Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 33

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 33
Bikarlaxinn. VIÐAR PÉTURSSON tannlaknir með 1S pd. htrng, sem hann veiddi i Laxá í Leirársveit 6. sept, i sumar. Mun petta vera bikarlax S.V.F.R. i ár. Fiskurinn var veiddur á 10 feta einhendis-flugu- stöng (Scottie). Fluga nr. 1, einkrakja, heimatil- búiti eftir danskan kunningja Viðars. Vœngirnir eru likir og á Blue Charm, en búkurinn úr rauð- gulu lopbatidi. Flugunni hefur ekki verið gefið nafn ennþá. Hún œtti þó skilið að vera skirð. veiðiám, sem ég trúi með sjálfum mér að séu til á sælulandi hinna látnu. Hvað hefði ég þar annars að gera? Sá, sem skilur þetta ekki, verður að reyna að öðlast skilning á því. Og því skyldi ég ekki mega yrkja um ást mína eftir eigin geðþótta? Þýtt. úr „Sma fisk og store fisk“. Veiðilöggjöfin endurskoðuð. í júlímánuði s.l. voru eftirtaldir menn skipaðir í nefnd til þess að endurskoða lax- og silungsveiðilögin og leggja tillög- ur um breytingar á þeim fyrir landbún- arráðherra: Pálmi Hannesson, rektor, formaður. Gissur Bergsteinss., hæstaréttardómari. Björn Ólafsson, fyrrv. ráðherra. Gunnlaugur Briem, skrifstofustj. Þórir Steinþórsson, skólastjóri. Er þess að vænta að góður árangur \erði af starfi nefndarinnar og nauðsyn- legra breytinga á veiðilögunum verði ekki langt að bíða. Ætlast er til að nefndin hafi náið samstarf við veiðimálastjóra. Fékk þann stóra. í landi stórlaxanna, Noregi, er það jafnvel fremur sjaldgæft að menn nái á land á stöng laxi, sem er nálægt 60 pundum. En séu menn svo heppnir að setja í slík „stórhveli“ vita þeir hvað þeir hafa að gera fyrsta klukkutímann. Kunnur veiðimaður í Stavanger, Char- les R. Bergesen að nafni, var svo hepp- inn að fá einn af þessari stærð, í Suldals- lágen, í júní í fyrra. Fiskurinn veiddist á spón, og baráttan var hörð, en endaði með ósigri fisksins. Hann reyndist 63 ensk pund og 14 oz (58 ísl. pund). Lengd- in var 141 cm. og ummál 60 cm. Veiðimadurinn 31

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.