Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 16
Netaveiði bönnuð
í 2. liefti þessa árs af norska tímarit-
inu Fiskesport, er sagt frá því, að nú
sé að koma í ljós ágætur árangur af rót-
tækum friðunarráðstöfunum, sem gerðar
hafa verið á Bjerkreimselva á Rogalandi.
Öll veiði liefur um nokkurt skeið verið
bönnuð í Lauvanessundi við Egersund,
en um það gengur laxinn upp í Bjerk-
reimselva. í þessu sundi var áður mikið
veitt í kastnætur, og segir ritið að þar
hafi átt sér stað fullkomin rányrkja. Ár-
eigendur í Bjerkreim hafa jafnframt sam-
jjykkt að leggja niður alla netaaveiði og
leyfa eingöngu stangaveiði.
Annars staðar í fylkinu er einnig unn-
ið að því, að auka stofninn t. d. í Sauda,
og allsstaðar er aðferðin hin sama, þ. e.
að takmarka netaveiðina mjög mikið
eða hætta henni með öllu.
Norðmenn eru almennt koinnir á þá
skoðun, að neta- og gildruveiðin sé or-
sök þess, hve lítið er orðið af fiski í
mörgum ám, enda er reynslan búin að
sanna þeim, að stöngin ein getur aldrei
orðið stofninum hættuleg.
★
Þessu til viðbótar skal tekinn upp kafli
úr rabbi K. S. við veiðimenn, í Morgun-
blaðinu nú í sumar. Sýnir hann vel, hvort
Norðmenn telja hættulegra, netin eða
stöngina:
„Ég sá í nokkurs konar handbók fyrir
ferða- og veiðimenn, sem gefin er út á
ensku af norsku ferðaskrifstofunni í Lon-
don, ágætar upplýsingar um veiðivötn og
veiðiár í Noregi. Þar segir m. a. frá
nokkrum mjög norðlægum laxveiðiám
þar í landi, þar sem hætt hefur verið
við netaveiði, en stangaveiði tekin upp
í staðinn. Ár á þessum slóðum eru um
margt svipaðar íslenzkum veiðiám og
er því ekki ófróðlegt að fylgjast með
livernig mönnum gengur þar við ræktun
og annað er þetta snertir.
í Repparfjord-á nálægt Hammerfest á
Finnmörku var t. d. árleg veiði í net
komin niður í 200 kg., en síðan 1928
liefur sri á verið í höndum stangaveiði-
félags og árleg veiði nú komin upp í
2000 kg. Þrátt fyrir að félagið tæki við
ánni svo að segja laxlausri og leyfi nú
orðið 20 stengur á uin 25 km. svæði, þá
hefur þó veiðin aukizt jafnt og þétt.
Félagið hefur ýmsar reglur um ána, —
leyfir t. d. ekki spónveiði eða veiði með
kaststöng og veiði frá bát er einnig
bönnuð.
Ýmsir netapostular hafa verið að halda
því fram, að stöngin væri eins hættulegt
\opn og netin sem veiðitæki, en reynsl-
an virðist alls staðar sanna það gagnstæða
þó lengra verði ekki farið út í þá sálma
í bili.“
Leiðrétting.
í síðasta liefti liefur með einhverjum
hætti orðið einkennilegt línubrengl á
bls. 10, eftir að gengið var frá síðustu
próförk. Efsta línan í fremra dálki á að
koma á eftir fyrstu línunni eftir fyrri
greinaskilin — og verður þá setningin
þannig: „þeir, sem hafa skapgerð til að
hanga yfir öðrum veiðimönnum heila
og hálfa daga“ o. s. frv.
14
Veiðimaðurin.n