veiðisvæði hans og fengið þar fimmtíu laxa í alkunnum veiðihyl. Þenn- an ránsfeng sendu þeir svo um morgun- inn með járnbrautinni til Billingsgate og seldu hann fisksala þar. Tólf af þess- um fiskum voru síðan sendir sömu leið aftur síðari hluta dagsins, og lávarður- inn greiddi álitlega upphæð fyrir þá, alls hugar feginn að fá loksins laxinn í veizluna! Lauslega þýtt úr ensku. 8 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.