Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 32

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 32
Þessi tilfinning gagntekur mig og hún berst um vöðva handarinnar eftir úln- liðnum og upp allan handlegginn. Ná- kvæmlega eins og á unglingsárunum, þegar ég var að sveifla nýsmíðaða reyr- prikinu mínu, stend ég nú á hlaðinu hjá malaranum og læt stöngina mína hvína í loftinu, í geislaskini aftanroðans, við undirleik litla læksins og ólgunið stórfljótsins, sem er kippkorn fjær. Stöngin titrar og svignar og kippir í úlnliðinn á nrér, eins og hún sé að leitast við að losa sig, en samt fer hún ekki. Hún heldur áfram að titra og vill ekki róast, þótt ég hætti að sveifla henni. Hún heimtar línuna sína, og hún fær hana — línu, sem er ofin og útreiknuð í nákvæmu samræmi við þyngd hennar og þol. Með mikilli aðgætni þræði ég lín- una milli hringanna, en sá aftasti og fremsti þeirra eru úr agati. En stöngin róast ekki fyrr en flugan hefur verið hnýtt við girnið, fest í aftasta hringinn og undið svolítið meira inn á hjólið og strekkt á iínunni, svo að stöngin svign- ar. Eins og spenntur bogi bíður hún þess nú, að skjóta ör sinni, listaflugunni með hljómfagra nafninu „Sifver Grey“, þessu meistaraverki flugnaframleiðsl- unnar, sem ef tii vill var hnýtt af grönn- um fingrum einhverrar hörundsbjartr- ar og bláeygrar, enskrar yngismeyjar. Og nú lætur stöngin flugunu Iíða um loftið þar sem gulgrænar drekaflug- ur dansa yfir iðandi vatninu. Hún lætur hana svífa áfram í lengri og lengri og sí-fallegri bogum; hún lætur hana ekki setjast á vatnið í fyrsta, öðru og jafnvel ekki þriðja kastinu, heldur þegar hún hefur sýnt henni hámark fjaðurmagns síns. Þá fyrst sveigir hún sig aftur, réttir úr sér, lyftir sér svolítið eftir örlítilli hreyfingu á hendi minni og leggur flug- una nákvæmlega þar, sem liinn fyrsti fengur hennar bíður — og þar er flugan gripin af einum hinna fögru, kynbornu fiska árinnar, veiði sem hæfir þessari göf- ugu stöng, og sem hún með leikandi lip- urð hefur ekki fyrr fært á land en löng- un hennar vaknar til nýrra átaka. Þessi veiðistöng er vopn og hún er smíðuð samkvæmt máli af mér, hún er hluti af líkama mínum, líffræðilega sam- tengd honum. Ég veit ekki hvort það er stöngin sem vinnur mitt verlc eða ég verk stangarinnar, livort það er úlnlið- urinn á mér, sem kemur stönginni á lireyfingu eða stöngin stjórnar úlnliðn- um. Enginn hefur notað hana, nema ég, og enginn skal nokkru sinni fá að gera það. Ég á engan vin, sem mér þykir svo vænt um, að ég myndi lána honum hana. Henni gæti orðið mis- þyrmt. Það gæti komið fyrir sjálfan mig að brjóta hana, en þá brotnaði hún líka í rnínum höndum.Heldur vil ég brjóta á mér handlegginn en þessa stöng; ég ætla að gæta hennar betur en sjálfs mín. Þegar ég kem heim af veiðum á kvöld- in, annast ég um stöngina áður en ég geng til hvílu. Ég þurrka hana vand- lega, tek hana sundur og læt hana hanga á veggnum yfir nóttina. Þar getur hún bezt rétt úr sér eftir áreynslu dagsins. Þannig á hún einnig að hvílast yfir vet- urinn, og þegar vorar aftur verður hún ennþá betri en áður. Forfeður vorir lögðu vopn hinna látnu í gröfina hjá andvana líkömum þeirra. Ég vildi að synir mínir legðu þessa stöng við hlið mina í kistuna, svo ég geti kastað með henni í hinum dýrlegu 30 Veiðim aðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.