Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 20
Háskóli fyrir fiska. EFTIR því sem leikni og lymska veiði- mannanna eykst þurfa fiskarnir helzt að hafa gengið í háskóla til þess að geta varað sig á agninu. Þess vegna hefur nú verið komið á fót sérstakri „háskóla- deild" við klakstöðina miklu í bænum Oden í Ameríku — og kennslukraftarnir eru nokkrir hálærðir dýrasálfræðingar. Mönnum er löngu orðið ljóst, að urrið- ar, sem aldir eru upp af mönnum, verða undarlega skammlífir, eftir að þeim hef- ur verið sleppt úr klakstöðvunum í ár og læki, og ætlunin með þessari óvenju- legu tilraun í Oden er sú, að kenna þeim að leika á veiðimanninn — og lengja þannig eitthvað ævi sína, eftir að þeir eru orðnir frjálsir. Venjulegir urriðar eru oftast mestu fantar við að eiga og erfitt að veiða þá. En „tömdu“ urriðarnir eru miklu einfaldari. Þeim dettur ekki í hug að halda sig niðri við botninn, heldur eru þeir að spóka sig uppi í vatnsborðinu og leita sér að æti, og þeir þurfa heldur ekki lengi að leita, en gallinn er sá, að öllum til hamingju með þessar fram- kvæmdir, og vonar að þær beri verð- skuldaðan árangur í fyllingu tímans. Jafnframt mættu þær verða einhverjum öðrum mönnum hvatning til hliðstæðra verka, þar sem enn bíða ónumin lönd og ónotuð tækifæri. Ritstj. í hnossgætinu leynist oft oddhvass og banvænn öngull. í tjörnunum í Oden er „tömdu“ urr- iðunum kennt að haga sér eins og frænd- ur þeirra gera úti í náttúrunni. Til þess að venja þá á að leita fæðunnar niður við botninn er hún látin renna út í vatnið gegnum löng rör, sem liggja nið- ur á botninn. Áður var ætinu fleygt út á yfirborðið. Og til þess að venja þá af þeim ósið, að koma æðandi upp í vatns- skorpuna, í von um að fá eitthvað í svanginn, hvert sinn sem einhver geng- ur eftir bakkanum, hafa dýrasálfræðing- arnir strengt rafmagnað net uppi í yf- irborðinu, svo fiskarnir fá í sig öflugan rafmagnsstraum, ef þeir koma með ugg- ana of nærri. Til þess að ganga úr skugga um, hvort fiskarnir hafa nokkuð lært í skólanum, láta dýrasálfræðingarnir merkja þá áð- ur en þeim er sleppt „út í lífið“ — og sérstök ákvæði í veiðilöggjöf héraðsins skylda veiðimennina til að skýra frá, ef þeir fá merktan urriða. Ef tilraunin skyldi leiða í ljós, að „há- skólagengnu“ urriðarnir stæðust betur tálsnörur lífsins en aðrir klakfiskar, verð- ur þessi aðferð tekin upp víðar. En ef veiðimennirnir í nágrenni Oden verða ekki varir næstu árin, þá þurfa þeir ekki að kenna það lélegum tækjum eða lítilli kunnáttu, heldur menntun urriðanna. Það er eitt af helgustu boðorðum veiðimanns- ins að láta sér aldrei mislíka, þó að hann veiði ekki. Og veiðimanni, sem leiðist við ár eða vötn, er hollast að hypja sig heim, því að óánægðir menn hafa þar ekkert að gera. Björn J. Blöndal — Hamin#judagar. 18 Veidimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.