Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 30
el hann skipti á þeini og nýjum stöng-
um. Hann hefur alltaf veitt á þær liing-
að til og þær hafa staðizt margar elcl-
raunir á undanförnum árum, já, ef til
vill áratugum. Þær ganga oft í arf frá
föður til sonar og með þeim minningar
og reynsla. í þeim er ekki aðeins kunn-
áttan, heldur einnig sjálf listin að dorga
lioldi klædd. Það er synd og háðug að
brjóta gamla stöng eða missa hana. Ný
stöng getur þá fyrst komið að sömu not-
um er hún hefur staði/.t sinn reynslu-
tíma. Fái maður ekki fisk á liana er
það stönginni að kenna — en þótt mað-
ur fengi ekki fisk á gömlu stöngina var
það ekki hennar sök, heldur var þá eitt-
hvað annað að. En þótt ég sé nti farinn
að ýkja og „grobba“ dálítið, tel ég það
litln skipta, því núna þegar ég ætla að
fara að lofsyngja nýju stöngina mína,
hitnar mér um hjartaræturnar við hugs-
unina um allar gömlu stengurnar mínar,
sem eru úr sögunni fyrir allmörgum ár-
um — allar þessar gömlu stengur, sem ég
geymdi ár eftir ár, sem fylgdu mér á
ferðunt mínum og flutningum, stengurn-
ar, sem ég hafði sjálfur titbúið, sjálfur
valið í skóginum þar sem há og spengileg
og kvistalaus furu- og reynitré stóðu.
Þvílíkar minningar! Heita sumardaga
og svalar sumarnætur undi ég, frá mér
numinn, í víkinni gegnt Virtabrúnni í
Koljonvirta, eða lét strauminn bera bát-
inn minn til Koiraniemi, þar sem sund-
ið breiða víkkaði og prestssetrið og Poro-
selkáfjörðurinn blöstu við sjónum.
★
Loksins hef ég fengið nýju veiðistöng-
ina mína, sem ég er búinn að hlakka til
að eignast í mörg ár — eina af hinum
heimsfrægu Hardy-stöngum, sem þeir
hafa einkaleyfi á, beztu tegund, sem ekki
er liægt að betrumbæta. Á sama hátt og
ég fór áður um skóginn og leitaði að
stöngum handa drengjunum mínum.
hef ég nú flett verðlistum margra fyrir-
tækja, í leit að þessari veiðistöng. Eg
hef velt þessu vandamáli fyrir mér í
langan tíma og ráðfært mig við aðra um,
hvernig sú stöng ætti að vera, sem hent-
aði mér bezt. Að lokum nam ég svo
staðar, ef svo mætti segja, við þá réttu
og fann þá gerð, sem ég taldi mig ánægð-
an með. Eg hef skrifað og spurt, sent
mál af mér, þyngd og hæð ásamt lýsingu
á ánni sem ég veiði í og stærð fiskanna,
sem þar hafast við. Ég hef spurt fyrir-
tækið, hvaða stöng þeir teldu henta mér
bezt, með hliðsjón af öllum þessum upp-
lýsingum. Þeir mæltu með vissri tegund
af „split-cane“, sem ber hið hljómfagra
nafn „Palakona“ — extra light — sú létt-
asta og sterkasta í hlutfalli við sverleik-
ann. Ég fékk hana ekki fyrr en sex mán-
uðum eftir að ég sendi pöntunina, svo
lengi þarf hún að vaxa og þroskast þar
ytra. Þegar þeir svo loksins sendu stöng-
ina, skrituðu þeir með henni, að þeir
hefðu vandað sérstaklega til hennar. Hún
væri smíðuð af þeirra mesta snillingi og
það mundi gleðja þá innilega, ef ég yrði
ánægður með liana. Þeir biðja mig svo
að skrifa sér þegar ég hafi prófað hana
— og það ætla ég líka að gera núna.
Gamall skipstjóri, sem er vinur minn,
tók hana með sér yfir Norðursjóinn og
Eystrasalt. Hann hafði hana uppi á hillu
í káetunni sinni. Hún var vafin innan
í vatnsheldan dúk og svo snyrtilega og
vel um hana búið, að það var næstum
því synd að skera á bandið, sem var
utan um pakkann. Ég ákvað því að opna
28
Veiði maðuriw