Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 13
mikinn hluta a£ stofninum megi veiða. Sumar þessar rannsóknir hafa staðið yfir í fjölda ára og hér á landi er brýn nauð- syn til slíks hins sarna, en er þó ekki framkvæmanlegt sem stendur vegna skorts á vinnuafli og nauðsynlegu fé til framkvæmda. Tilraunir og tækni. Auk þessa eru ýmsar nýungar og ýms tækni sem vert er að kynnast hjá Ame- ríkumönnum og sjálfsagt er að hagnýta við rannsóknarstörf hér, svo sem litla og þægilega bergmálsdýptarmæla til að mæla dýpi vatna, pressun hreisturs í stað þess að líma það á gler og fleira. Loks skal getið tilraunar, sem verið er að gera vestur í Michigan á fiskirækt- arstofum þar og mörgum veiðimannin- um mun þykja næsta undarleg. En þessi tilraun felst í því að venja eldisfiskistofn- inn — sem sleppt er í árnar — af því að vera of gráðugan í að taka beitu.1) Lokaorð. Áhugi manna hérlendis fer mjög ört vaxandi fyrir sportveiði og þar sem veiði- álagið á fiskstofnana í ám og vötnum fer vaxandi, hlýtur að koma að því, að veiði- álagið verði meira heldur en stofnarnir þola. Þegar þar er komið er um tvennt að velja, annaðhvort að takmarka veið- ina við það magn sem náttúran fram- leiðir eða auka við stofnana með klaki og eldi. Með hækkandi veiðileigu kem- ur að því, að það mun borga sig að klekja út laxi og silungi, ala hann og sleppa síðan í ár og vötn. Það, sem við verðum að gera í þessu sambandi er að 1 Sbr. greinina „Háskóli fyrir fiska“ á bls. 18. Ritstj. fylgjast nákvæmlega með hvernig veiðin gengur, með söfnun veiðiskýrslna og ann- arra upplýsinga um veiði, og þegar veiði- álagið verður of mikið þá að vera til- búnir að mæta því ástandi með því að bæta alifiski í árnar og vötnin. Við verð- um að fylgjast vel með öllum nýungum á sviði fiskiræktar og sjálfir gera fiski- ræktartilraunir, sem eru sniðnar við okk- ar aðstæður. Ferð mín til Ameríku nú í vor, sagði veiðimálastjóri að lokum, var fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að fylgjast með því, sem þar er að ger- ast í fiskiræktarmálum og sjá hvað við íslenclingar getum notfært okkur af þeirra reynslu. Stór sjóbirtingur. UM 20. júní í sumar veiddi Jón Björnsson form. stangaveiðifélagsins á Sauðárkróki, 24 punda sjóbirting í ósi Vestari Héraðsvatna. Mun það vera með stærstu fiskum þeirrar tegundar, sem veiðzt hafa á stöng a. m. k. síðustu árin. Sögur eru til um ótrúlega stóra sjó- birtinga, sem veiðst hafi í net. Þar á meðal er sagt að eitt sinni hafi 34 punda fiskur fengist í net í Eystri Rangá. Heimsmet? í norsku veiðimálariti er það haft eftir finnsku Itlaði, Lansi Savo, að finnskur stangveiðimaður hafi í fyrra fengið lax, sem vegið hafi 79,8 pund og verið 1,5 m. á lengd. F.kki er getið hvort þetta séu ensk pund, en þótt svo væri, er þetta heimsmet, hafi fiskurinn verið Atlantshafslax (Salmo salar). Hingað til ltefur verið talið að laxinn, sem Henrik Henriksen veiddi í Tanaelv í Noregi 1928 væri lieimsmetið. En hann var ekki nema liðug 79 ensk pund. Er ástæðulaust að fara að taka þennan hciður af frændum okkar, Norðmönnum, meðan betri staðfesting hefur ekki fengizt á fregninni um þennan finnska lax. Veiðimaðurinn 11

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.