Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 4
667.000
LAXAR,
SEM ALDREI
STÖKKVA
Með hverju árinu virðast menn vera að læra
meira um laxinn, þótt honum fari sífellt fækkandi.
Á síðasta aldarfjórðungi hafa fiskifræðingar,
vatnalíffræðingar og aðrir sérfræðingar safnað
saman meiri fróðleik um laxinn, en áður hafði
verið gert; vissulega er fiskurinn forvitnilegur, og
þess virði, að hættir hans og hegðan séu könnuð,
því að hann er nafntogaðasti andstæðingur stanga-
veiðimannsins, og einn gómsætasti matarfiskur,
sem til er.
Mikið af þeirri þekkingu, sem aflað hefur verið,
undanfarna áratugi, hefur verið hagnýtt til þess
að auka laxastofnana, og fækka fjölda þeirra
seiða, sem farast í ánum, áður en þau ná að ganga
til sjávar.
Víða um lönd hefur milljónum dala, sterlings-
punda, króna og annars gjaldmiðils verið varið
til þess að stöðva vatnsmengun, eða vinna bug á
henni, svo og til þess að bæta fyrir hvers konar
spjöll, sem unnin hafa verið á laxánum.
Þá eru ótaldar þær miklu fjárhæðir, sem varið
hefur verið til gerðar klak- og eldisstöðva, og
reksturs þeirra, laxastiga, sem lengja veiðisvæðin
og auðvelda laxinum göngu á nýjar hrygningar-
stöðvar.
Fyrir tíu árum má segja, að framtíð Atlants-
hafslaxins hafi verið bjartari en verið hafði í heila
öld. í dag efast margir um, að hann eigi framtíð
fyrir sér í þeim löndum, þar sem mest hefur verið
af honum.
Helztu vonirnar voru bundnar við ráðstefnur
Norðvestur- og Norðaustur-Atlantshafsnefndanna,
en því miður hafa þær ekki rætzt. Því er það
skoðun fjölmargra, að náist ekki á næstunni sam-
staða um verndun Atlantshafslaxins á úthafinu,
verði ekki forðað útrýmingu hans úr mörgum
helztu veiðiám heims, jafnvel þótt stóraukið rækt-
unarátak komi til.
Er sjávarveiðamar hófust við Grænland, fyrir
um tíu árum, gerðu fáir sér grein fyrir, hvað
framundan var. Þá hafði það að vísu verið skoðun
margra vísindamanna, um nokkurt skeið, að senni-
lega ætti laxinn frá löndunum beggja vegna At-
lantshafsins sér sameiginlegar uppeldisstöðvar, að
öllum líkindum einhvers staðar í nánd Grænlands.
Margir áhugamenn um laxinn létu löngum í
2
VEIÐIMAÐURINN