Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 26

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 26
Lagfæring á Laxá í Dölum. Fyrir sprenginguna. SVO sem ýmsum er kunnugt, hefur I.axá í Dölum oft orðið svo vatnslítil, að iaxinn komst illa upp úr svonefndum Matarpollum, sem eru neðst í ánni, og í miklum þurrkasumrum safnaðist því fiskurinn fyrir niður í ós og komst ekki upp fyrr en seint og síðar meir. Nú heíur verið ráðin bót á þessu með því, að sprengja um 100 m. langa og 1,5 m. breiða rás í klappirnar ofan \ ið ós- inn Telja kunnugir að þetta nægi tii þess að sá fiskur, sem kominn er upp í Matarpollana geti gengið upp hindr- unariaust, þótt áin verði mjög lítil. Har- aldur Jónsson og Jens Guðjónsson, sem sáu um sprenginguna, telja samt að neð- an \ ið Matarpollana þurfi að gera lag- færingar, vegna þess að þar á fiskurinn einnig erfitt með að kornast upp nema á stórstraumsflóðum. liflir spreiif’inginia. að bakkanum, en þá bauð hamingju- dísin að stöngin skyldi brotna. Og það \arð. En fiskurinn var enn á. Og nú kom að því að háfnum var rennt undir laxinn, en þá hló hamingjudísin enn og bauð að háfurinn skyldi rifna. Og það varð, sem hún skipaði. En fiskurinn var enn á og matreiðsluniaðurinn gat ekki losnað við laxinn! Á endanum var faxinum landað og matreiðslumaðurinn náði sér í stóra og svera rá og flutti fiskinn heim á Beauly- setrið. Og síðan gengur sú saga að hann hafi hlaupið eins og óður maður umhverfis herragarðinn og lirópað: „Ég er veiði- kóngurinn á Beauly! Ég get veitt lax, engu síður en soðið hann!“, og það, sem hann sagði var satt. Laxinn var 50 pund. Þannig getur hamingjudísin notað oss dauðlega menn til Jress að skennnta sér. Þetta er sönn saga, sögð af Mac Kintosh nokkrum, sem þarna var, og hann sagði hana frú Came- ron í Clunes, sem var svo elskufeg að segja mér hana h. 2i. febrúar á því herr- ans ári Í944. Þýtt úr ensku. 24 Veiðimaðurin.n

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.