Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 9
Sá er
hængurinn
Þættinum hefur borizt bréf frá
bónda á Suðurlandi, þar sem
fjallað er um nýjar gerðir neta,
og ákvæði laxveiðilaganna nýju
um þau:
„Mér, eins og vafalaust fleir-
um, þykir vænt um margt, sem
áunnizt hefur með laxveiðilög-
unum nýju, þótt ég telji, að
lengra hefði mátt ganga til þess
að vemda laxastofna einstakra
vatna. Á ég þá ekki sízt við
stofna sumra bergvatnsánna hér
á Suðurlandi, þótt málið sé mér
ekki skylt sem veiðiréttareig-
anda. Hins vegar höfum við
(feðgarnir?) um langt skeið sýnt
laxinum áhuga, og má í því efni
muna tímana tvenna.
„Veiðimaðurinn“ gerði lögun-
um nýju nokkur skil, í síðasta
hefti, og þótti mér réttilega
drepið á nokkur helztu atriðin,
svo sem stækkun friðunarsvæðis
við árósa, og heimild til handa
ráðherra til þess að lengja frið-
unartíma.
Eitt atriði enn er þó rétt að
drepa á, og það er 2. málsgrein
27. greinar VI. kafla laganna:
„Leyfi veiðimálanefndar og
veiðimálastjóra þarf til að taka í
notkun til veiða á laxi og sil-
ungi veiðarfæri úr nýjum efnum,
eða úr efnum framleiddum með
nýjum aðferðum".
Ég man ekki betur, en sagt
hafi verið frá því í blöðum, að á
úthafinu hafi nýjustu gerðir næl-
onneta verið bannaðar.*) Þess
vegna langar mig til þess að
spyrja, hvort ekki sé verið að
nota hér á landi net til laxveiða,
sem útlæg eru af hafinu. Mig
langar því til þess að koma þeirri
áskorun á framfæri, að fyrir
næstu netavertíð verði gengið úr
skugga um, hvers kyns net eru
nú í notkun, og slælega þætti
mér haldið á málunum, ef hér á
landi, þar sem veiði er bönnuð
í sjó, á að leyfa veiði með net-
um, sem þykja of stórtæk við
mestu rányrkju sögunnar á laxi.
Með kveðju,
M. Þ.
*) Rétt. „Monofilament“-net
má ekki nota til laxveiða á haf-
inu, sbr. samþykktir, sem vikið
er að á öðrum stað hér í blaðinu.
Ritst j.
stjómum ríkjanna, sem veiðarnar stunda, að tak-
marka stærð veiðiskipanna, og banna notkun
nylonneta (monofilament); einnig, að takmarka
aflann við það, sem var 1969, en þá vom veiðarn-
ar reyndar í hámarki á norðvesturhluta hafsins.
í eðli sínu er samþykkt Norðaustur-Atlantshafs-
nefndarinnar ekki annað en yfirborðsráðstöfun, og
felur í raun og veru aðeins í sér, að Danir, Vestur-
Þjóðverjar og aðrar aðildarþjóðir ákveða að auka
ekki veiðamar, um eins árs skeið. Greinilega hefur
komið fram, að Danir, sem mest hafa hagnazt á
sjávarveiðunum, neita enn að fallast á tillögur um
bann, sem öll löndin, sem laxveiðiár eiga við
Norður-Atlantshafið, hafa þó lýst stuðningi við.
Óttast þeir, sem mest hafa varað við sjávar-
veiðunum, nú, að svo kunni að fara, að laxastofn-
ar í Kanada, Bandaríkjunum, Stóra-Bretlandi, ír-
landi og Noregi muni gjalda mikið afhroð, verði
ekki gerðar nýjar raunhæfar friðunarráðstafanir;
og jafnframt, að laxarækt kunni að falla alveg
niður í sumum þessara landa, eða hlutum þeirra,
þar eð sjávarveiðamar muni draga svo úr endur-
heimtunum, að þær réttlæti ekki fjárútgjöldin til
ræktunarinnar.
VEIÐIMAÐURINN
7