Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 37

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Síða 37
upp ilöskuna og kláruðum úr henni, og þegar \ ið liöfðum lagað okkur sjálf, bát- inn og veiðiáhöldin svolítið til, héldum \ ið hægt heim til gistihússins. Hér endar sagan í raun og veru, að undanskildum einum eða tveimur atrið- um í sambandi við fiskinn sjálfan. Hann \ar 36 pund og eftir þeim heimildum, sem mér tókst að afla mér þarna á staðn- um, næst-stærsti fiskur, sem veið/t liafði í vatninu — a. m. k. síðari árin. Einn 39 punda fékkst þar nokkrum ármn áður. Hið merkilegasta var samt það, að þetta var hrygna, og hún óvenjulega stór, með nrjög mikla bletti á tálknlokunum. Eg tók dálítið af hreistri, og í fremur lélegu stækkunargleri þóttist ég greini- lega geta séð þrjú hrygningarmerki. Þetta taldi ég svo óvenjulegt, að ég sím- aði til föður rníns, en ég lrafði sent honum laxinn til Lundúna með nætur- lestinni, og bað hann sjá svo um að meira hreistur yrði tekið og sent sér- fræðingi tímaritsins The Fishing Gazette til athugunar. Þegar dómur hans kom, var liann á þá leið, að við hefðum getið rétt til, því að fiskurinn hefði vissulega \erið að ganga til hrygningar í fjórða sinn. Þýtt i'ir The Fishermans Bedside Boolt. Aldur laxins. ATLANTSHAFSLAXINN er ekki langlífur fiskur, 7—8 ár mun vera há- marksaldur og mjög fáir xrá þeim aldri. Elstu og stærstu fiskarnir eru þeir senx lengst dveljast í sjó áður en þeir lirygna. Meðalaldur laxa nrun vera 4—5 ár. Eng- lendingur, Mr. Hutton, reyndi að reikna út hve mikill hluti af laxinum í ánni Wye næði að hrygna tvisvar eða oftar og komst að þessari niðurstöðu: Af 10,572 löxum dóu 9,689 eftir fyrstu hrygningu. 809 náðu að hrygna tvisvar. 72 þrisvar og aðeins 2 í fjórða sinn. Fyrir nokkru var hér sagt frá metlaxi sem veiddist á Jótlandi í vor og vóg 53 pd. Til gamans rná geta þess að nú hefur verið athugað hreistur af þessum stór- laxi og aldur hans reyirdist vera 6 ár, af þeim hafði hann lifað tvö ár í ánni og 4 ár í sjó. Þetta var í fyrsta sinn sem liann gekk í ána til hrygningar, en varð um leið lians síðasta. Meðan fiskurinn dvaldi í sjó, liefur liann bætt um 12 pd. á ári við þunga sinn að jafnaði, því stærð lians mun hafa verið álíka og smásíldar, þegar hann yfirgaf ána, 2ja ára gamall. (Úr rabbi K. S. við veiðirn. í Mbl.). Veiðistangaviðgerðir. CANE í flestar stærðir af stöngum. HANDSTYKKI, MIÐSTYKKI, TOPPAR. Margar gerðir af HÓLKUM, LYKKJUM, KORKI, HJÓL- FESTINGUM, POKUM o. m. fl. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að stöngum, sem ég tek til viðgerðar, er aðeins veitt móttaka á vinnustofu minni. Valdimar Valdimarsson, Suðurgötu 37. Símar 80572 og 3667. Veiðimaðurinn 35

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.