Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 15

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 15
Efnilegir unglingar. Þessi ungi maður heitir Sigtryggur Sveinn Braga- son og á heima i Garðastrccti 33 i Reykjavik. Hann er 10 ára gamall, sonur Braga Eirikssonar for- stjóra, sem er einn þeirra hamingjusömu manna, cr sumar hvert fá nokkra veiðidaga i Laxá i Aðal- dal, og fer hann þangað venjulega i byrjun ji'ini. í sumar lofaði hann syni sinum með sér, og h. S. júni fékk hann að renna i Kistukvisl, sem þó er n i'i að jafnaði ekkert „barnameðfœri“. En sá litli var livergi smexkur, renndi í flaum hinnar ferlegu kvislar og fann fljótlega kiþþinn, sem sumir okkav hinna eldri þurfa oft að biða lengi eftir. Viðureignin stóð i hálftima og veicldi hinn ungi veiðimaður fiskinn algerlega hjálparlaust. Þetta var fyrsti laxinn, sem veiddist i ánni á sumrinu, og vóg 9 þund. Veiðimaðurinn óskar Sigtryggi til hamingju með þessa ágœtu byrjun og þykir hún benda til að hann eigi eftir að verða liðtcekur i listinni. Ljósm.: Böðvar Bragason. Veiðikapþinn, sem þessi mynd er af, er 12 ára. Hann á heitna á Akureyri og heitir Sigurður Guð- mundsson Jörundssonar, hins landskunna skiþstjóra og aflamanns frá Hrisey, sem er sonarsonur Hákarla- Jörundar. Það þarf þvi engan að undra, þótt veiði- náttúran hafi vaknað snemma i Sigurði, né heldur þótt ibiiar liafs og vatna séu sólgnir i beituna hjá hotium. Það er allt að þvi „visindalega sannað“, að „veiðipaddari' er ccttgeng og kemur jafnvel enn áþreifanlegar niður á börnunum en syndir feðranna, og er þá mikið sagt. Sigurður var einnig i Laxá með föður sinum, á sama tima og Sigtryggur, og veiddi þennan fisk á sama stað daginn eftir. Var það annar laxinn, sem kom uþþ úr áinni á sumrinu og vóg 10 þund. Verður ekki betur séð en að drengirnir hafi slegið „þeim gömlu“ rcekilega við. Veiðimaðurinn óskar Sigurði til hamingju og telur vist að hann vilji komast i Laxá nœsta sumar. Ljósm.: Böðvar Bragason. Veiðímaðurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.